Sádar segjast ætla að sanna aðkomu Íran að árásinni Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2019 08:55 Spenna á milli Sádi-Arabíu og Bandaríkjanna annars vegar og Íran hins vegar er mikil og hefur aukist til muna á undanförnum dögum eftir að umfangsmikil árás var gerð á stóra olíuvinnslu í Sádi-Arabíu. AP/Ríkisstjórn BNA/DigitalGlobe Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina. Hassan Rouhani, forseti Íran, sagði ríkisstjórn sinni að Sádar ættu að líta á árásina sem viðvörun um að hætta stríðsrekstri þeirra í Jemen. Hann gaf í skyn að Hútar hefðu framkvæmt árásina og sagði þá ekki gera loftárásir á sjúkrahús eða skóla, eins og Sádar hafa ítrekað verið sakaðir um í Jemen.Spenna á milli Sádi-Arabíu og Bandaríkjanna annars vegar og Íran hins vegar er mikil og hefur aukist til muna á undanförnum dögum eftir að umfangsmikil árás var gerð á stóra olíuvinnslu í Sádi-Arabíu. Bandaríkjamenn segja vísbendingar um að Íran hafi framkvæmt árásina en Íranar neita því. Hútar, sem eiga í átökum við Sáda og bandamenn þeirra í Jemen og eru studdir af Íran, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Umfang árásarinnar og nákvæmni þykir þó til marks um að Hútar hafi ekki burði til að gera slíka árás. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur varað Bandaríkjamenn við því að ferðast til Sádi-Arabíu og að þeir sem geri það sýni aðgát.Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu mun halda blaðamannafund í dag og í tilkynningu segir að þar verði ljósi varpað á aðkomu Íran að árásinni og að hún hafi ekki verið gerð frá Jemen. AP fréttaveitan hefur eftir sendiherra Sádi-Arabíu í Bretlandi að Sádar séu sannfærðir um að Íranar hafi komið að árásinni. Þeir vilji hins vegar fara sér hægt því það síðasta sem þeir vilji séu frekari átök á svæðinu. Bandaríkin Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir Fullyrða að árásirnar hafi verið gerðar frá Íran Bandarískir embættismenn segja að drónar og flugskeytin í loftárásunum á sádiarabískar olíulindir um helgina hafi komið frá sunnanverðu Íran. 17. september 2019 15:55 Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Gefur lítið fyrir viðræður við Trump Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ekki koma til greina að opna viðræður við Bandaríkin. Mögulega væri hægt að ræða við Bandaríkin í samfloti við önnur ríki, ef Bandaríkin gangi aftur að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. 17. september 2019 08:42 Olíuverð hækkaði um fimmtán prósent í gær Ástæðan eru árásir sem gerðar voru á olíuvinnslustöð í Sádi-Arabíu á laugardag en við það minnkaði olíuframleiðsla heimsins um fimm prósent. 17. september 2019 08:02 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina. Hassan Rouhani, forseti Íran, sagði ríkisstjórn sinni að Sádar ættu að líta á árásina sem viðvörun um að hætta stríðsrekstri þeirra í Jemen. Hann gaf í skyn að Hútar hefðu framkvæmt árásina og sagði þá ekki gera loftárásir á sjúkrahús eða skóla, eins og Sádar hafa ítrekað verið sakaðir um í Jemen.Spenna á milli Sádi-Arabíu og Bandaríkjanna annars vegar og Íran hins vegar er mikil og hefur aukist til muna á undanförnum dögum eftir að umfangsmikil árás var gerð á stóra olíuvinnslu í Sádi-Arabíu. Bandaríkjamenn segja vísbendingar um að Íran hafi framkvæmt árásina en Íranar neita því. Hútar, sem eiga í átökum við Sáda og bandamenn þeirra í Jemen og eru studdir af Íran, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Umfang árásarinnar og nákvæmni þykir þó til marks um að Hútar hafi ekki burði til að gera slíka árás. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur varað Bandaríkjamenn við því að ferðast til Sádi-Arabíu og að þeir sem geri það sýni aðgát.Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu mun halda blaðamannafund í dag og í tilkynningu segir að þar verði ljósi varpað á aðkomu Íran að árásinni og að hún hafi ekki verið gerð frá Jemen. AP fréttaveitan hefur eftir sendiherra Sádi-Arabíu í Bretlandi að Sádar séu sannfærðir um að Íranar hafi komið að árásinni. Þeir vilji hins vegar fara sér hægt því það síðasta sem þeir vilji séu frekari átök á svæðinu.
Bandaríkin Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir Fullyrða að árásirnar hafi verið gerðar frá Íran Bandarískir embættismenn segja að drónar og flugskeytin í loftárásunum á sádiarabískar olíulindir um helgina hafi komið frá sunnanverðu Íran. 17. september 2019 15:55 Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Gefur lítið fyrir viðræður við Trump Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ekki koma til greina að opna viðræður við Bandaríkin. Mögulega væri hægt að ræða við Bandaríkin í samfloti við önnur ríki, ef Bandaríkin gangi aftur að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. 17. september 2019 08:42 Olíuverð hækkaði um fimmtán prósent í gær Ástæðan eru árásir sem gerðar voru á olíuvinnslustöð í Sádi-Arabíu á laugardag en við það minnkaði olíuframleiðsla heimsins um fimm prósent. 17. september 2019 08:02 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Fullyrða að árásirnar hafi verið gerðar frá Íran Bandarískir embættismenn segja að drónar og flugskeytin í loftárásunum á sádiarabískar olíulindir um helgina hafi komið frá sunnanverðu Íran. 17. september 2019 15:55
Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25
Gefur lítið fyrir viðræður við Trump Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ekki koma til greina að opna viðræður við Bandaríkin. Mögulega væri hægt að ræða við Bandaríkin í samfloti við önnur ríki, ef Bandaríkin gangi aftur að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. 17. september 2019 08:42
Olíuverð hækkaði um fimmtán prósent í gær Ástæðan eru árásir sem gerðar voru á olíuvinnslustöð í Sádi-Arabíu á laugardag en við það minnkaði olíuframleiðsla heimsins um fimm prósent. 17. september 2019 08:02
Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15