Fjögurra króna hækkun muni ekki miklu þegar horft er á 350 prósenta álagningu Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2019 20:30 Fjármálaráðherra segir vert að skoða hvað það sé sem raunverulega þrengir að veitingageiranum. Áfengisverð er þrefalt hærra hér en í Evrópu og eru yfirvöld gagnrýnd fyrir hátt áfengisgjald. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp á samfélagsmiðlum í dag hvort ekki kæmi fleira til en hátt áfengisgjald þegar skýra á hátt áfengisverð á Íslandi. Samanburður hagstofu ESB á áfengisverði hefur leitt í ljós að áfengisverð á Íslandi er 168 prósentum hærra en meðaltalið í Evrópu. Eina landið sem kemst nálægt Íslandi í áfengisverði er Noregur þar sem það er 152 prósentum hærra.Áfengisverð á Íslandi er 168 prósentum yfir meðalverði í Evrópu. Eina landið sem kemst nálægt Íslandi er Noregur.Félag atvinnurekenda hefur bent á að þennan gífurlega verðmun megi rekja til mikilla skatta íslenska ríkisins á áfenga drykki. Hefur félagið gagnrýnt að í fjárlagafrumvarpi sé boðuð 2,5 prósenta hækkun á áfengisgjaldi sem og hækkun á álagningu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Ekki hefur þó verið gefið út hve álagning ÁTVR mun hækka mikið.Mynd sem Félag atvinnurekenda vann og sýnir hlut ríkisins í áfengisverði á Íslandi.FABjarni Benediktsson benti á að hann hefði keypt sér bjór á Nordica hótelinu á 1.400 krónur en sami bjór kosti 379 krónur úr ÁTVR. Það sé 370 prósent yfir smásöluverði og ekki sé bara hægt að kenna áfengisgjaldinu um.Uppsöfnuð áhrif af ýmsu „Ég hef líka verið að hugsa um það vegna þess að nú vinnur maður í miðbænum og maður tekur eftir því að margir veitingastaðir eru ýmist að loka eða skipta um eigendur og greinilega í rekstrarerfiðleikum. Þannig að maður hefur aðeins verið að hugsa um þessa hluti og nú er það þannig að áfengisgjaldið mun breytast um um það bil fjórar krónur á venjulega flösku af bjór, með virðisaukaskattsáhrifunum, við að áfengisgjaldið fylgir í humátt eftir verðlagi,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Hann gerir ekki lítið úr því að gjaldið er íþyngjandi og hátt í alþjóðlegum samanburði. Reyndar hafi þó verið nýlega gerð sú breyting að hækka gjaldið en breyta virðisaukaskattinum á móti. Það eitt og sér skýri þó ekki muninn þegar áfengisgjaldið er borið saman við útsöluverð á bjór á veitingastöðum almennt. „Það eru líka viðbrögðin sem ég er að fá frá veitingageiranum. Það eru uppsöfnuð áhrif af ýmsu. Það eru miklar launahækkanir sem hafa átt sér stað á undanförnum árum, leiguverð hefur hækkað mikið, önnur launatengd gjöld eru að hafa hér áhrif og álagningin er greinilega gríðarlega mikil í þessum geira. Jafnvel þó maður tæki af áfengisgjaldinu, tíu til tuttugu prósent, þá sé ég ekki að það myndi breyta öllu varðandi útsöluverðið miðað við hvernig álagningin er.“ Áfengisgjaldið mun hækka um 2,5 prósent samkvæmt því sem boðað er í fjárlagafrumvarpinu en Bjarni segir það fylgja verðlagi. „Fyrir venjulega flösku af bjór, sem er 33 sentílítrar og með fimm prósent áfengisinnihaldi af rúmmáli, er áfengisgjaldið að fara úr 111 krónum upp í 114 krónur.“Skoða hvort hægt sé að létta undir Hann segir ríkisstjórnina ekki hafa gert tillögu um hve álagningin mun hækka mikið hjá ÁTVR en það sé ein af forsendum í fjármálaáætlun. „Að það gæti komið til slíkrar hækkunar en það hefur engin ákvörðun verið tekin um það.“ Spurður hvort tekið verði mið af þessari umræðu við slíka ákvörðun telur Bjarni fulla ástæðu til að velta þeirri spurningum upp hvernig gengur að reka veitingahús almennt á Íslandi í dag.Bjarni segir vert að skoða hvort eitthvað sé hægt að gera til að létta undir með fyrirtækjum í þjónustugeiranum. Vísir/Vilhelm„Hvort það er eitthvað sem við getum gert til að létta undir með öllum þeim þjónustugeira sem er mikilvægur fyrir ferðaþjónustu og blómlegt mannlíf og öflugt atvinnulíf í smærri fyrirtækjum á Íslandi. Áfengisgjaldið er örugglega eitt af því sem hefur áhrif þar og það er tiltölulega hátt en við höfum þó verið að gera breytingar á undanförnum árum, bæði til að lækka tryggingargjald og við færðum áfengi niður í neðra virðisaukaskattsþrepið sem eru aðgerðir sem eiga að skipta máli. Þarna finnst mér að það þurfi heildstæða nálgun, að skoða hvað það er sem raunverulega er að þrengja að mönnum. Ég held að fjögurra króna hækkun á áfengisgjaldi, með virðisaukaskattsáhrifunum, á eina flösku á bjór sé ekki að fara að muna öllu þegar við maður er að horfa upp á 350 prósenta álagningu.“Höfum verið dýrasta land Evrópu Hann segir ástæðu til að fylgjast vel með verðþróun í landinu meðal annars vegna mikilvægis þess fyrir ferðaþjónustuna að geta boðið samkeppnishæf verð. „Við höfum á undanförnum árum verið eitt dýrasta land í Evrópu og það getur haft áhrif á komur ferðamanna til landsins. En það er líka spegilmynd af öðru, sem eru mikil lífskjör á Íslandi, hár kaupmáttur og tiltölulega há laun, kaupmáttur launa er hæstur á Íslandi innan OECD ríkjanna. Þannig að þetta er allt að kallast á hvað við annað. En það verður að gá að því að opinber álagning á atvinnustarfsemi sé ekki orsakavaldurinn sérstaklega.“ Áfengi og tóbak Veitingastaðir Tengdar fréttir Segir hátt áfengisverð í boði fjármálaráðherra og annarra stjórnmálamanna Annars vegar megi rekja hátt verð til opinberra gjalda sem leggjast á vöruna og svo hins vegar með álagningu ÁTVR, sem er í eigu ríkisins. 17. september 2019 18:24 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sjá meira
Fjármálaráðherra segir vert að skoða hvað það sé sem raunverulega þrengir að veitingageiranum. Áfengisverð er þrefalt hærra hér en í Evrópu og eru yfirvöld gagnrýnd fyrir hátt áfengisgjald. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp á samfélagsmiðlum í dag hvort ekki kæmi fleira til en hátt áfengisgjald þegar skýra á hátt áfengisverð á Íslandi. Samanburður hagstofu ESB á áfengisverði hefur leitt í ljós að áfengisverð á Íslandi er 168 prósentum hærra en meðaltalið í Evrópu. Eina landið sem kemst nálægt Íslandi í áfengisverði er Noregur þar sem það er 152 prósentum hærra.Áfengisverð á Íslandi er 168 prósentum yfir meðalverði í Evrópu. Eina landið sem kemst nálægt Íslandi er Noregur.Félag atvinnurekenda hefur bent á að þennan gífurlega verðmun megi rekja til mikilla skatta íslenska ríkisins á áfenga drykki. Hefur félagið gagnrýnt að í fjárlagafrumvarpi sé boðuð 2,5 prósenta hækkun á áfengisgjaldi sem og hækkun á álagningu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Ekki hefur þó verið gefið út hve álagning ÁTVR mun hækka mikið.Mynd sem Félag atvinnurekenda vann og sýnir hlut ríkisins í áfengisverði á Íslandi.FABjarni Benediktsson benti á að hann hefði keypt sér bjór á Nordica hótelinu á 1.400 krónur en sami bjór kosti 379 krónur úr ÁTVR. Það sé 370 prósent yfir smásöluverði og ekki sé bara hægt að kenna áfengisgjaldinu um.Uppsöfnuð áhrif af ýmsu „Ég hef líka verið að hugsa um það vegna þess að nú vinnur maður í miðbænum og maður tekur eftir því að margir veitingastaðir eru ýmist að loka eða skipta um eigendur og greinilega í rekstrarerfiðleikum. Þannig að maður hefur aðeins verið að hugsa um þessa hluti og nú er það þannig að áfengisgjaldið mun breytast um um það bil fjórar krónur á venjulega flösku af bjór, með virðisaukaskattsáhrifunum, við að áfengisgjaldið fylgir í humátt eftir verðlagi,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Hann gerir ekki lítið úr því að gjaldið er íþyngjandi og hátt í alþjóðlegum samanburði. Reyndar hafi þó verið nýlega gerð sú breyting að hækka gjaldið en breyta virðisaukaskattinum á móti. Það eitt og sér skýri þó ekki muninn þegar áfengisgjaldið er borið saman við útsöluverð á bjór á veitingastöðum almennt. „Það eru líka viðbrögðin sem ég er að fá frá veitingageiranum. Það eru uppsöfnuð áhrif af ýmsu. Það eru miklar launahækkanir sem hafa átt sér stað á undanförnum árum, leiguverð hefur hækkað mikið, önnur launatengd gjöld eru að hafa hér áhrif og álagningin er greinilega gríðarlega mikil í þessum geira. Jafnvel þó maður tæki af áfengisgjaldinu, tíu til tuttugu prósent, þá sé ég ekki að það myndi breyta öllu varðandi útsöluverðið miðað við hvernig álagningin er.“ Áfengisgjaldið mun hækka um 2,5 prósent samkvæmt því sem boðað er í fjárlagafrumvarpinu en Bjarni segir það fylgja verðlagi. „Fyrir venjulega flösku af bjór, sem er 33 sentílítrar og með fimm prósent áfengisinnihaldi af rúmmáli, er áfengisgjaldið að fara úr 111 krónum upp í 114 krónur.“Skoða hvort hægt sé að létta undir Hann segir ríkisstjórnina ekki hafa gert tillögu um hve álagningin mun hækka mikið hjá ÁTVR en það sé ein af forsendum í fjármálaáætlun. „Að það gæti komið til slíkrar hækkunar en það hefur engin ákvörðun verið tekin um það.“ Spurður hvort tekið verði mið af þessari umræðu við slíka ákvörðun telur Bjarni fulla ástæðu til að velta þeirri spurningum upp hvernig gengur að reka veitingahús almennt á Íslandi í dag.Bjarni segir vert að skoða hvort eitthvað sé hægt að gera til að létta undir með fyrirtækjum í þjónustugeiranum. Vísir/Vilhelm„Hvort það er eitthvað sem við getum gert til að létta undir með öllum þeim þjónustugeira sem er mikilvægur fyrir ferðaþjónustu og blómlegt mannlíf og öflugt atvinnulíf í smærri fyrirtækjum á Íslandi. Áfengisgjaldið er örugglega eitt af því sem hefur áhrif þar og það er tiltölulega hátt en við höfum þó verið að gera breytingar á undanförnum árum, bæði til að lækka tryggingargjald og við færðum áfengi niður í neðra virðisaukaskattsþrepið sem eru aðgerðir sem eiga að skipta máli. Þarna finnst mér að það þurfi heildstæða nálgun, að skoða hvað það er sem raunverulega er að þrengja að mönnum. Ég held að fjögurra króna hækkun á áfengisgjaldi, með virðisaukaskattsáhrifunum, á eina flösku á bjór sé ekki að fara að muna öllu þegar við maður er að horfa upp á 350 prósenta álagningu.“Höfum verið dýrasta land Evrópu Hann segir ástæðu til að fylgjast vel með verðþróun í landinu meðal annars vegna mikilvægis þess fyrir ferðaþjónustuna að geta boðið samkeppnishæf verð. „Við höfum á undanförnum árum verið eitt dýrasta land í Evrópu og það getur haft áhrif á komur ferðamanna til landsins. En það er líka spegilmynd af öðru, sem eru mikil lífskjör á Íslandi, hár kaupmáttur og tiltölulega há laun, kaupmáttur launa er hæstur á Íslandi innan OECD ríkjanna. Þannig að þetta er allt að kallast á hvað við annað. En það verður að gá að því að opinber álagning á atvinnustarfsemi sé ekki orsakavaldurinn sérstaklega.“
Áfengi og tóbak Veitingastaðir Tengdar fréttir Segir hátt áfengisverð í boði fjármálaráðherra og annarra stjórnmálamanna Annars vegar megi rekja hátt verð til opinberra gjalda sem leggjast á vöruna og svo hins vegar með álagningu ÁTVR, sem er í eigu ríkisins. 17. september 2019 18:24 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sjá meira
Segir hátt áfengisverð í boði fjármálaráðherra og annarra stjórnmálamanna Annars vegar megi rekja hátt verð til opinberra gjalda sem leggjast á vöruna og svo hins vegar með álagningu ÁTVR, sem er í eigu ríkisins. 17. september 2019 18:24