Samningamaður í gíslatökum verður fjórði þjóðaröryggisráðgjafi Trump Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2019 13:43 Trump forseti við komuna til Kaliforníu í dag þar sem hann ætlar að safna fé fyrir forsetakosningar á næsta ári. AP/Evan Vucci Robert O'Brien, sérstakur sendifulltrúi í gíslatökumálum, verður næsti þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Tilkynnti forsetinn um þetta á Twitter í dag. O‘Brien verður fjórði þjóðaröryggisráðgjafi Trump á innan við þremur árum. Í tísti lofaði forsetinn O'Brien og sagðist hafa „unnið lengi og mikið“ með honum. O'Brien ætti eftir að eftir að standa sig vel. Vika er síðan John Bolton, þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði af sér eða var rekinn, allt eftir því hvort leggja beri trúnað á orð Bolton eða forsetans. AP-fréttastofan segir að O'Brien hafi verið á meðal fimm kosta sem Trump íhugaði fyrir stöðuna. Sem sendifulltrúi í gíslatökumálum hjá utanríkisráðuneytinu hafi O'Brien unnið náið með fjölskyldum bandarískra gísla og ráðlagt ríkisstjórninni um gíslatökur. Í tíð George W. Bush og Barack Obama vann O'Brien að samstarfi einka- og opinberra aðila um umbætur í dómsmálum í Afganistan. Frá 2008 til 2011 var O'Brien fulltrúi Bandaríkjaforseta í ráðgjafarnefnd um smygl á fornminjum og öðrum menningarverðmætum. Árið 2005 skipaði Bush forseti hann fulltrúa Bandaríkjanna í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. þar vann O'Brien með forvera sínum Bolton sem var þá sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar. Í starfi Repúblikanaflokksins hefur O'Brien unnið sem ráðgjafi fyrir forsetaframboð Scott Walker, fyrrverandi ríkisstjóra Wisconsin, Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóra Massachusetts, og Ted Cruz, öldungadeildarþingmanns frá Texas. Michael Flynn, hershöfðingi, var fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump árið 2017 en hann sagði af sér innan við mánuði eftir að hann tók formlega við stöðunni. Hann var sakaður um og játaði síðar að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti við rússneskan sendiherra. Við af honum tók H.R. McMaster. Þeim Trump kom þó illa saman og hætti McMaster í mars í fyrra. Bolton tók við af McMaster og entist í um eitt og hálft ár áður en ágreiningur hans og Trump leiddi til þess að hann hætti einnig.I am pleased to announce that I will name Robert C. O'Brien, currently serving as the very successful Special Presidential Envoy for Hostage Affairs at the State Department, as our new National Security Advisor. I have worked long & hard with Robert. He will do a great job!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 18, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump horfinn á braut Forsetinn tilkynnti um að hann hefði beðið John Bolton um að segja af sér í tísti í dag. Bolton segist hafa sagt af sér að eigin frumkvæði. 10. september 2019 16:07 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Sjá meira
Robert O'Brien, sérstakur sendifulltrúi í gíslatökumálum, verður næsti þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Tilkynnti forsetinn um þetta á Twitter í dag. O‘Brien verður fjórði þjóðaröryggisráðgjafi Trump á innan við þremur árum. Í tísti lofaði forsetinn O'Brien og sagðist hafa „unnið lengi og mikið“ með honum. O'Brien ætti eftir að eftir að standa sig vel. Vika er síðan John Bolton, þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði af sér eða var rekinn, allt eftir því hvort leggja beri trúnað á orð Bolton eða forsetans. AP-fréttastofan segir að O'Brien hafi verið á meðal fimm kosta sem Trump íhugaði fyrir stöðuna. Sem sendifulltrúi í gíslatökumálum hjá utanríkisráðuneytinu hafi O'Brien unnið náið með fjölskyldum bandarískra gísla og ráðlagt ríkisstjórninni um gíslatökur. Í tíð George W. Bush og Barack Obama vann O'Brien að samstarfi einka- og opinberra aðila um umbætur í dómsmálum í Afganistan. Frá 2008 til 2011 var O'Brien fulltrúi Bandaríkjaforseta í ráðgjafarnefnd um smygl á fornminjum og öðrum menningarverðmætum. Árið 2005 skipaði Bush forseti hann fulltrúa Bandaríkjanna í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. þar vann O'Brien með forvera sínum Bolton sem var þá sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar. Í starfi Repúblikanaflokksins hefur O'Brien unnið sem ráðgjafi fyrir forsetaframboð Scott Walker, fyrrverandi ríkisstjóra Wisconsin, Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóra Massachusetts, og Ted Cruz, öldungadeildarþingmanns frá Texas. Michael Flynn, hershöfðingi, var fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump árið 2017 en hann sagði af sér innan við mánuði eftir að hann tók formlega við stöðunni. Hann var sakaður um og játaði síðar að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti við rússneskan sendiherra. Við af honum tók H.R. McMaster. Þeim Trump kom þó illa saman og hætti McMaster í mars í fyrra. Bolton tók við af McMaster og entist í um eitt og hálft ár áður en ágreiningur hans og Trump leiddi til þess að hann hætti einnig.I am pleased to announce that I will name Robert C. O'Brien, currently serving as the very successful Special Presidential Envoy for Hostage Affairs at the State Department, as our new National Security Advisor. I have worked long & hard with Robert. He will do a great job!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 18, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump horfinn á braut Forsetinn tilkynnti um að hann hefði beðið John Bolton um að segja af sér í tísti í dag. Bolton segist hafa sagt af sér að eigin frumkvæði. 10. september 2019 16:07 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Sjá meira
Þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump horfinn á braut Forsetinn tilkynnti um að hann hefði beðið John Bolton um að segja af sér í tísti í dag. Bolton segist hafa sagt af sér að eigin frumkvæði. 10. september 2019 16:07