Ísland á skömmum tíma náð í skottið á ríkustu þjóðunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2019 15:07 Lilja Alfreðsdóttir, Bjarni Benediktsson og Angel Gurría á kynningu skýrslunnar. Íslenskt efnahagsumhverfi er heilbrigt, jöfnuður óvíða meiri og staða ríkissjóðs traust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland, sem birt var í dag og kynnt á blaðamannafundi. Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar á blaðamannafundi ásamt Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra og Lilju D. Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Að þessu sinni var auk venjubundinnar umfjöllunar um íslensk efnahagsmál sérstaklega fjallað um útgjöld ríkissjóðs og menntamál, segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Í skýrslunni segir að Ísland hafi með skömmum hætti náð í skottið á ríkustu ríkjum OECD. Ytri áhrif og góð stefna hafi ýtt undir hagvöxt, minna atvinnuleysi, lága verðbólgu og stöðugleika í fjármálum ríkisins. Þó sé vöxturinn að taka skarpa u-beygju vegna skyndlegrar fækkunar ferðamanna og veikrar stöðu í útflutningi á sjávarútvegi. Þá séu laun að hækka hraðar en framleiðni. Í skýrslu OECD kemur fram að lífskjör á Íslandi séu með því besta sem þekkist meðal aðildarríkja OECD. Það byggist á miklum hagvexti undanfarin ár með litlu atvinnuleysi, lágri verðbólgu og jákvæðum ytri skilyrðum. Á sama tíma hafi umgjörð hins opinbera verið styrkt og fjármálastjórnin einkennst af varfærni og lækkun skulda. Staða hins opinbera sé því sterk og sjálfbær. OECD er bjartsýnna á þróun hagvaxtar á þessu ári en innlendir aðilar. Stofnunin spáir 0,2% hagvexti á þessu ári og 2,2% á því næsta. Helstu tilmæli OECD lúta að umbótum í menntamálum og ríkisrekstri eins og lesa má hér að neðan.Skýrsluna í heild má lesa hér.Opinber rekstur Virða á umgjörð opinberra fjármála og skuldareglu í lögum um opinber fjármál og lækka skuldir frekar. Hvatt er til að haldið verði áfram með áætlanir um sölu banka. Tryggja ber aðskilnað reksturs og eftirlits í fjármálakerfinu. Auka þarf áherslu á endurmat útgjalda og útvíkka það til stærstu útgjaldasviða ríkisins, ekki síst mennta- og heilbrigðiskerfis, í samræmi við reynslu annarra þjóða. Styrkja stöðu fjármálaráðs t.d. með því að sameina það Ríkisendurskoðun. Forgangsraða í innviðauppbyggingu með arðsemi að leiðarljósi. Auka ætti fjárfestingu í vegum, flutningskerfi rafmagns og gagna. Taka ætti upp veggjöld til að stýra eftirspurn og til reksturs á vegakerfinu. Leggja þarf aukna áherslu á að styðja við atvinnuþátttöku og auka hvata til hennar m.a. með því að draga úr áherslu á bótagreiðslur. Efla ætti heilsugæsluna og auka hliðvörslu að sérfræðilæknum. Auka ætti greiðsluþátttöku í sjúkrahúskostnaði en draga úr henni annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Hvetja þarf til sameininga sveitarfélaga með fjárhagslegum hvötum. Styrkja ætti stjórnsýsluna á höfuðborgarsvæðinu með auknu samstarfi og mögulega koma á svæðisstjórn.Framleiðni og samkeppnishæfni Einfalda ætti rekstrarumhverfi fyrirtækja, sérstaklega í þjónustu- og flutningsgreinum. Draga þarf úr hindrunum fyrir beinni erlendri fjárfestingu. Launaákvarðanir ættu að fylgja framleiðnivexti og treysta þarf umgjörð kjarasamninga. Stuðla að hreyfanleika vinnuafls yfir í framleiðnari greinar með aukinni menntun. Bent er á að vissulega stuðli lítill launamunur að jöfnuði en dragi úr hvata til menntunar og þar með aukinnar verðmætasköpunar.Grænn hagvöxtur Hækka ætti kolefnisskatta og breikka skattstofninn með því að skattleggja losun iðnaðar og landbúnaðar. Tengja ætti styrki í landbúnaði við sjálfbæra landnotkun og umhverfisvæna framleiðslu fremur en magnMenntun og hæfni Bæta gæði kennslu, m.a. með aukinni starfsþjálfun kennara og einstaklingsmiðari endurmenntun þeirra. Lagt er til að tengja launasetningu kennara erfiðleikastigi milli skólastiga í auknum mæli og árangurstengja kennsluna í ríkari mæli. Fjármögnun háskólastigsins ætti að þróa í auknum mæli í takt við árangur nemenda og þarfir vinnumarkaðarins. Auka möguleika á einkafjármögnun, m.a. erlendri, á háskólastiginu sérstaklega á svið rannsókna og þróunar. Efla íslenskukennslu fyrir börn innflytjenda. Þróa líkön til að meta menntunarþörf byggða á nokkrum mismunandi þáttum. Auka verkkunnáttu með meiri samþættingu verk- og bóknáms. Beina fjármagni að hluta til háskólagreina sem skila þekkingu sem vinnumarkaðurinn kallar eftir. Bæta læsi m.a. með því að hafa lestur lengur sem kjarnafag í grunnskóla. Auka þarf mat á árangri í grunnskólakennslu með því að þróa matskerfi. Einfalda umgjörð verknáms og samræma það. Tryggja öllum nemum í verknámi aðgang að verklegu námi og verknámstíma við hæfi. Tryggja aukið samstarf hins opinbera og háskólastofnana. Auka samstarf háskóla við atvinnulífið með því að beina fjármagni í samstarfsverkefni. Hvetja til endurmenntunar, ekki síst þeirra sem ekki eru langskólagengnir. Bæta gagnasöfnun um hæfni og menntun einstaklinga, sem og gagnavinnslu. Halda betur utan um þá þekkingu sem er til staðar og stuðla að því að geta nýtt hana á árangursríkari hátt, ekki síst þekkingu innflytjenda. Bæta íslenskukennslu og bæta og auka mat á erlendum réttindum og hæfni. Herða ætti örorkumatsskilyrðin og auka stuðning við áframhaldandi atvinnuþátttöku. Efnahagsmál Mest lesið Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent „Að teygja alla skanka áður en ég smelli mér í dásamlegu sturtuna“ Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Íslenskt efnahagsumhverfi er heilbrigt, jöfnuður óvíða meiri og staða ríkissjóðs traust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland, sem birt var í dag og kynnt á blaðamannafundi. Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar á blaðamannafundi ásamt Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra og Lilju D. Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Að þessu sinni var auk venjubundinnar umfjöllunar um íslensk efnahagsmál sérstaklega fjallað um útgjöld ríkissjóðs og menntamál, segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Í skýrslunni segir að Ísland hafi með skömmum hætti náð í skottið á ríkustu ríkjum OECD. Ytri áhrif og góð stefna hafi ýtt undir hagvöxt, minna atvinnuleysi, lága verðbólgu og stöðugleika í fjármálum ríkisins. Þó sé vöxturinn að taka skarpa u-beygju vegna skyndlegrar fækkunar ferðamanna og veikrar stöðu í útflutningi á sjávarútvegi. Þá séu laun að hækka hraðar en framleiðni. Í skýrslu OECD kemur fram að lífskjör á Íslandi séu með því besta sem þekkist meðal aðildarríkja OECD. Það byggist á miklum hagvexti undanfarin ár með litlu atvinnuleysi, lágri verðbólgu og jákvæðum ytri skilyrðum. Á sama tíma hafi umgjörð hins opinbera verið styrkt og fjármálastjórnin einkennst af varfærni og lækkun skulda. Staða hins opinbera sé því sterk og sjálfbær. OECD er bjartsýnna á þróun hagvaxtar á þessu ári en innlendir aðilar. Stofnunin spáir 0,2% hagvexti á þessu ári og 2,2% á því næsta. Helstu tilmæli OECD lúta að umbótum í menntamálum og ríkisrekstri eins og lesa má hér að neðan.Skýrsluna í heild má lesa hér.Opinber rekstur Virða á umgjörð opinberra fjármála og skuldareglu í lögum um opinber fjármál og lækka skuldir frekar. Hvatt er til að haldið verði áfram með áætlanir um sölu banka. Tryggja ber aðskilnað reksturs og eftirlits í fjármálakerfinu. Auka þarf áherslu á endurmat útgjalda og útvíkka það til stærstu útgjaldasviða ríkisins, ekki síst mennta- og heilbrigðiskerfis, í samræmi við reynslu annarra þjóða. Styrkja stöðu fjármálaráðs t.d. með því að sameina það Ríkisendurskoðun. Forgangsraða í innviðauppbyggingu með arðsemi að leiðarljósi. Auka ætti fjárfestingu í vegum, flutningskerfi rafmagns og gagna. Taka ætti upp veggjöld til að stýra eftirspurn og til reksturs á vegakerfinu. Leggja þarf aukna áherslu á að styðja við atvinnuþátttöku og auka hvata til hennar m.a. með því að draga úr áherslu á bótagreiðslur. Efla ætti heilsugæsluna og auka hliðvörslu að sérfræðilæknum. Auka ætti greiðsluþátttöku í sjúkrahúskostnaði en draga úr henni annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Hvetja þarf til sameininga sveitarfélaga með fjárhagslegum hvötum. Styrkja ætti stjórnsýsluna á höfuðborgarsvæðinu með auknu samstarfi og mögulega koma á svæðisstjórn.Framleiðni og samkeppnishæfni Einfalda ætti rekstrarumhverfi fyrirtækja, sérstaklega í þjónustu- og flutningsgreinum. Draga þarf úr hindrunum fyrir beinni erlendri fjárfestingu. Launaákvarðanir ættu að fylgja framleiðnivexti og treysta þarf umgjörð kjarasamninga. Stuðla að hreyfanleika vinnuafls yfir í framleiðnari greinar með aukinni menntun. Bent er á að vissulega stuðli lítill launamunur að jöfnuði en dragi úr hvata til menntunar og þar með aukinnar verðmætasköpunar.Grænn hagvöxtur Hækka ætti kolefnisskatta og breikka skattstofninn með því að skattleggja losun iðnaðar og landbúnaðar. Tengja ætti styrki í landbúnaði við sjálfbæra landnotkun og umhverfisvæna framleiðslu fremur en magnMenntun og hæfni Bæta gæði kennslu, m.a. með aukinni starfsþjálfun kennara og einstaklingsmiðari endurmenntun þeirra. Lagt er til að tengja launasetningu kennara erfiðleikastigi milli skólastiga í auknum mæli og árangurstengja kennsluna í ríkari mæli. Fjármögnun háskólastigsins ætti að þróa í auknum mæli í takt við árangur nemenda og þarfir vinnumarkaðarins. Auka möguleika á einkafjármögnun, m.a. erlendri, á háskólastiginu sérstaklega á svið rannsókna og þróunar. Efla íslenskukennslu fyrir börn innflytjenda. Þróa líkön til að meta menntunarþörf byggða á nokkrum mismunandi þáttum. Auka verkkunnáttu með meiri samþættingu verk- og bóknáms. Beina fjármagni að hluta til háskólagreina sem skila þekkingu sem vinnumarkaðurinn kallar eftir. Bæta læsi m.a. með því að hafa lestur lengur sem kjarnafag í grunnskóla. Auka þarf mat á árangri í grunnskólakennslu með því að þróa matskerfi. Einfalda umgjörð verknáms og samræma það. Tryggja öllum nemum í verknámi aðgang að verklegu námi og verknámstíma við hæfi. Tryggja aukið samstarf hins opinbera og háskólastofnana. Auka samstarf háskóla við atvinnulífið með því að beina fjármagni í samstarfsverkefni. Hvetja til endurmenntunar, ekki síst þeirra sem ekki eru langskólagengnir. Bæta gagnasöfnun um hæfni og menntun einstaklinga, sem og gagnavinnslu. Halda betur utan um þá þekkingu sem er til staðar og stuðla að því að geta nýtt hana á árangursríkari hátt, ekki síst þekkingu innflytjenda. Bæta íslenskukennslu og bæta og auka mat á erlendum réttindum og hæfni. Herða ætti örorkumatsskilyrðin og auka stuðning við áframhaldandi atvinnuþátttöku.
Efnahagsmál Mest lesið Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent „Að teygja alla skanka áður en ég smelli mér í dásamlegu sturtuna“ Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira