Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Stjarnan 1-1 | Blikar öruggir með Evrópusæti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2019 22:00 Höskuldur jafnaði fyrir Breiðablik þegar 18 mínútur voru eftir. vísir/vilhelm Breiðablik tryggði sér Evrópusæti með 1-1 jafntefli við Stjörnuna á Kópavogsvelli í kvöld. Sú veika von sem Blikar áttu á að verða Íslandsmeistarar er hins vegar úr sögunni þar sem KR-ingar unnu Valsmenn á sama tíma og tryggðu sér 27. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins. Stjörnumenn eru í 4. sæti deildarinnar með 31 stig, tveimur stigum á eftir FH-ingum sem eru í 3. sætinu, því síðasta sem gefur þátttökurétt í Evrópukeppni. FH á leik til góða á Stjörnuna. Fyrri hálfleikurinn í kvöld var rólegur framan af en eftir um hálftíma stigu Blikar á bensíngjöfina. Haraldur Björnsson varði tvisvar sinnum frá Brynjólfi Darra Willumssyni, einu sinni frá Höskuldi Gunnlaugssyni og Thomas Mikkelsen átti svo skot í stöng. Á 38. mínútu náði Stjarnan forystunni þvert gegn gangi leiksins. Brotið var á Hilmari Árna Halldórssyni á miðjum vellinum en Guðmundur Ársæll Guðmundsson beitti hagnaðarreglunni. Sölvi Snær Guðbjargarson fékk boltann á hægri kantinum, lék á Damir Muminovic og gaf fyrir á Jósef Kristin Jósefsson sem skoraði með skalla. Seinni hálfleikurinn var svipaður þeim fyrri. Blikar sóttu stíft og voru ógnandi. Á 49. mínútu varði Haraldur frábærlega frá Mikkelsen og skömmu síðar skallaði Baldur Sigurðsson í stöngina á marki Breiðabliks. Það var langbesta færi Stjörnunnar í seinni hálfleik. Heimamenn héldu áfram að herja á vörn gestanna og pressan bar loks árangur á 72. mínútu þegar Höskuldur jafnaði með góðu vinstri fótar skoti. Liðin skiptust á að sækja á lokamínútunum en fleiri urðu mörkin ekki. Lokatölur 1-1.Af hverju varð jafntefli? Miðað við gang leiksins og færin sem þeir fengu hefðu Blikar átt að vinna. En sem betur fer fyrir Stjörnumenn var Haraldur frábær í markinu. Gestirnir úr Garðabænum áttu ekki margar sóknir en hefðu samt hæglega getað komist í 0-2 þegar Baldur skallaði í stöngina. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, fjölgaði í sókninni undir lokin en það bar ekki tilætlaðan árangur. Varamaðurinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson fékk ágætis færi eftir hornspyrnu Hilmars Árna en annað var það ekki.Hverjir stóðu upp úr? Haraldur átti sennilega sinn besta leik í sumar; varði oft á tíðum vel og var öruggur í öllum sínum aðgerðum. Brynjar Gauti Guðjónsson átti svo fínan leik í Stjörnuvörninni. Höskuldur og Brynjólfur Darri voru mjög sprækir í liði Blika og ógnuðu stöðugt. Blikamiðjan hafði svo vinninginn í baráttunni við Stjörnumiðjuna.Hvað gekk illa? Stjarnan hélt boltanum illa lengst af og gekk illa að færa liðið framar. Þorsteinn Már Ragnarsson var mjög einmana í framlínunni og fékk lítinn stuðning. Hilmar Árni var lítt áberandi og Eyjólfur Héðinsson átti erfitt uppdráttar á miðju Stjörnunnar.Hvað gerist næst? Á sunnudaginn sækir Breiðablik botnlið ÍBV heim á meðan Stjarnan fer upp í Árbæ og mætir Fylki.Ágúst hefur komið Blikum í Evrópukeppni tvö ár í röð.vísir/báraÁgúst: Þurfum að byggja ofan á það sem við höfum Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, kveðst sáttur með að Blikar séu búnir að landa Evrópusæti. „Það er fínt að ná Evrópusæti annað árið í röð. Við vildum ná jafnvægi í félagið og við höfum komist í Evrópukeppni tvö ár í röð sem er ásættanlegt,“ sagði Ágúst eftir jafnteflið við Stjörnuna. Blikar áttu enn smá möguleika á Íslandsmeistaratitlinum fyrir leiki kvöldsins en hann er úr sögunni eftir sigur KR-inga á Hlíðarenda. „Við vissum að Valsarar þyrftu að gera eitthvað á sínum heimavelli. En KR-ingar unnu og við vissum það undir lokin. Við óskum þeim til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. Þeir eru með flott lið og vel að þessu komnir,“ sagði Ágúst. „Við þurfum að byggja ofan á það sem við höfum og fara að hugsa um næsta ár. En við viljum tryggja okkur 2. sætið.“ Ágúst fannst sínir menn verðskulda sigur í kvöld. „Jú, miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Við tókum yfir í seinni hálfleik og vorum mjög kraftmiklir eins og í síðustu leikjum. Við gerðum harða hríð að marki Stjörnunni og skoruðum en ég hefði viljað sjá okkur nýta færin betur.“ Ágúst á von á því að hann verði áfram þjálfari Breiðabliks. „Það er ekkert klárt en ég vænti þess. Miðað við árangurinn tel ég það nokkuð víst,“ sagði Ágúst að endingu.Rúnar Páll viðurkenndi að sínir menn hefðu átt í vandræðum á köflum í kvöld.vísir/báraRúnar Páll: Vonumst til að FH misstígi sig „Þetta var svakalegur leikur. Þetta var fram og til baka og gat dottið báðum megin. Ég er fúll að hafa ekki unnið. En svona er þetta. Við mættum frábæru liði Breiðabliks og áttum undir högg að sækja á tíma. Við vörðumst ágætlega en þeir sköpuðu samt færi sem Haraldur varði feykilega vel. Við skoruðum gegn gangi leiksins í fyrri hálfleik en markið var frábært,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir jafnteflið við Breiðablik í kvöld. „Við höldum ótrauðir áfram og ætlum að vinna Fylki á sunnudaginn. Við náðum ekki markmiði okkar í dag en fengum eitt stig sem við verðum að sætta okkur við.“ Von Stjörnunnar á að ná Evrópusæti er frekar veik en liðið þarf að treysta á að FH stígi feilspor. „Við þurfum að hugsa um okkur sjálfa og síðan kemur í ljós hvernig þetta endar. Við þurfum að vinna og vonast til að FH misstígi sig,“ sagði Rúnar Páll. Hann segir að hann verði þjálfari Stjörnunnar á næsta tímabili. „Ég verð áfram með liðið. Það er alveg klárt,“ sagði Rúnar Páll. En hvert stefnir Stjarnan á næsta tímabili? „Stefnan í Garðabænum er alltaf að vinna titla. Það er bara þannig. Okkur gekk ekki nógu vel með það í ár en við reynum aftur á næsta ári,“ svaraði Rúnar Páll. Pepsi Max-deild karla
Breiðablik tryggði sér Evrópusæti með 1-1 jafntefli við Stjörnuna á Kópavogsvelli í kvöld. Sú veika von sem Blikar áttu á að verða Íslandsmeistarar er hins vegar úr sögunni þar sem KR-ingar unnu Valsmenn á sama tíma og tryggðu sér 27. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins. Stjörnumenn eru í 4. sæti deildarinnar með 31 stig, tveimur stigum á eftir FH-ingum sem eru í 3. sætinu, því síðasta sem gefur þátttökurétt í Evrópukeppni. FH á leik til góða á Stjörnuna. Fyrri hálfleikurinn í kvöld var rólegur framan af en eftir um hálftíma stigu Blikar á bensíngjöfina. Haraldur Björnsson varði tvisvar sinnum frá Brynjólfi Darra Willumssyni, einu sinni frá Höskuldi Gunnlaugssyni og Thomas Mikkelsen átti svo skot í stöng. Á 38. mínútu náði Stjarnan forystunni þvert gegn gangi leiksins. Brotið var á Hilmari Árna Halldórssyni á miðjum vellinum en Guðmundur Ársæll Guðmundsson beitti hagnaðarreglunni. Sölvi Snær Guðbjargarson fékk boltann á hægri kantinum, lék á Damir Muminovic og gaf fyrir á Jósef Kristin Jósefsson sem skoraði með skalla. Seinni hálfleikurinn var svipaður þeim fyrri. Blikar sóttu stíft og voru ógnandi. Á 49. mínútu varði Haraldur frábærlega frá Mikkelsen og skömmu síðar skallaði Baldur Sigurðsson í stöngina á marki Breiðabliks. Það var langbesta færi Stjörnunnar í seinni hálfleik. Heimamenn héldu áfram að herja á vörn gestanna og pressan bar loks árangur á 72. mínútu þegar Höskuldur jafnaði með góðu vinstri fótar skoti. Liðin skiptust á að sækja á lokamínútunum en fleiri urðu mörkin ekki. Lokatölur 1-1.Af hverju varð jafntefli? Miðað við gang leiksins og færin sem þeir fengu hefðu Blikar átt að vinna. En sem betur fer fyrir Stjörnumenn var Haraldur frábær í markinu. Gestirnir úr Garðabænum áttu ekki margar sóknir en hefðu samt hæglega getað komist í 0-2 þegar Baldur skallaði í stöngina. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, fjölgaði í sókninni undir lokin en það bar ekki tilætlaðan árangur. Varamaðurinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson fékk ágætis færi eftir hornspyrnu Hilmars Árna en annað var það ekki.Hverjir stóðu upp úr? Haraldur átti sennilega sinn besta leik í sumar; varði oft á tíðum vel og var öruggur í öllum sínum aðgerðum. Brynjar Gauti Guðjónsson átti svo fínan leik í Stjörnuvörninni. Höskuldur og Brynjólfur Darri voru mjög sprækir í liði Blika og ógnuðu stöðugt. Blikamiðjan hafði svo vinninginn í baráttunni við Stjörnumiðjuna.Hvað gekk illa? Stjarnan hélt boltanum illa lengst af og gekk illa að færa liðið framar. Þorsteinn Már Ragnarsson var mjög einmana í framlínunni og fékk lítinn stuðning. Hilmar Árni var lítt áberandi og Eyjólfur Héðinsson átti erfitt uppdráttar á miðju Stjörnunnar.Hvað gerist næst? Á sunnudaginn sækir Breiðablik botnlið ÍBV heim á meðan Stjarnan fer upp í Árbæ og mætir Fylki.Ágúst hefur komið Blikum í Evrópukeppni tvö ár í röð.vísir/báraÁgúst: Þurfum að byggja ofan á það sem við höfum Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, kveðst sáttur með að Blikar séu búnir að landa Evrópusæti. „Það er fínt að ná Evrópusæti annað árið í röð. Við vildum ná jafnvægi í félagið og við höfum komist í Evrópukeppni tvö ár í röð sem er ásættanlegt,“ sagði Ágúst eftir jafnteflið við Stjörnuna. Blikar áttu enn smá möguleika á Íslandsmeistaratitlinum fyrir leiki kvöldsins en hann er úr sögunni eftir sigur KR-inga á Hlíðarenda. „Við vissum að Valsarar þyrftu að gera eitthvað á sínum heimavelli. En KR-ingar unnu og við vissum það undir lokin. Við óskum þeim til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. Þeir eru með flott lið og vel að þessu komnir,“ sagði Ágúst. „Við þurfum að byggja ofan á það sem við höfum og fara að hugsa um næsta ár. En við viljum tryggja okkur 2. sætið.“ Ágúst fannst sínir menn verðskulda sigur í kvöld. „Jú, miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Við tókum yfir í seinni hálfleik og vorum mjög kraftmiklir eins og í síðustu leikjum. Við gerðum harða hríð að marki Stjörnunni og skoruðum en ég hefði viljað sjá okkur nýta færin betur.“ Ágúst á von á því að hann verði áfram þjálfari Breiðabliks. „Það er ekkert klárt en ég vænti þess. Miðað við árangurinn tel ég það nokkuð víst,“ sagði Ágúst að endingu.Rúnar Páll viðurkenndi að sínir menn hefðu átt í vandræðum á köflum í kvöld.vísir/báraRúnar Páll: Vonumst til að FH misstígi sig „Þetta var svakalegur leikur. Þetta var fram og til baka og gat dottið báðum megin. Ég er fúll að hafa ekki unnið. En svona er þetta. Við mættum frábæru liði Breiðabliks og áttum undir högg að sækja á tíma. Við vörðumst ágætlega en þeir sköpuðu samt færi sem Haraldur varði feykilega vel. Við skoruðum gegn gangi leiksins í fyrri hálfleik en markið var frábært,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir jafnteflið við Breiðablik í kvöld. „Við höldum ótrauðir áfram og ætlum að vinna Fylki á sunnudaginn. Við náðum ekki markmiði okkar í dag en fengum eitt stig sem við verðum að sætta okkur við.“ Von Stjörnunnar á að ná Evrópusæti er frekar veik en liðið þarf að treysta á að FH stígi feilspor. „Við þurfum að hugsa um okkur sjálfa og síðan kemur í ljós hvernig þetta endar. Við þurfum að vinna og vonast til að FH misstígi sig,“ sagði Rúnar Páll. Hann segir að hann verði þjálfari Stjörnunnar á næsta tímabili. „Ég verð áfram með liðið. Það er alveg klárt,“ sagði Rúnar Páll. En hvert stefnir Stjarnan á næsta tímabili? „Stefnan í Garðabænum er alltaf að vinna titla. Það er bara þannig. Okkur gekk ekki nógu vel með það í ár en við reynum aftur á næsta ári,“ svaraði Rúnar Páll.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti