700 milljóna króna þjófnaður ekki upplýstur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. september 2019 18:45 Sjö hundruð milljóna króna þjófnaður frá íslensku fyrirtæki, er enn til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. Leið netglæpamanna í svikum sem þessum er oftast að falsa tölvupósta til starfsmanna fyrirtækja, í nafni stjórnenda.Í fréttum í byrjun vikunnar var greint frá því að starfsmenn HS orku hefðu uppgötvað að brotist hefði verið inn í tölvukerfi félagsins og sviknir út umtalsverðir fjármunir eða um fjögur hundruð milljónir króna. Var það gert með innbroti í tölvupóstssamskipti. Á síðustu tveimur árum hafa netglæpamenn stolið hátt í tveimur milljörðum af íslenskum fyrirtækjum með meðal annars með fyrrgreindum hætti. Embætti héraðssaksóknar hefur annað slíkt mál til rannsóknar þar sem sjö hundruð milljónum var stolið. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari sagði í samtali við fréttastofu í dag að málið væri enn til rannsóknar. Það væri erfitt viðureignar þar sem það teygi sig út fyrir landsteinanna en að öðru leyti gæti hann ekki tjáð sig. Fyrirtæki og stofnanir sem verða fyrir slíkum þjófnaði upplifa oft skömm og niðurlægingu þegar netglæpamönnum tekst að hafa af þeim fjármuni með þessum hætti. Þjófnaðurinn er nefndur fyrirmælafölsun eða „business e-mail compromise.“ Svikin fara fram með þeim hætti að falsaðir tölvupóstar eru sendir til starfsmanna fyrirtækja, oft undir nafni stjórnenda. Í póstinum eru fölsk fyrirmæli um að greiðsla skuli framkvæmd með hraði. Í þessum tilfellum hafa netglæpamenn undirbúið sig vel og skipulagt ferlið með þeim hætti að móttakandi fyrirmælanna sjái ekki neinn mun á falsaða póstinum og eðlilegum greiðslufyrirmælum. Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Peningarnir í langflestum tilfellum glataðir Mjög erfitt er fyrir fyrirtæki sem lenda í klóm netþjófa að endurheimta þá fjármuni sem þjófarnir ná til sín. Þetta segir lögreglumaður og að málin teygi oft anga sína víða líkt og til Ísraels og Norður-Afríku. 10. september 2019 12:12 Netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum frá íslenskum fyrirtækjum Í einu tilfelli náðu þeir að svíkja um 700 milljónir króna af einu og sama fyrirtækinu. 9. september 2019 19:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Sjö hundruð milljóna króna þjófnaður frá íslensku fyrirtæki, er enn til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. Leið netglæpamanna í svikum sem þessum er oftast að falsa tölvupósta til starfsmanna fyrirtækja, í nafni stjórnenda.Í fréttum í byrjun vikunnar var greint frá því að starfsmenn HS orku hefðu uppgötvað að brotist hefði verið inn í tölvukerfi félagsins og sviknir út umtalsverðir fjármunir eða um fjögur hundruð milljónir króna. Var það gert með innbroti í tölvupóstssamskipti. Á síðustu tveimur árum hafa netglæpamenn stolið hátt í tveimur milljörðum af íslenskum fyrirtækjum með meðal annars með fyrrgreindum hætti. Embætti héraðssaksóknar hefur annað slíkt mál til rannsóknar þar sem sjö hundruð milljónum var stolið. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari sagði í samtali við fréttastofu í dag að málið væri enn til rannsóknar. Það væri erfitt viðureignar þar sem það teygi sig út fyrir landsteinanna en að öðru leyti gæti hann ekki tjáð sig. Fyrirtæki og stofnanir sem verða fyrir slíkum þjófnaði upplifa oft skömm og niðurlægingu þegar netglæpamönnum tekst að hafa af þeim fjármuni með þessum hætti. Þjófnaðurinn er nefndur fyrirmælafölsun eða „business e-mail compromise.“ Svikin fara fram með þeim hætti að falsaðir tölvupóstar eru sendir til starfsmanna fyrirtækja, oft undir nafni stjórnenda. Í póstinum eru fölsk fyrirmæli um að greiðsla skuli framkvæmd með hraði. Í þessum tilfellum hafa netglæpamenn undirbúið sig vel og skipulagt ferlið með þeim hætti að móttakandi fyrirmælanna sjái ekki neinn mun á falsaða póstinum og eðlilegum greiðslufyrirmælum.
Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Peningarnir í langflestum tilfellum glataðir Mjög erfitt er fyrir fyrirtæki sem lenda í klóm netþjófa að endurheimta þá fjármuni sem þjófarnir ná til sín. Þetta segir lögreglumaður og að málin teygi oft anga sína víða líkt og til Ísraels og Norður-Afríku. 10. september 2019 12:12 Netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum frá íslenskum fyrirtækjum Í einu tilfelli náðu þeir að svíkja um 700 milljónir króna af einu og sama fyrirtækinu. 9. september 2019 19:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Peningarnir í langflestum tilfellum glataðir Mjög erfitt er fyrir fyrirtæki sem lenda í klóm netþjófa að endurheimta þá fjármuni sem þjófarnir ná til sín. Þetta segir lögreglumaður og að málin teygi oft anga sína víða líkt og til Ísraels og Norður-Afríku. 10. september 2019 12:12
Netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum frá íslenskum fyrirtækjum Í einu tilfelli náðu þeir að svíkja um 700 milljónir króna af einu og sama fyrirtækinu. 9. september 2019 19:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent