Tæpur helmingur evrópskra trjátegunda í útrýmingarhættu Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2019 12:21 Blómstrandi hestakastaníutré á Englandi. Vísir/Getty Hestakastaníutré er á meðal tæplega helmings ríflega fjögur hundruð evrópskra trjátegunda sem eru nú skilgreindar í útrýmingarhættu hjá Alþjóðanáttúruverndarsamtökunum. Trjánum stafar meðal annars ógn af aðgerðum manna, beint og óbeint. Í skýrslu samtakanna IUCN er lagt mat á ástand 454 trjátegunda sem eru upprunnar í Evrópu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Um 42% þeirra eru talin í útrýmingarhættu að einhverju leyti. Af þeim trjám sem eru aðeins til í Evrópu eru 58% í hættu. Craig Hilton-Taylor, yfirmaður válista IUCN, segir niðurstöðurnar áhyggjuefni. Tré sé lífsnauðsynleg á jörðinni. Evrópsk tré séu uppspretta matar og skjóls fyrir fjölmargar dýrategundir eins og fugla og íkorna. Þau leiki jafnframt mikilvægt efnahagslegt hlutverk. Ágangur mölflugna og sjúkdóma er það sem ógnar hestakastaníutrénu sem samtökin telja nú í nokkurri hættu á útrýmingu. Ýmislegt ógnar trjánum í Evrópu, þar á meðal meindýr, sjúkdómar, samkeppni við ágengar nýjar tegundir, skógareyðing, ósjálfbært skógarhögg, breytt landnotkun og skógareldar. Luc Bas, forstjóri skrifstofu IUCN í Evrópu, segir að aðgerðir manna valdi hnignun trjátegunda um alla álfuna. „Þessi skýrsla sýnir hversu slæmt ástandið er fyrir margar vanmetnar tegundir sem hafa ekki fengið athygli en eru bakbeinið í vistkerfum Evrópu og leggja sitt að mörkum til heilbrigðrar plánetu,“ segir Bas. Önnur skýrsla bendir til þess að tæpur helmingur runnategunda í Evrópu sé í hættu á útrýmingu vegna eyðingar og taps víðerna í Evrópu auk landbúnaðar, ágengra nýrra tegunda og loftslagsbreytinga. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Hestakastaníutré er á meðal tæplega helmings ríflega fjögur hundruð evrópskra trjátegunda sem eru nú skilgreindar í útrýmingarhættu hjá Alþjóðanáttúruverndarsamtökunum. Trjánum stafar meðal annars ógn af aðgerðum manna, beint og óbeint. Í skýrslu samtakanna IUCN er lagt mat á ástand 454 trjátegunda sem eru upprunnar í Evrópu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Um 42% þeirra eru talin í útrýmingarhættu að einhverju leyti. Af þeim trjám sem eru aðeins til í Evrópu eru 58% í hættu. Craig Hilton-Taylor, yfirmaður válista IUCN, segir niðurstöðurnar áhyggjuefni. Tré sé lífsnauðsynleg á jörðinni. Evrópsk tré séu uppspretta matar og skjóls fyrir fjölmargar dýrategundir eins og fugla og íkorna. Þau leiki jafnframt mikilvægt efnahagslegt hlutverk. Ágangur mölflugna og sjúkdóma er það sem ógnar hestakastaníutrénu sem samtökin telja nú í nokkurri hættu á útrýmingu. Ýmislegt ógnar trjánum í Evrópu, þar á meðal meindýr, sjúkdómar, samkeppni við ágengar nýjar tegundir, skógareyðing, ósjálfbært skógarhögg, breytt landnotkun og skógareldar. Luc Bas, forstjóri skrifstofu IUCN í Evrópu, segir að aðgerðir manna valdi hnignun trjátegunda um alla álfuna. „Þessi skýrsla sýnir hversu slæmt ástandið er fyrir margar vanmetnar tegundir sem hafa ekki fengið athygli en eru bakbeinið í vistkerfum Evrópu og leggja sitt að mörkum til heilbrigðrar plánetu,“ segir Bas. Önnur skýrsla bendir til þess að tæpur helmingur runnategunda í Evrópu sé í hættu á útrýmingu vegna eyðingar og taps víðerna í Evrópu auk landbúnaðar, ágengra nýrra tegunda og loftslagsbreytinga.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira