Feðgar komu lögreglu á spor reiðhjólaþjófs í Vesturbænum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2019 10:30 Töluvert hefur borið á bíræfnum hjólaþjófum í Vesturbænum síðustu misseri. Vísir/getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á fimmtudag í síðustu viku sem staðinn var að því að stela reiðhjóli í Vesturbæ Reykjavíkur. Eigandi hjólsins, ungur Vesturbæingur, fékk ábendingu um að hjólinu hefði verið stolið og hafði faðir hans að endingu hendur í hári þjófsins. Hjólaþjófar hafa verið iðnir við kolann á höfuðborgarsvæðið í sumar. Þá virðast þeir einkum hafa herjað á Vesturbæinga, ef marka má umræður inni á Facebook-hóp íbúa í hverfinu, en þar er nær daglegt brauð að reiðhjól séu tilkynnt stolin.Sjá einnig: 245 hjólum stolið það sem af er ári „Það voru drengir sem láta vin sinn vita að þeir hafi séð hjólið hans í umferð,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um aðdraganda málsins í samtali við Vísi. Drengurinn hafi svo látið föður sinn vita, sem að endingu fann bæði hjólið og þjófinn í hjólageymslu á heimili þess síðastnefnda. Hjóli drengsins var þannig komið í hendur eiganda síns en lögregla lagði auk þess hald á eitt reiðhjól til viðbótar á vettvangi. Maðurinn var handtekinn og yfirheyrður samdægurs en síðar sleppt. Málið er nú til rannsóknar. Verið er að kanna hvort maðurinn hafi stolið fleiri hjólum. „Við erum að kanna hvort hann sé einn af þessum sem er stórtækur í þessu eða ekki,“ segir Guðmundur Pétur. Eins og áður segir hefur umræða um hjólaþjófnað borið nokkuð hátt það sem af er ári. Nú síðast í júlí varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að enn bæri nokkuð á bíræfnum reiðhjólaþjófum sem veigri sér ekki við því að klippa á lása eða fara inn í hjólageymslur. Þá bæri á því að þjófarnir steli hjólunum með það að markmiði að selja þau. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hjólaþjófar óhræddir við að fara inn í hjólageymslur Reiðhjólaþjófnaður hefur verið í umræðunni undanfarið en greint var frá því fyrr í mánuðinum að 245 hjólum hafi verið stolið það sem af er ári. 12. júlí 2019 12:33 Grunur um skipulagðan hjólaþjófnað Undanfarna mánuði hefur reiðhjólaþjófnaður færst í vöxt og grunur leikur á að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Klippt er á lása og brotist inn í reiðhjólageymslur til að stela hjólunum. 5. júlí 2019 06:15 Hjól þurfa að vera læst Reiðhjól sem er stolið utandyra þarf að hafa verið læst til að bætur fáist frá tryggingafélögum. 8. júlí 2019 06:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á fimmtudag í síðustu viku sem staðinn var að því að stela reiðhjóli í Vesturbæ Reykjavíkur. Eigandi hjólsins, ungur Vesturbæingur, fékk ábendingu um að hjólinu hefði verið stolið og hafði faðir hans að endingu hendur í hári þjófsins. Hjólaþjófar hafa verið iðnir við kolann á höfuðborgarsvæðið í sumar. Þá virðast þeir einkum hafa herjað á Vesturbæinga, ef marka má umræður inni á Facebook-hóp íbúa í hverfinu, en þar er nær daglegt brauð að reiðhjól séu tilkynnt stolin.Sjá einnig: 245 hjólum stolið það sem af er ári „Það voru drengir sem láta vin sinn vita að þeir hafi séð hjólið hans í umferð,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um aðdraganda málsins í samtali við Vísi. Drengurinn hafi svo látið föður sinn vita, sem að endingu fann bæði hjólið og þjófinn í hjólageymslu á heimili þess síðastnefnda. Hjóli drengsins var þannig komið í hendur eiganda síns en lögregla lagði auk þess hald á eitt reiðhjól til viðbótar á vettvangi. Maðurinn var handtekinn og yfirheyrður samdægurs en síðar sleppt. Málið er nú til rannsóknar. Verið er að kanna hvort maðurinn hafi stolið fleiri hjólum. „Við erum að kanna hvort hann sé einn af þessum sem er stórtækur í þessu eða ekki,“ segir Guðmundur Pétur. Eins og áður segir hefur umræða um hjólaþjófnað borið nokkuð hátt það sem af er ári. Nú síðast í júlí varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að enn bæri nokkuð á bíræfnum reiðhjólaþjófum sem veigri sér ekki við því að klippa á lása eða fara inn í hjólageymslur. Þá bæri á því að þjófarnir steli hjólunum með það að markmiði að selja þau.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hjólaþjófar óhræddir við að fara inn í hjólageymslur Reiðhjólaþjófnaður hefur verið í umræðunni undanfarið en greint var frá því fyrr í mánuðinum að 245 hjólum hafi verið stolið það sem af er ári. 12. júlí 2019 12:33 Grunur um skipulagðan hjólaþjófnað Undanfarna mánuði hefur reiðhjólaþjófnaður færst í vöxt og grunur leikur á að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Klippt er á lása og brotist inn í reiðhjólageymslur til að stela hjólunum. 5. júlí 2019 06:15 Hjól þurfa að vera læst Reiðhjól sem er stolið utandyra þarf að hafa verið læst til að bætur fáist frá tryggingafélögum. 8. júlí 2019 06:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Hjólaþjófar óhræddir við að fara inn í hjólageymslur Reiðhjólaþjófnaður hefur verið í umræðunni undanfarið en greint var frá því fyrr í mánuðinum að 245 hjólum hafi verið stolið það sem af er ári. 12. júlí 2019 12:33
Grunur um skipulagðan hjólaþjófnað Undanfarna mánuði hefur reiðhjólaþjófnaður færst í vöxt og grunur leikur á að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Klippt er á lása og brotist inn í reiðhjólageymslur til að stela hjólunum. 5. júlí 2019 06:15
Hjól þurfa að vera læst Reiðhjól sem er stolið utandyra þarf að hafa verið læst til að bætur fáist frá tryggingafélögum. 8. júlí 2019 06:00