Innlent

Lögreglan lýsir eftir konu á sjötugsaldri

Atli Ísleifsson skrifar
Síðast er vitað um ferðir hennar í nágrenni við Holtagarða í Reykjavík.
Síðast er vitað um ferðir hennar í nágrenni við Holtagarða í Reykjavík. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 63 ára konu en síðast er vitað um ferðir hennar í nágrenni Holtagarða í Reykjavík í gærmorgun.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að konan sé grannvaxin, 165 sm á hæð og með stutt, grátt hár.

Samkvæmt lýsingu var hún var klædd í dökkbláar, víðar gallabuxur, brúna gönguskó og grænan/brúnan jakka. Konan, sem notar gleraugu, gæti verið með loðhúfu á höfði.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hennar eða vita hvar hún er niðurkomin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112, en upplýsingum fá einnig koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Fréttin hefur verið uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×