Tæp 10% grunnskólabarna telja sig hafa orðið fyrir neteinelti innan veggja skólanna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. september 2019 20:30 Nær helmingur sjö þúsund grunnskólanema hér á landi telur sig hafa orðið fyrir neteinelti innan veggja skólanna á síðasta ári samkvæmt nýrri rannsókn. Foreldrar eru hvattir til þess að fylgjast með netnotkun barna sinna og grípa inn í sé þörf á.Móðir ungrar stúlku steig fram á samfélagsmiðlum í gær og greindi frá grófu einelti sem dóttir hennar hefur orðið fyrir á samfélagsmiðlum. Stúlkan er í sjötta bekk en eineltið átti sér stað í gegnum samskiptamiðilinn TikTok sem nýtur mikilla vinsælda á meðal grunnskólanema um allan heim. Með forritinu er hægt að búa til stutt myndskeið og notað myndbrellur sem og sent skilaboð til annarra. Í þessu tilfelli var búinn til aðgangur í nafni stúlkunnar með mynd af henni þar sem farið var niðrandi orðum um hana og aðrir hvattir til þess að taka undir. Eins saklaus og sími getur verið, getur hann verið stórhættulegur sé ekki varlega farið. Móðir stúlkunnar hvetur foreldra til þess að skoða síma barna sinna og kanna hvað þau eru að gera.Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.Vísir/BaldurFramkvæmdastjóri Heimils og skóla segir börn sem verða fyrir slíku einelti í erfiðri stöðu. „Þau upplifa sig kannski ein og þora ekki að segja frá og halda þessu leyndu jafnvel fyrir sínum nánustu af ýmsum ástæðum. Vilja kannski ekki valda áhyggjum, skammast sín fyrir það eða ætla jafnvel að leysa úr því sjálf,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hrefna segir áríðandi að þeir sem viti að neteinelti eigi sér stað tilkynni um það strax. Í nýrri rannsókn um heilsu og lífskjör skólanema, sem unnin er meðal annars af Menntavísindasviði Háskóla Íslands kemur fram að 9,8% nemenda í sjötta, áttunda og tíundabekk grunnskóla á Íslandi telja sig hafa orðið fyrir neteinelti á síðasta ári. Rannsóknin er unnin í yfir fjörutíu löndum á fjögurra ára fresti með styrk frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og hefur Ísland tekið þátt frá árinu 2006. Í meistararitgerð Katrínar Hallgrímsdóttur, sem unnin var með Vöndu Sigurgeirsdóttur og Ársæli Arnarsyni, um hvar rafrænt einelti á sér stað, kemur fram að 47,4% þeirra sem sögðust hafa orðið fyrir rafrænu einelti urðu fyrir því eingöngu í skólanum eða í skólanum og utan hans. Því eigi orðræðan um að rafrænt einelti eigi sér eingöngu stað utan skólatíma ekki lengur við. Börn og uppeldi Félagsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hjarta íslenskrar móður í molum vegna eineltis á TikTok Móðir stúlku á grunnskólaaldri segir sorglegt að sjá hve margir tengi við nýlega reynslu hennar af neteinelti í garð dóttur hennar á samfélagsmiðlinum TikTok. 18. september 2019 11:30 Tryggjum barninu öryggi og vellíðan Hvernig var tekið á móti þér þegar þú steigst þín fyrstu skref í skóla? Hvaða minningar eigum við úr skóla? Hverjir voru bestu vinirnir/bestu vinkonurnar í skólanum? Var komið fram við þig af virðingu og á þínum forsendum? Leið þér vel í skólanum? 10. september 2019 07:00 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Nær helmingur sjö þúsund grunnskólanema hér á landi telur sig hafa orðið fyrir neteinelti innan veggja skólanna á síðasta ári samkvæmt nýrri rannsókn. Foreldrar eru hvattir til þess að fylgjast með netnotkun barna sinna og grípa inn í sé þörf á.Móðir ungrar stúlku steig fram á samfélagsmiðlum í gær og greindi frá grófu einelti sem dóttir hennar hefur orðið fyrir á samfélagsmiðlum. Stúlkan er í sjötta bekk en eineltið átti sér stað í gegnum samskiptamiðilinn TikTok sem nýtur mikilla vinsælda á meðal grunnskólanema um allan heim. Með forritinu er hægt að búa til stutt myndskeið og notað myndbrellur sem og sent skilaboð til annarra. Í þessu tilfelli var búinn til aðgangur í nafni stúlkunnar með mynd af henni þar sem farið var niðrandi orðum um hana og aðrir hvattir til þess að taka undir. Eins saklaus og sími getur verið, getur hann verið stórhættulegur sé ekki varlega farið. Móðir stúlkunnar hvetur foreldra til þess að skoða síma barna sinna og kanna hvað þau eru að gera.Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.Vísir/BaldurFramkvæmdastjóri Heimils og skóla segir börn sem verða fyrir slíku einelti í erfiðri stöðu. „Þau upplifa sig kannski ein og þora ekki að segja frá og halda þessu leyndu jafnvel fyrir sínum nánustu af ýmsum ástæðum. Vilja kannski ekki valda áhyggjum, skammast sín fyrir það eða ætla jafnvel að leysa úr því sjálf,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hrefna segir áríðandi að þeir sem viti að neteinelti eigi sér stað tilkynni um það strax. Í nýrri rannsókn um heilsu og lífskjör skólanema, sem unnin er meðal annars af Menntavísindasviði Háskóla Íslands kemur fram að 9,8% nemenda í sjötta, áttunda og tíundabekk grunnskóla á Íslandi telja sig hafa orðið fyrir neteinelti á síðasta ári. Rannsóknin er unnin í yfir fjörutíu löndum á fjögurra ára fresti með styrk frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og hefur Ísland tekið þátt frá árinu 2006. Í meistararitgerð Katrínar Hallgrímsdóttur, sem unnin var með Vöndu Sigurgeirsdóttur og Ársæli Arnarsyni, um hvar rafrænt einelti á sér stað, kemur fram að 47,4% þeirra sem sögðust hafa orðið fyrir rafrænu einelti urðu fyrir því eingöngu í skólanum eða í skólanum og utan hans. Því eigi orðræðan um að rafrænt einelti eigi sér eingöngu stað utan skólatíma ekki lengur við.
Börn og uppeldi Félagsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hjarta íslenskrar móður í molum vegna eineltis á TikTok Móðir stúlku á grunnskólaaldri segir sorglegt að sjá hve margir tengi við nýlega reynslu hennar af neteinelti í garð dóttur hennar á samfélagsmiðlinum TikTok. 18. september 2019 11:30 Tryggjum barninu öryggi og vellíðan Hvernig var tekið á móti þér þegar þú steigst þín fyrstu skref í skóla? Hvaða minningar eigum við úr skóla? Hverjir voru bestu vinirnir/bestu vinkonurnar í skólanum? Var komið fram við þig af virðingu og á þínum forsendum? Leið þér vel í skólanum? 10. september 2019 07:00 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Hjarta íslenskrar móður í molum vegna eineltis á TikTok Móðir stúlku á grunnskólaaldri segir sorglegt að sjá hve margir tengi við nýlega reynslu hennar af neteinelti í garð dóttur hennar á samfélagsmiðlinum TikTok. 18. september 2019 11:30
Tryggjum barninu öryggi og vellíðan Hvernig var tekið á móti þér þegar þú steigst þín fyrstu skref í skóla? Hvaða minningar eigum við úr skóla? Hverjir voru bestu vinirnir/bestu vinkonurnar í skólanum? Var komið fram við þig af virðingu og á þínum forsendum? Leið þér vel í skólanum? 10. september 2019 07:00