Alfreð og félagar áttu litla möguleika gegn Leverkusen | Bayern á toppinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2019 15:26 Alfreð lék fyrstu 68 mínúturnar gegn Bayer Leverkusen. vísir/getty Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Augsburg sem tapaði fyrir Bayer Leverkusen, 0-3, í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Alfreð var tekinn af velli á 68. mínútu. Augsburg er í 12. sæti deildarinnar. Liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu sex deildarleikjum sínum á tímabilinu. Bayern München tyllti sér á topp deildarinnar með 2-3 sigri á Paderborn á útivelli. Serge Gnabry, Philippe Coutinho og Robert Lewandowski skoruðu mörk Bayern. Sá síðastnefndi hefur skorað í öllum sex deildarleikjum Bayern á tímabilinu, alls tíu mörk. Schalke varð fyrst liða til að vinna RB Leipzig, 1-3. Með sigrinum jafnaði Schalke Leipzig að stigum í 2. sæti deildarinnar. Liðin eru með 13 stig, líkt og Borussia Mönchengladbach sem vann 0-3 sigur á Hoffenheim. Leipzig, Schalke og Gladbach eru einu stigi á eftir toppliði Bayern. Þá bar Wolfsburg sigurorð af Mainz, 0-1. Þýski boltinn
Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Augsburg sem tapaði fyrir Bayer Leverkusen, 0-3, í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Alfreð var tekinn af velli á 68. mínútu. Augsburg er í 12. sæti deildarinnar. Liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu sex deildarleikjum sínum á tímabilinu. Bayern München tyllti sér á topp deildarinnar með 2-3 sigri á Paderborn á útivelli. Serge Gnabry, Philippe Coutinho og Robert Lewandowski skoruðu mörk Bayern. Sá síðastnefndi hefur skorað í öllum sex deildarleikjum Bayern á tímabilinu, alls tíu mörk. Schalke varð fyrst liða til að vinna RB Leipzig, 1-3. Með sigrinum jafnaði Schalke Leipzig að stigum í 2. sæti deildarinnar. Liðin eru með 13 stig, líkt og Borussia Mönchengladbach sem vann 0-3 sigur á Hoffenheim. Leipzig, Schalke og Gladbach eru einu stigi á eftir toppliði Bayern. Þá bar Wolfsburg sigurorð af Mainz, 0-1.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“