Orkuverðið og umræðan Jón Skafti Gestsson skrifar 17. september 2019 09:35 Líflegar umræður um orkumál undanfarin misseri hafa líklegast ekki farið fram hjá mörgum. Í Bítinu 3. september sl. voru orkumál aftur til umræðu í tilefni samþykktar þriðja orkupakkans. Það er rétt að byrja á að þakka öllum hlutaðeigandi fyrir yfirvegaða og málefnalega umræðu um málaflokkinn. Þó eru nokkur atriði sem undirritaður vill gera athugasemdir við. Gestir og þáttastjórnendur voru sammála um að frá setningu gildandi raforkulaga hafi verðhækkanir verið slíkar að fólki sæi það auðveldlega á rafmagnreikningunum sínum. Reikningarnir væru nú þrír og samanlagt hærri en sá eini sem áður var. Orsökin var sögð vera hækkanir í flutningi og dreifingu, hjá Landsneti og veitufyrirtækjum. Orkustofnun hefði slakað of mikið á eftirlitshlutverki sínu. Þetta stenst tæpast skoðun. Raunverð til heimila hefur hækkað um 8% frá árinu 2006 en stærstur hluti þeirrar hækkunar kemur frá orkuframleiðendum og sölufyrirtækjum. Hlutur þeirra hefur hækkað um 10% úr 5,88 í 6,48 kr/kWst. Til samanburðar kostaði flutningur á raforku hjá Landsneti 2,2 kr/kWst árið 2006 og 2018 var kostnaðurinn 2,25 kr/kWst sem er vissulega hækkun upp á 2% en þar með er ekki öll sagan sögð. Verð á flutningi raforku sveiflast. Það náði lágmarki árið 2012 og hafði þá lækkað um 22%. Að jafnaði hefur verð Landsnets á þessum rúma áratug verið undir 2 kr/kWst.Heimild: EflaSé hlutfallslegur kostnaður skoðaður kemur svipuð mynd í ljós. Hlutfall flutnings af rafmagnsreikningi heimila var 12,6% árið 2006 en er nú 12% Að meðaltali hefur hann hins vegar verið 11% og fór lægst í 9,3%. Tekjur Landsnets af flutningi lúta ströngum reglum. Þær hækka þegar kerfið er styrkt eða endurnýjað en gjaldskráin lækkar þegar flutningur raforku eykst. Orkustofnun veitir Landsneti strangt aðhald og fer fram á ítarlegan rökstuðning til að tryggja að fjárfestingar fari ekki umfram það sem nauðsyn krefur. Eðli fjárfestinganna er hins vegar þannig að sveiflur eru óhjákvæmilegar. Lengri tíma meðaltal hefur hins vegar verið undir kostnaðinum sem var 2006. Undanfarin ár hefur Landsnet unnið að því að styrkja landshlutakerfin til að bæta afhendingaröryggi á landsbyggðinni í samræmi við lögbundið hlutverk sitt um að jafna atvinnutækifæri í landinu. Það hefur leitt til tímabundinnar hækkunar á flutningskostnaði en vonandi dylst engum að án stöðugs og áreiðanlegs rafmagns er rekstur nútímasamfélags ómögulegur. Stóra myndin er samt skýr og það er að kostnaður heimila af raforkuflutningi hefur verið lágur síðan breytingar á raforkulögum árið 2003 leiddu til stofnun Landsnets. Metnaður okkar hjá Landsneti stendur til að svo verði áfram.Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði hjá Landsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Mest lesið Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Sjá meira
Líflegar umræður um orkumál undanfarin misseri hafa líklegast ekki farið fram hjá mörgum. Í Bítinu 3. september sl. voru orkumál aftur til umræðu í tilefni samþykktar þriðja orkupakkans. Það er rétt að byrja á að þakka öllum hlutaðeigandi fyrir yfirvegaða og málefnalega umræðu um málaflokkinn. Þó eru nokkur atriði sem undirritaður vill gera athugasemdir við. Gestir og þáttastjórnendur voru sammála um að frá setningu gildandi raforkulaga hafi verðhækkanir verið slíkar að fólki sæi það auðveldlega á rafmagnreikningunum sínum. Reikningarnir væru nú þrír og samanlagt hærri en sá eini sem áður var. Orsökin var sögð vera hækkanir í flutningi og dreifingu, hjá Landsneti og veitufyrirtækjum. Orkustofnun hefði slakað of mikið á eftirlitshlutverki sínu. Þetta stenst tæpast skoðun. Raunverð til heimila hefur hækkað um 8% frá árinu 2006 en stærstur hluti þeirrar hækkunar kemur frá orkuframleiðendum og sölufyrirtækjum. Hlutur þeirra hefur hækkað um 10% úr 5,88 í 6,48 kr/kWst. Til samanburðar kostaði flutningur á raforku hjá Landsneti 2,2 kr/kWst árið 2006 og 2018 var kostnaðurinn 2,25 kr/kWst sem er vissulega hækkun upp á 2% en þar með er ekki öll sagan sögð. Verð á flutningi raforku sveiflast. Það náði lágmarki árið 2012 og hafði þá lækkað um 22%. Að jafnaði hefur verð Landsnets á þessum rúma áratug verið undir 2 kr/kWst.Heimild: EflaSé hlutfallslegur kostnaður skoðaður kemur svipuð mynd í ljós. Hlutfall flutnings af rafmagnsreikningi heimila var 12,6% árið 2006 en er nú 12% Að meðaltali hefur hann hins vegar verið 11% og fór lægst í 9,3%. Tekjur Landsnets af flutningi lúta ströngum reglum. Þær hækka þegar kerfið er styrkt eða endurnýjað en gjaldskráin lækkar þegar flutningur raforku eykst. Orkustofnun veitir Landsneti strangt aðhald og fer fram á ítarlegan rökstuðning til að tryggja að fjárfestingar fari ekki umfram það sem nauðsyn krefur. Eðli fjárfestinganna er hins vegar þannig að sveiflur eru óhjákvæmilegar. Lengri tíma meðaltal hefur hins vegar verið undir kostnaðinum sem var 2006. Undanfarin ár hefur Landsnet unnið að því að styrkja landshlutakerfin til að bæta afhendingaröryggi á landsbyggðinni í samræmi við lögbundið hlutverk sitt um að jafna atvinnutækifæri í landinu. Það hefur leitt til tímabundinnar hækkunar á flutningskostnaði en vonandi dylst engum að án stöðugs og áreiðanlegs rafmagns er rekstur nútímasamfélags ómögulegur. Stóra myndin er samt skýr og það er að kostnaður heimila af raforkuflutningi hefur verið lágur síðan breytingar á raforkulögum árið 2003 leiddu til stofnun Landsnets. Metnaður okkar hjá Landsneti stendur til að svo verði áfram.Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði hjá Landsneti.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun