Mikill hiti er nú niðri á Alþingi þar sem rætt er um Orkupakkann áður en gengið er til atkvæða. Fullt er á þingpöllum og hafa andstæðingar málsins fjölmennt á þingpalla. Þar er hrópað og kallað og meðal annars mátti heyra hrópað: „Landráð! þar nú fyrir stundu.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar mátti fá það hrópað yfir sig þegar hún flutti tölu um atkvæðagreiðsluna og lýsti því yfir að Viðreisn styddi málið. Forseti Alþingis sá sig knúinn til að brýna fyrir gestum að hafa sig hæga á pöllunum, öðrum kosti þyrfti að rýma þá.
Ljóst er að ekki er aðeins hiti á þingpöllum heldur má greina verulega spennu meðal þingmanna. Inga Sæland Flokki fólksins segir málið vera til marks um að Ísland sé undir boðvaldi Brussel og að Flokkur fólksins segi Nei, takk, við orkupakkanum.
Gengið verður til atkvæða um þetta mál sem hefur verið svo lengi á dagskrá seinna í dag, lengsta umræða þingsögunnar.
Fylgjast má með beinni útsendingu Vísis frá Alþingi.
Grindavík
Haukar