Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2019 16:48 Thunberg hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. Vísir/EPA Sænska baráttustúlkan Greta Thunberg lét þjóðarleiðtoga á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fá það óþvegið þegar hún ávarpaði loftslagsfund framkvæmdastjóra samtakanna í dag. Sakaði hún leiðtogana um að hafa stolið draumum hennar og barnæsku með innantómum orðum og aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðaði til loftslagsfundarins á allsherjarþinginu í dag. Thunberg, sem hefur vakið heimsathygli með skólaverkföllum sínum til að krefjast loftslagsaðgerða síðasta árið, var ein þeirra sem var boðið að ávarpa samkomuna. Fullyrti hún að hún ætti ekki að þurfa að vera á fundinum heldur í skóla hinum megin á hnettinum. Skammaði hún stjórnmálamennina fyrir að láta ungu kynslóðina bera ábyrgð á veita heiminum von. „Þið hafið stolið draumum mínum og æsku með innantómum orðum ykkar,“ sagði Thunberg sem er sextán ára gömul við hóp um sextíu þjóðarleiðtoga. Milljónir manna tóku þátt í loftslagsmótmælum um allan heim á föstudag. Þau fóru fram undir forystu ungs fólks eins og Thunberg. Benti Thunberg leiðtogunum á að jafnvel þó að mannkyninu tækist að helminga losun sína á gróðurhúsalofttegundum fyrir árið 2030 væru aðeins 50% að það dygði til að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. Þær líkur væru ekki ásættanlegar fyrir fólk eins og hana sem þyrfti að búa við afleiðingarnar.Þora ekki að segja hlutina eins og þeir eru Vísindaskýrsla var gefin út í aðdraganda fundarins þar sem alþjóðlegar vísindastofnanir lýstu því hvernig hert hafi á bæði losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum og áhrifum hnattrænnar hlýnunar undanfarin fimm ár. „Með núverandi losun verður kolefnisþakið algerlega búið innan átta og hálfs árs. Það verða engar lausnir eða áætlanir í samræmi við þessar tölur hér í dag vegna þess að tölurnar eru of óþægilegar og þið eruð enn ekki nógu þroskuð til að segja okkur hlutina eins og þeir eru,“ sagði Thunberg og vísaði þar til þess magns gróðurhúsalofttegunda sem þarf til að valda 1,5 gráðu hlýnun. „Þið eruð að bregðast okkur en ungt fólk er byrjað að gera sér grein fyrir svikum ykkar. Augu allra framtíðarkynslóð eru á ykkur. Ef þið veljið að bregðast okkur segi ég að við munum aldrei fyrirgefa ykkur,“ sagði Thunberg þegar hún brýndi leiðtogana til aðgerða.Frá loftslagsfundinum á allsherjarþinginu í dag. Leiðtogar ríkja sem hafa dregið lappirnar í loftslagsmálum eins og Bandaríkjanna, Brasilíu og Ástralíu voru ekki viðstaddir.AP/Craig RuttleLofuðu frekari aðgerðum Guterres framkvæmdastjóri sagði heimsbyggðina í „djúpri loftslagsholu“ og að bráðra aðgerða væri þörf, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Tíminn er að verða á þrotum en það er ekki of seint,“ sagði hann. Sumir þjóðarleiðtoganna boðuðu frekari aðgerðir. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði ríkisstjórn sína ætla að tvöfalda fjárveitingar sínar til loftslagsaðgerða, upp í fjóra milljarða evra, jafnvirði um 550 milljarða íslenskra króna. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að alþjóðlegar stofnanir hefðu heitið því að veita 500 hundruð milljón dollurum aukalega í að vernda hitabeltisskóga en mikið hefur verið rætt um eyðingu Amasonfrumskógarins undanfarið. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Spennt að fá að flytja ræðuna og taka þátt í nefndarstörfum Esther Hallsdóttir er stödd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York en hún er þar sem fulltrúi íslenskra ungmenna. 21. september 2019 23:45 Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42 Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira
Sænska baráttustúlkan Greta Thunberg lét þjóðarleiðtoga á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fá það óþvegið þegar hún ávarpaði loftslagsfund framkvæmdastjóra samtakanna í dag. Sakaði hún leiðtogana um að hafa stolið draumum hennar og barnæsku með innantómum orðum og aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðaði til loftslagsfundarins á allsherjarþinginu í dag. Thunberg, sem hefur vakið heimsathygli með skólaverkföllum sínum til að krefjast loftslagsaðgerða síðasta árið, var ein þeirra sem var boðið að ávarpa samkomuna. Fullyrti hún að hún ætti ekki að þurfa að vera á fundinum heldur í skóla hinum megin á hnettinum. Skammaði hún stjórnmálamennina fyrir að láta ungu kynslóðina bera ábyrgð á veita heiminum von. „Þið hafið stolið draumum mínum og æsku með innantómum orðum ykkar,“ sagði Thunberg sem er sextán ára gömul við hóp um sextíu þjóðarleiðtoga. Milljónir manna tóku þátt í loftslagsmótmælum um allan heim á föstudag. Þau fóru fram undir forystu ungs fólks eins og Thunberg. Benti Thunberg leiðtogunum á að jafnvel þó að mannkyninu tækist að helminga losun sína á gróðurhúsalofttegundum fyrir árið 2030 væru aðeins 50% að það dygði til að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. Þær líkur væru ekki ásættanlegar fyrir fólk eins og hana sem þyrfti að búa við afleiðingarnar.Þora ekki að segja hlutina eins og þeir eru Vísindaskýrsla var gefin út í aðdraganda fundarins þar sem alþjóðlegar vísindastofnanir lýstu því hvernig hert hafi á bæði losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum og áhrifum hnattrænnar hlýnunar undanfarin fimm ár. „Með núverandi losun verður kolefnisþakið algerlega búið innan átta og hálfs árs. Það verða engar lausnir eða áætlanir í samræmi við þessar tölur hér í dag vegna þess að tölurnar eru of óþægilegar og þið eruð enn ekki nógu þroskuð til að segja okkur hlutina eins og þeir eru,“ sagði Thunberg og vísaði þar til þess magns gróðurhúsalofttegunda sem þarf til að valda 1,5 gráðu hlýnun. „Þið eruð að bregðast okkur en ungt fólk er byrjað að gera sér grein fyrir svikum ykkar. Augu allra framtíðarkynslóð eru á ykkur. Ef þið veljið að bregðast okkur segi ég að við munum aldrei fyrirgefa ykkur,“ sagði Thunberg þegar hún brýndi leiðtogana til aðgerða.Frá loftslagsfundinum á allsherjarþinginu í dag. Leiðtogar ríkja sem hafa dregið lappirnar í loftslagsmálum eins og Bandaríkjanna, Brasilíu og Ástralíu voru ekki viðstaddir.AP/Craig RuttleLofuðu frekari aðgerðum Guterres framkvæmdastjóri sagði heimsbyggðina í „djúpri loftslagsholu“ og að bráðra aðgerða væri þörf, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Tíminn er að verða á þrotum en það er ekki of seint,“ sagði hann. Sumir þjóðarleiðtoganna boðuðu frekari aðgerðir. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði ríkisstjórn sína ætla að tvöfalda fjárveitingar sínar til loftslagsaðgerða, upp í fjóra milljarða evra, jafnvirði um 550 milljarða íslenskra króna. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að alþjóðlegar stofnanir hefðu heitið því að veita 500 hundruð milljón dollurum aukalega í að vernda hitabeltisskóga en mikið hefur verið rætt um eyðingu Amasonfrumskógarins undanfarið.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Spennt að fá að flytja ræðuna og taka þátt í nefndarstörfum Esther Hallsdóttir er stödd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York en hún er þar sem fulltrúi íslenskra ungmenna. 21. september 2019 23:45 Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42 Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira
Spennt að fá að flytja ræðuna og taka þátt í nefndarstörfum Esther Hallsdóttir er stödd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York en hún er þar sem fulltrúi íslenskra ungmenna. 21. september 2019 23:45
Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42
Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26