Grænlenskir veiðimenn bitnir í andlitið í átökum við hvítabjörn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. september 2019 23:15 Hvítabirnir geta náð 40 kílómetra hraða á klukkustund á spretti. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Þrír grænlenskir veiðimenn þykja hafa sloppið ótrúlega vel frá átökum við hvítabjörn á norðvesturströnd Grænlands. Björninn náði að bíta tvo þeirra í andlitið en sá þriðji skaut að birninum, sem flúði þá af vettvangi. Atburðurinn gerðist í óbyggðum norðan við bæinn Uummannaq á fimmtudag í síðustu viku, samkvæmt frétt grænlenska ríkisfjölmiðilsins KNR, sem greindi fyrst frá málinu í dag. Frásögnin er höfð eftir Julie Senderovitz-Bendtsen, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Grænlandi. Veiðimennirnir þrír, sem eru frá þorpinu Ikerasak, voru á sauðnautaveiðum og höfðu náð að fella eitt sauðnaut. Voru þeir að gera að bráðinni þegar hvítabjörninn kom þeim að óvörum og réðist á þá. „Ísbjörninn náði að bíta í hægra eyrað á einum mannanna og honum tókst líka að bíta í hægri hlið andlits annars áður en sá þriðji, sem stóð aðeins fjær þeim, náði að grípa riffil og skjóta að birninum. Þá flúði hann,“ segir yfirlögregluþjónninn í viðtali við KNR. Veiðimennirnir sluppu án alvarlegra meiðsla en þeir tilkynntu ekki um árásina fyrr en þeir komu aftur heim í þorpið seint að nóttu daginn eftir. „Við báðum þá um að fara á sjúkrahús til að láta skoða sárin. Við héldum að það gæti verið möguleiki á sýkingu eftir svona bit,“ segir yfirlögregluþjónninn. Ekki er vitað hvort hvítabjörninn slapp ómeiddur. Hann hljóp burt eftir að skotið var á hann og segja veiðimennirnir að þetta hafi gerst svo hratt að þeir hafi ekki áttað sig á því hvort hann hafi særst. „Ég vil bara hvetja menn til að vera á varðbergi þegar þeir eru á veiðum og hafa fellt dýr. Fyrir svangan ísbjörn gæti það verið ljúf matarangan. Þá verða menn að líta vel í kringum sig,“ segir Julie Sanderovitz-Bendtsen. Grænland Tengdar fréttir Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Traktor dugði til að hræða hvítabirnina Rússnesku vísindamennirnir fimm, sem hvítabirnir sátu um á lítilli eyju í Norður-Íshafinu, eru nú lausir úr umsátrinu. 21. september 2016 11:00 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Grænlendingar auka veiðar á hvítabjörnum Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning hvítabjarna. 28. desember 2017 21:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Þrír grænlenskir veiðimenn þykja hafa sloppið ótrúlega vel frá átökum við hvítabjörn á norðvesturströnd Grænlands. Björninn náði að bíta tvo þeirra í andlitið en sá þriðji skaut að birninum, sem flúði þá af vettvangi. Atburðurinn gerðist í óbyggðum norðan við bæinn Uummannaq á fimmtudag í síðustu viku, samkvæmt frétt grænlenska ríkisfjölmiðilsins KNR, sem greindi fyrst frá málinu í dag. Frásögnin er höfð eftir Julie Senderovitz-Bendtsen, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Grænlandi. Veiðimennirnir þrír, sem eru frá þorpinu Ikerasak, voru á sauðnautaveiðum og höfðu náð að fella eitt sauðnaut. Voru þeir að gera að bráðinni þegar hvítabjörninn kom þeim að óvörum og réðist á þá. „Ísbjörninn náði að bíta í hægra eyrað á einum mannanna og honum tókst líka að bíta í hægri hlið andlits annars áður en sá þriðji, sem stóð aðeins fjær þeim, náði að grípa riffil og skjóta að birninum. Þá flúði hann,“ segir yfirlögregluþjónninn í viðtali við KNR. Veiðimennirnir sluppu án alvarlegra meiðsla en þeir tilkynntu ekki um árásina fyrr en þeir komu aftur heim í þorpið seint að nóttu daginn eftir. „Við báðum þá um að fara á sjúkrahús til að láta skoða sárin. Við héldum að það gæti verið möguleiki á sýkingu eftir svona bit,“ segir yfirlögregluþjónninn. Ekki er vitað hvort hvítabjörninn slapp ómeiddur. Hann hljóp burt eftir að skotið var á hann og segja veiðimennirnir að þetta hafi gerst svo hratt að þeir hafi ekki áttað sig á því hvort hann hafi særst. „Ég vil bara hvetja menn til að vera á varðbergi þegar þeir eru á veiðum og hafa fellt dýr. Fyrir svangan ísbjörn gæti það verið ljúf matarangan. Þá verða menn að líta vel í kringum sig,“ segir Julie Sanderovitz-Bendtsen.
Grænland Tengdar fréttir Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Traktor dugði til að hræða hvítabirnina Rússnesku vísindamennirnir fimm, sem hvítabirnir sátu um á lítilli eyju í Norður-Íshafinu, eru nú lausir úr umsátrinu. 21. september 2016 11:00 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Grænlendingar auka veiðar á hvítabjörnum Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning hvítabjarna. 28. desember 2017 21:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13
Traktor dugði til að hræða hvítabirnina Rússnesku vísindamennirnir fimm, sem hvítabirnir sátu um á lítilli eyju í Norður-Íshafinu, eru nú lausir úr umsátrinu. 21. september 2016 11:00
Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45
Grænlendingar auka veiðar á hvítabjörnum Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning hvítabjarna. 28. desember 2017 21:30