Kvikugúll gæti sprungið með miklu sprengigosi en einnig verið friðsæll Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2019 20:30 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Stöð 2/Einar Árnason. Kvikugúll í Kötlu gæti sprungið með gríðarlegu sprengigosi, líkt og gerðist í Öskju 1875, en gúlagos geta einnig verið tiltölulega friðsæl. Að mati jarðvísindamanna gæti fjallhrapið í Mýrdalsjökli einnig endað með hamfaraberghlaupi, í líkingu við Steinsholtshlaupið fyrir hálfri öld. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þegar við veltum því upp hvað gæti mögulega gerst í því mikla en hægfara fjallhrapi, sem vísindamenn hafa nýlega uppgötvað í vestanverðum Mýrdalsjökli, er fróðlegt að rifja upp hamfarir sem urðu við Steinsholtsjökul, einn skriðjökla Eyjafjallajökuls, þann 15. janúar árið 1967.Horft inn að Steinsholtsjökli. Berghlaupið frá 1967 sést fyrir miðri mynd en fjallshlíðin hrundi þá niður í jökullónið.Stöð 2/KMU.Þá hrundi fjallshlíð niður í jökullónið við skriðjökulinn og olli mikilli flóðbylgju allt niður í Markarfljót, sem bar með sér grjóturð langar leiðir. „Þá gerðist þetta á svipstundu og varð úr flóð og gríðarlegur efnisflutningur, - stórgrýti sem þeyttist þarna fram á grundirnar fyrir framan fjallið. Fólk þekkir þetta sem keyrir í Þórsmörk, ef það keyrir á milli þessara steina,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um Steinsholtshlaupið. En gætum við séð það gerast við Tungnakvíslarjökul að fjallshlíðin þar félli niður með sama hætti?Páll Einarsson skoðar fjallhrapið við Tungnakvíslarjökul úr þyrlu Norðurflugs.Stöð 2/KMU.„Það er hugsanlegt að það gerist í svona hamfaraatburði. Það er þegar orðinn meiriháttar atburður, án þess að menn hafi í raun og veru tekið eftir honum, vegna þess að hann gekk það hægt fyrir sig. Þessu hafa fylgt jarðskjálftar. Við vitum ekki hvað fylgir hverju. Það virðist eins og skjálftavirknin þarna í gegnum árin, að hún sé frekar afleiðing af því sama, eins og skriðan. Það er að segja, ef þetta er gúll að rísa þarna undir þá veldur hann skjálftum og líka skriðu,“ segir Páll. Sjá einnig hér: Rísandi leynigúll í Kötlu gæti skýrt fjallhrap í Mýrdalsjökli.Séð niður Tungnakvíslarjökul í átt að Þórsmörk og Goðalandi. Fjallið Moldi til hægri er að síga niður um þrjá millimetra á dag eða um nærri tíu sentímetra á mánuði.Stöð 2/Einar Árnason.Á heimasíðu Almannavarna má lesa fjórtán ára gamla grein Páls og fleiri vísindamanna um Kötlu og þar er gúlagos við Goðabungu tekið sem dæmi um mögulega atburðarás. Gúlagos geti verið tiltölulega friðsæl, og er nefnt nýlegt dæmi um slíkt frá Usu-eldfjallinu í Japan. Á hinn bóginn gæti kvikugúll sprungið í miklu sprengigosi, eins og gerðist árið 1980 í Mount St. Helens-eldfjallinu í Washington-ríki í Bandaríkjunum, og einnig í sprengigosinu mikla í Öskju árið 1875 og í Víti við Kröflu árið 1724 við upphaf Mývatnselda, að því er fram kemur í greininni. Vísindamenn segja þó ekkert benda til að stóratburðir séu yfirvofandi á þessari stundu. „En þetta samhengi er sem sagt ennþá ekki búið að fullskýra og þetta verður rannsóknarverkefni fólks núna á næstu mánuðum og árum,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos og jarðhræringar Katla Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Tengdar fréttir Vísbendingar um að eldstöðin Katla sé nálægt brotmörkum Merki eru um að Katla sé að undirbúa gos og vísbendingar um að eldfjallið sé komið nálægt brotmörkum. Aðdragandi eldgoss gæti orðið stuttur. 22. ágúst 2019 21:42 Rísandi leynigúll í Kötlu gæti skýrt fjallhrap í Mýrdalsjökli Jarðvísindamenn hafa uppgötvað meiriháttar fjallhrap í vestanverðum Mýrdalsjökli þar sem fjallshlíð er að skríða fram um þrjá millimetra á dag. 9. september 2019 20:53 Eldstöðin Katla vöktuð þvers og kruss úr lofti Flugvél Isavia, TF-FMS, flaug fjölda ferða yfir Mýrdalsjökul í morgun, þvers og kruss, og í aðeins 300 feta hæð yfir jöklinum. Flugferðirnar sáust vel á flugratsjársíðunni Flightradar24. 29. maí 2019 15:24 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira
Kvikugúll í Kötlu gæti sprungið með gríðarlegu sprengigosi, líkt og gerðist í Öskju 1875, en gúlagos geta einnig verið tiltölulega friðsæl. Að mati jarðvísindamanna gæti fjallhrapið í Mýrdalsjökli einnig endað með hamfaraberghlaupi, í líkingu við Steinsholtshlaupið fyrir hálfri öld. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þegar við veltum því upp hvað gæti mögulega gerst í því mikla en hægfara fjallhrapi, sem vísindamenn hafa nýlega uppgötvað í vestanverðum Mýrdalsjökli, er fróðlegt að rifja upp hamfarir sem urðu við Steinsholtsjökul, einn skriðjökla Eyjafjallajökuls, þann 15. janúar árið 1967.Horft inn að Steinsholtsjökli. Berghlaupið frá 1967 sést fyrir miðri mynd en fjallshlíðin hrundi þá niður í jökullónið.Stöð 2/KMU.Þá hrundi fjallshlíð niður í jökullónið við skriðjökulinn og olli mikilli flóðbylgju allt niður í Markarfljót, sem bar með sér grjóturð langar leiðir. „Þá gerðist þetta á svipstundu og varð úr flóð og gríðarlegur efnisflutningur, - stórgrýti sem þeyttist þarna fram á grundirnar fyrir framan fjallið. Fólk þekkir þetta sem keyrir í Þórsmörk, ef það keyrir á milli þessara steina,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um Steinsholtshlaupið. En gætum við séð það gerast við Tungnakvíslarjökul að fjallshlíðin þar félli niður með sama hætti?Páll Einarsson skoðar fjallhrapið við Tungnakvíslarjökul úr þyrlu Norðurflugs.Stöð 2/KMU.„Það er hugsanlegt að það gerist í svona hamfaraatburði. Það er þegar orðinn meiriháttar atburður, án þess að menn hafi í raun og veru tekið eftir honum, vegna þess að hann gekk það hægt fyrir sig. Þessu hafa fylgt jarðskjálftar. Við vitum ekki hvað fylgir hverju. Það virðist eins og skjálftavirknin þarna í gegnum árin, að hún sé frekar afleiðing af því sama, eins og skriðan. Það er að segja, ef þetta er gúll að rísa þarna undir þá veldur hann skjálftum og líka skriðu,“ segir Páll. Sjá einnig hér: Rísandi leynigúll í Kötlu gæti skýrt fjallhrap í Mýrdalsjökli.Séð niður Tungnakvíslarjökul í átt að Þórsmörk og Goðalandi. Fjallið Moldi til hægri er að síga niður um þrjá millimetra á dag eða um nærri tíu sentímetra á mánuði.Stöð 2/Einar Árnason.Á heimasíðu Almannavarna má lesa fjórtán ára gamla grein Páls og fleiri vísindamanna um Kötlu og þar er gúlagos við Goðabungu tekið sem dæmi um mögulega atburðarás. Gúlagos geti verið tiltölulega friðsæl, og er nefnt nýlegt dæmi um slíkt frá Usu-eldfjallinu í Japan. Á hinn bóginn gæti kvikugúll sprungið í miklu sprengigosi, eins og gerðist árið 1980 í Mount St. Helens-eldfjallinu í Washington-ríki í Bandaríkjunum, og einnig í sprengigosinu mikla í Öskju árið 1875 og í Víti við Kröflu árið 1724 við upphaf Mývatnselda, að því er fram kemur í greininni. Vísindamenn segja þó ekkert benda til að stóratburðir séu yfirvofandi á þessari stundu. „En þetta samhengi er sem sagt ennþá ekki búið að fullskýra og þetta verður rannsóknarverkefni fólks núna á næstu mánuðum og árum,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos og jarðhræringar Katla Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Tengdar fréttir Vísbendingar um að eldstöðin Katla sé nálægt brotmörkum Merki eru um að Katla sé að undirbúa gos og vísbendingar um að eldfjallið sé komið nálægt brotmörkum. Aðdragandi eldgoss gæti orðið stuttur. 22. ágúst 2019 21:42 Rísandi leynigúll í Kötlu gæti skýrt fjallhrap í Mýrdalsjökli Jarðvísindamenn hafa uppgötvað meiriháttar fjallhrap í vestanverðum Mýrdalsjökli þar sem fjallshlíð er að skríða fram um þrjá millimetra á dag. 9. september 2019 20:53 Eldstöðin Katla vöktuð þvers og kruss úr lofti Flugvél Isavia, TF-FMS, flaug fjölda ferða yfir Mýrdalsjökul í morgun, þvers og kruss, og í aðeins 300 feta hæð yfir jöklinum. Flugferðirnar sáust vel á flugratsjársíðunni Flightradar24. 29. maí 2019 15:24 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira
Vísbendingar um að eldstöðin Katla sé nálægt brotmörkum Merki eru um að Katla sé að undirbúa gos og vísbendingar um að eldfjallið sé komið nálægt brotmörkum. Aðdragandi eldgoss gæti orðið stuttur. 22. ágúst 2019 21:42
Rísandi leynigúll í Kötlu gæti skýrt fjallhrap í Mýrdalsjökli Jarðvísindamenn hafa uppgötvað meiriháttar fjallhrap í vestanverðum Mýrdalsjökli þar sem fjallshlíð er að skríða fram um þrjá millimetra á dag. 9. september 2019 20:53
Eldstöðin Katla vöktuð þvers og kruss úr lofti Flugvél Isavia, TF-FMS, flaug fjölda ferða yfir Mýrdalsjökul í morgun, þvers og kruss, og í aðeins 300 feta hæð yfir jöklinum. Flugferðirnar sáust vel á flugratsjársíðunni Flightradar24. 29. maí 2019 15:24