Einkunnir Íslendinga eftir sigurinn á Slóvökum: Elín Metta stóð upp úr Íþróttadeild skrifar 2. september 2019 21:09 Elín Metta fagnar. Hún er komin með þrjú mörk í undankeppni EM. vísir/vilhelm Ísland vann torsóttan 1-0 sigur á Slóvakíu í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2021 á Laugardalsvelli í kvöld. Elín Metta Jensen skoraði eina mark leiksins á 65. mínútu. Líkt og gegn Ungverjalandi á fimmtudaginn var hún besti leikmaður Íslands. Ísland er með sex stig af sex mögulegum í undankeppninni. Liðið mætir Lettlandi á útivelli í næsta leik sínum í undankeppninni 8. október.Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Sandra Sigurðardóttir, markvörður 6 Hafði nánast ekkert að gera nema verja 2-3 hættulítil langskot Slóvaka. Gerði það litla sem hún þurfti að gera vel.Ásta Eir Árnadóttir, hægri bakvörður 6 Stóð vaktina í vörninni vel í sínum fyrsta keppnisleik fyrir íslenska landsliðið. Gerði sig reyndar seka um slæm mistök þegar hún tapaði boltanum sem leiddi til besta færis Slóvakíu á 86. mínútu.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Átti stóran þátt í sigurmarkinu. Löng sending hennar fram völlinn rataði á kollinn á Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem skallaði áfram á Elínu Mettu. Langar sendingar Glódísar fram völlinn voru eitt helsta sóknarvopn Íslands. Átti afar náðugan dag í vörninni.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Réði auðveldlega við máttlausar sóknaraðgerðir Slóvaka. Skilaði boltanum vel frá sér.Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 7 Örugg í vörninni og var dugleg að styðja við sóknina. Átti nokkrar afbragðs fyrirgjafir sem samherjar hennar hefðu mátt nýta betur.Fanndís Friðriksdóttir, hægri kantmaður 6 Byrjaði af krafti, var mjög lífleg og bjó til ágætis færi. Gaf verulega eftir eftir því sem leið á leikinn og var tekin af velli skömmu fyrir sigurmarkið.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Var aftarlega á miðjunni og ekki mjög áberandi. Að venju vinnusöm og kraftmikil. Brá sér í sóknina og lagði upp markið fyrir Elínu Mettu.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 6 Full varfærinn í sendingum og valdi of oft öruggasta kostinn í stöðunni, sérstaklega í fyrri hálfleik. Lék betur í þeim seinni og dreif íslenska liðið áfram.Svava Rós Guðmundsdóttir, vinstri kantmaður 5 Fékk tækifæri í byrjunarliðinu eftir frábæru innkomu gegn Ungverjalandi en sýndi ekki sitt rétta andlit í kvöld. Fór illa með gott færi í fyrri hálfleik.Dagný Brynjarsdóttir, sóknarmiðjumaður 5 Hefði hæglega getað skorað 1-2 mörk. Hefur oftast átt betri landsleiki og spurning hvort hún nýtist landsliðinu best í þessari stöðu.Elín Metta Jensen, framherji 8 Tók yfir leikinn í seinni hálfleik eftir að hafa verið róleg í þeim fyrri. Skoraði frábært mark og var alltaf ógnandi. Er greinilega að springa úr sjálfstrausti og hefur eignað sér framherjastöðuna í íslenska liðinu.Varamenn:Hlín Eiríksdóttir - (Kom inn á fyrir Svövu Rós á 55. mínútu) 7 Átti kröftuga innkomu. Lét reyna á Mariu Korenčiová skömmu áður en sigurmarkið kom. Átti svo annað ágætis skot í uppbótartíma.Agla María Albertsdóttir - (Kom inn á fyrir Fanndísi á 63. mínútu) 6 Var ekki jafn áberandi og Hlín en átti ágæta spretti.Berglind Björg Þorvaldsdóttir - (Kom inn á fyrir Dagnýju á 80. mínútu) Lék of stutt til að fá einkunn. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-0 | Elín Metta bjargaði deginum Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppni EM 2021. 2. september 2019 20:45 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Ísland vann torsóttan 1-0 sigur á Slóvakíu í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2021 á Laugardalsvelli í kvöld. Elín Metta Jensen skoraði eina mark leiksins á 65. mínútu. Líkt og gegn Ungverjalandi á fimmtudaginn var hún besti leikmaður Íslands. Ísland er með sex stig af sex mögulegum í undankeppninni. Liðið mætir Lettlandi á útivelli í næsta leik sínum í undankeppninni 8. október.Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Sandra Sigurðardóttir, markvörður 6 Hafði nánast ekkert að gera nema verja 2-3 hættulítil langskot Slóvaka. Gerði það litla sem hún þurfti að gera vel.Ásta Eir Árnadóttir, hægri bakvörður 6 Stóð vaktina í vörninni vel í sínum fyrsta keppnisleik fyrir íslenska landsliðið. Gerði sig reyndar seka um slæm mistök þegar hún tapaði boltanum sem leiddi til besta færis Slóvakíu á 86. mínútu.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Átti stóran þátt í sigurmarkinu. Löng sending hennar fram völlinn rataði á kollinn á Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem skallaði áfram á Elínu Mettu. Langar sendingar Glódísar fram völlinn voru eitt helsta sóknarvopn Íslands. Átti afar náðugan dag í vörninni.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Réði auðveldlega við máttlausar sóknaraðgerðir Slóvaka. Skilaði boltanum vel frá sér.Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 7 Örugg í vörninni og var dugleg að styðja við sóknina. Átti nokkrar afbragðs fyrirgjafir sem samherjar hennar hefðu mátt nýta betur.Fanndís Friðriksdóttir, hægri kantmaður 6 Byrjaði af krafti, var mjög lífleg og bjó til ágætis færi. Gaf verulega eftir eftir því sem leið á leikinn og var tekin af velli skömmu fyrir sigurmarkið.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Var aftarlega á miðjunni og ekki mjög áberandi. Að venju vinnusöm og kraftmikil. Brá sér í sóknina og lagði upp markið fyrir Elínu Mettu.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 6 Full varfærinn í sendingum og valdi of oft öruggasta kostinn í stöðunni, sérstaklega í fyrri hálfleik. Lék betur í þeim seinni og dreif íslenska liðið áfram.Svava Rós Guðmundsdóttir, vinstri kantmaður 5 Fékk tækifæri í byrjunarliðinu eftir frábæru innkomu gegn Ungverjalandi en sýndi ekki sitt rétta andlit í kvöld. Fór illa með gott færi í fyrri hálfleik.Dagný Brynjarsdóttir, sóknarmiðjumaður 5 Hefði hæglega getað skorað 1-2 mörk. Hefur oftast átt betri landsleiki og spurning hvort hún nýtist landsliðinu best í þessari stöðu.Elín Metta Jensen, framherji 8 Tók yfir leikinn í seinni hálfleik eftir að hafa verið róleg í þeim fyrri. Skoraði frábært mark og var alltaf ógnandi. Er greinilega að springa úr sjálfstrausti og hefur eignað sér framherjastöðuna í íslenska liðinu.Varamenn:Hlín Eiríksdóttir - (Kom inn á fyrir Svövu Rós á 55. mínútu) 7 Átti kröftuga innkomu. Lét reyna á Mariu Korenčiová skömmu áður en sigurmarkið kom. Átti svo annað ágætis skot í uppbótartíma.Agla María Albertsdóttir - (Kom inn á fyrir Fanndísi á 63. mínútu) 6 Var ekki jafn áberandi og Hlín en átti ágæta spretti.Berglind Björg Þorvaldsdóttir - (Kom inn á fyrir Dagnýju á 80. mínútu) Lék of stutt til að fá einkunn.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-0 | Elín Metta bjargaði deginum Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppni EM 2021. 2. september 2019 20:45 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-0 | Elín Metta bjargaði deginum Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppni EM 2021. 2. september 2019 20:45