Aldrei séð viðlíka úrkomu: „Þetta er svo langur tími og svo mikið magn“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. september 2019 14:10 Yfirvöld á spáni hafa staðfest að minnst þrír létust í flóðunum í suðausturhluta Spánar. Vísir/EPA Í gær mældist mesta úrkoma í suðausturhluta Spánar frá upphafi mælinga. Guðrún Helga Gísladóttir, sem búsett er í borginni Murcia á suðausturhluta Spánar segist aldrei hafa séð viðlíka úrkomu og í Murcia í gær. Hún hefur verið búsett í borginni í sextán ár. Talið er að minnst þrír séu látnir í flóðunum og þar á meðal systkini á sextugsaldri sem fundust látin í bifreið sinni eftir að vatnsflaumurinn hreif hana með sér og þau drukknað. Þetta gerðist í bænum Caudete sem er um hundrað kílómetra suðvestan við borgina Valencia. Ár hafa flætt yfir bakka sína og vatnsflaumurinn hrifsað til sín fjölda bíla og annað lauslegt. Lestar- og flugsamgöngur liggja niðri á svæðunum sem urðu verst úti auk þess sem skólahald liggur niðri. „Við fengum að vita af þessu á mánudag, þriðjudag og ég var farin að hafa áhyggjur af því að fara í vinnuna, ég vinn hérna tuttugu kílómetrum í burtu, hérna upp í fjallaþorpi, og ég var alveg farin að hafa áhyggjur af þessu en svo lokuðu þeir öllum skólum bæði á fimmtudag og föstudag þannig að ég þurfti ekki að hreyfa mig. Manni var ekkert alveg sama. Ég hef alveg orðið vör við svona rigningar en ekki svona, en ekki í neinni líkingu við þetta. Þetta er svo langur tími, svo mikið magn,“ segir Guðrún Helga. Bæjarstjórinn hefur lýst yfir svæðinu sem hamfarasvæði og rauð veðurviðvörun er í gildi. „Allar skemmdir eru ekki komnar í ljós enn og Murcia og Valencia hérað og það sem er næst Alicante er það sem hefur orðið verst úti.“ Guðrún Helga vonar að það versta sé yfirstaðið. „Sólin er komin í gegn núna og göturnar eru að þorna, en ég veit að á stöðunum þar sem „römblurnar“ eru og þar sem aðalvatnsflaumurinn er er ennþá fullt af vatni. Þannig að þetta er ekkert alveg búið en það virðist vera að slaka á þessu og það hefur ekki rignt núna í rúman klukkutíma líklega þannig að þetta virðist vera á uppleið.“ Spánn Veður Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Sjá meira
Í gær mældist mesta úrkoma í suðausturhluta Spánar frá upphafi mælinga. Guðrún Helga Gísladóttir, sem búsett er í borginni Murcia á suðausturhluta Spánar segist aldrei hafa séð viðlíka úrkomu og í Murcia í gær. Hún hefur verið búsett í borginni í sextán ár. Talið er að minnst þrír séu látnir í flóðunum og þar á meðal systkini á sextugsaldri sem fundust látin í bifreið sinni eftir að vatnsflaumurinn hreif hana með sér og þau drukknað. Þetta gerðist í bænum Caudete sem er um hundrað kílómetra suðvestan við borgina Valencia. Ár hafa flætt yfir bakka sína og vatnsflaumurinn hrifsað til sín fjölda bíla og annað lauslegt. Lestar- og flugsamgöngur liggja niðri á svæðunum sem urðu verst úti auk þess sem skólahald liggur niðri. „Við fengum að vita af þessu á mánudag, þriðjudag og ég var farin að hafa áhyggjur af því að fara í vinnuna, ég vinn hérna tuttugu kílómetrum í burtu, hérna upp í fjallaþorpi, og ég var alveg farin að hafa áhyggjur af þessu en svo lokuðu þeir öllum skólum bæði á fimmtudag og föstudag þannig að ég þurfti ekki að hreyfa mig. Manni var ekkert alveg sama. Ég hef alveg orðið vör við svona rigningar en ekki svona, en ekki í neinni líkingu við þetta. Þetta er svo langur tími, svo mikið magn,“ segir Guðrún Helga. Bæjarstjórinn hefur lýst yfir svæðinu sem hamfarasvæði og rauð veðurviðvörun er í gildi. „Allar skemmdir eru ekki komnar í ljós enn og Murcia og Valencia hérað og það sem er næst Alicante er það sem hefur orðið verst úti.“ Guðrún Helga vonar að það versta sé yfirstaðið. „Sólin er komin í gegn núna og göturnar eru að þorna, en ég veit að á stöðunum þar sem „römblurnar“ eru og þar sem aðalvatnsflaumurinn er er ennþá fullt af vatni. Þannig að þetta er ekkert alveg búið en það virðist vera að slaka á þessu og það hefur ekki rignt núna í rúman klukkutíma líklega þannig að þetta virðist vera á uppleið.“
Spánn Veður Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Sjá meira