„Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. september 2019 18:45 Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. Framkvæmdir á Hverfisgötu, milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs, hófust í maí og átti að vera lokið í ágúst. Það tafðist og á þeim nú að ljúka í september. Rekstraraðilar við götuna hafa kvartað yfir samskiptaleysi og töfum og eru nú áhyggjufullir yfir að það takist að ljúka verkinu í september. Þeir hafa beðið Samtök aðila í ferðaþjónustu að beita sér í málinu og áttu fund með Jóhannesi Þór Skúlasyni framkvæmdastjóra og starfsfólki þar í dag.Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF segir mikilvægt að borgin tryggi að framkvæmdir sem fari fram á háannatíma dragist ekki úr hófi fram. Fréttablaðið/Anton Brink.Tryggja þarf að framkvæmdir dragist ekki úr hófi Jóhannes segir að margir þeirra sem eru í rekstri við götuna hafi haft samband við sig og lýst yfir áhyggjum. Gagnrýnin er af ýmsum toga. „Það er tilefni að fara yfir það með borginni hvernig svona ákvarðanir eru teknar og hvernig þær eru tilkynntar og hvaða áhrif þetta hefur á fyrirtækin sem að verða fyrir raski. Við veltum því fyrir okkur hvort það hefði mátt standa betur að undirbúningi og tímasetningum. Það þarf að tryggja að framkvæmdir sem fara fram á háannatíma ferðaþjónustunnar dragist ekki úr hófi. Við höfum skýr dæmi um að þetta sé að valda fyrirtækjum töluvert miklu raski og tekjutapi,“ segir Jóhannes sem ætlar að ræða við borgaryfirvöld í framhaldinu. Rekstraraðilar við Óðinsgötu eru svartsýnir á að framkvæmdir þar klárist eftir sex daga eins og borgin hefur áður gefið út.Rangar upplýsingar og tafir Þá hafa staðið yfir framkvæmdir á Óðinsgötu milli Skólavörustígs og Spítalastígs síðan maí og hefur lokum á þeim verið frestað í tvígang að sögn rekstraraðila. Jóhanna Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins gagnrýnir borgina harðlega. „Borgin lét okkur vita af framkvæmdunum með hálfsmánaðar fyrirvara. Þá vorum við búnar að skipuleggja sumarið en það riðlaðist allt. Það átti að klára þetta 23. júní, næst var sagt að þetta myndi klárast um miðjan ágúst og síðan kom þriðji fresturinn að þetta ætti að klárast núna á mánudaginn 16. september. Við áttum að fá tölvupóst um það í gær því sú dagsetning gengur greinilega ekki upp, en það hefur enginn póstur borist,“ segir Jóhanna. Hún segir að þetta hafi haft áhrif á reksturinn í sumar en þakkar fastakúnnum og góðu sumri það að ekki hafi farið ver. „Þetta hefur áhrif. Hér í götunni eru einstaklingar að reka fyrirtæki og með allt undir þannig að þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur,“ segir Jóhanna. Hún segir virðingu skorta í samskipti borgaryfirvalda við þá sem standa í rekstri í miðbænum. „Þau hafa staðið sig illa. Það á eftir að fara í framkvæmdir um allan bæinn og það verður að bæta samskiptin. Það verður að fara að koma fram við okkur sem stöndum í rekstri af virðingu og sæmd. Við fáum rangar upplýsingar og framkvæmdirnar fara svo langt framúr. Það hlýtur að vera hægt að gera betri áætlanir. Þetta er bara orðið rugl. Mér finnst þetta sorglegt,“ segir Jóhanna. Hægt er að sjá viðtalið við Jóhönnu í heild hér. Reykjavík Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. Framkvæmdir á Hverfisgötu, milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs, hófust í maí og átti að vera lokið í ágúst. Það tafðist og á þeim nú að ljúka í september. Rekstraraðilar við götuna hafa kvartað yfir samskiptaleysi og töfum og eru nú áhyggjufullir yfir að það takist að ljúka verkinu í september. Þeir hafa beðið Samtök aðila í ferðaþjónustu að beita sér í málinu og áttu fund með Jóhannesi Þór Skúlasyni framkvæmdastjóra og starfsfólki þar í dag.Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF segir mikilvægt að borgin tryggi að framkvæmdir sem fari fram á háannatíma dragist ekki úr hófi fram. Fréttablaðið/Anton Brink.Tryggja þarf að framkvæmdir dragist ekki úr hófi Jóhannes segir að margir þeirra sem eru í rekstri við götuna hafi haft samband við sig og lýst yfir áhyggjum. Gagnrýnin er af ýmsum toga. „Það er tilefni að fara yfir það með borginni hvernig svona ákvarðanir eru teknar og hvernig þær eru tilkynntar og hvaða áhrif þetta hefur á fyrirtækin sem að verða fyrir raski. Við veltum því fyrir okkur hvort það hefði mátt standa betur að undirbúningi og tímasetningum. Það þarf að tryggja að framkvæmdir sem fara fram á háannatíma ferðaþjónustunnar dragist ekki úr hófi. Við höfum skýr dæmi um að þetta sé að valda fyrirtækjum töluvert miklu raski og tekjutapi,“ segir Jóhannes sem ætlar að ræða við borgaryfirvöld í framhaldinu. Rekstraraðilar við Óðinsgötu eru svartsýnir á að framkvæmdir þar klárist eftir sex daga eins og borgin hefur áður gefið út.Rangar upplýsingar og tafir Þá hafa staðið yfir framkvæmdir á Óðinsgötu milli Skólavörustígs og Spítalastígs síðan maí og hefur lokum á þeim verið frestað í tvígang að sögn rekstraraðila. Jóhanna Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins gagnrýnir borgina harðlega. „Borgin lét okkur vita af framkvæmdunum með hálfsmánaðar fyrirvara. Þá vorum við búnar að skipuleggja sumarið en það riðlaðist allt. Það átti að klára þetta 23. júní, næst var sagt að þetta myndi klárast um miðjan ágúst og síðan kom þriðji fresturinn að þetta ætti að klárast núna á mánudaginn 16. september. Við áttum að fá tölvupóst um það í gær því sú dagsetning gengur greinilega ekki upp, en það hefur enginn póstur borist,“ segir Jóhanna. Hún segir að þetta hafi haft áhrif á reksturinn í sumar en þakkar fastakúnnum og góðu sumri það að ekki hafi farið ver. „Þetta hefur áhrif. Hér í götunni eru einstaklingar að reka fyrirtæki og með allt undir þannig að þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur,“ segir Jóhanna. Hún segir virðingu skorta í samskipti borgaryfirvalda við þá sem standa í rekstri í miðbænum. „Þau hafa staðið sig illa. Það á eftir að fara í framkvæmdir um allan bæinn og það verður að bæta samskiptin. Það verður að fara að koma fram við okkur sem stöndum í rekstri af virðingu og sæmd. Við fáum rangar upplýsingar og framkvæmdirnar fara svo langt framúr. Það hlýtur að vera hægt að gera betri áætlanir. Þetta er bara orðið rugl. Mér finnst þetta sorglegt,“ segir Jóhanna. Hægt er að sjá viðtalið við Jóhönnu í heild hér.
Reykjavík Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira