Kaupendur ekki spenntir fyrir nýjum íbúðum Sunna Sæmundsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 23. september 2019 13:37 Ari Skúlason er hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Vísir Kaupendur virðast ekki spenntir fyrir nýjum íbúðum sem hafa streymt inn á markaðinn að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. Íbúðirnar séu of dýrar og stórar og eftirspurnin gæti hafa verið ofmetin. Í nýrri Hagsjá Landsbankans kemur fram að framboð nýrra íbúða á markaðnum virðist hafa farið langt með að mæta raunverulegri þörf. Það sem af er ári eru nýjar íbúðir sextán prósent seldra íbúða en í fyrra var hlutfallið aðeins hærra, eða sautján prósent. Svo virðist sem fjölgun nýrra íbúða skili sér ekki í aukinni söluhlutdeild. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að lítil spenna sé á markaðnum og að nýjar íbúðirnar henti ef til vill ekki kaupendum. „Miðað við það að það sé mjög mikil þörf eftir íbúðum þá er það svolítið merkilegt ástand, að það er miklu, miklu minna að seljast af íbúðum – bæði nýjum íbúðum og af eldri – en fyrir ári síðan. Það bendir til þess að sé ekki sérstaklega mikil spenna,“ segir Ari.Vísir/VilhelmEftirspurn ofmetin Spurn eftir þessum íbúðum gæti hafa verið ofmetin. „Það er allavega nokkuð ljóst að það er mikið framboð af nýjum íbúðum sem hefur verið að koma og eru að koma. Það lítur þannig út að kaupandinn sé ekkert sérlega spenntur.“ Nýjar íbúðir eru að jafnaði stærri en þær eldri og kaupendur gætu verið að bíða eftir minni íbúðum. „Það er alltaf talin vera þörf áíbúðum sem er ekki verið að byggja.“ Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur að hækkað mismikið eftir aldri íbúða. Í fyrra var fermetraverð nýrra íbúða um nítján prósentum hærra en á þeim eldri. Bilið hefur breikkað töluvert í ár og þær nýju eru núna almennt um fjórðungi dýrari. Verðhækkun nýrra íbúða hefur þrýst upp fasteignaverði. Verð nýrra íbúða gæti þó tekið að lækka. „Þeir sem eru að byggja íbúðir til þess að selja þeir þurfa að losna við þær. Það er náttúrulega mjög dýrt að hafa fullbyggðar og óseldar íbúðir í eigu sinni mjög lengi,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Húsnæðismál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Sjá meira
Kaupendur virðast ekki spenntir fyrir nýjum íbúðum sem hafa streymt inn á markaðinn að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. Íbúðirnar séu of dýrar og stórar og eftirspurnin gæti hafa verið ofmetin. Í nýrri Hagsjá Landsbankans kemur fram að framboð nýrra íbúða á markaðnum virðist hafa farið langt með að mæta raunverulegri þörf. Það sem af er ári eru nýjar íbúðir sextán prósent seldra íbúða en í fyrra var hlutfallið aðeins hærra, eða sautján prósent. Svo virðist sem fjölgun nýrra íbúða skili sér ekki í aukinni söluhlutdeild. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að lítil spenna sé á markaðnum og að nýjar íbúðirnar henti ef til vill ekki kaupendum. „Miðað við það að það sé mjög mikil þörf eftir íbúðum þá er það svolítið merkilegt ástand, að það er miklu, miklu minna að seljast af íbúðum – bæði nýjum íbúðum og af eldri – en fyrir ári síðan. Það bendir til þess að sé ekki sérstaklega mikil spenna,“ segir Ari.Vísir/VilhelmEftirspurn ofmetin Spurn eftir þessum íbúðum gæti hafa verið ofmetin. „Það er allavega nokkuð ljóst að það er mikið framboð af nýjum íbúðum sem hefur verið að koma og eru að koma. Það lítur þannig út að kaupandinn sé ekkert sérlega spenntur.“ Nýjar íbúðir eru að jafnaði stærri en þær eldri og kaupendur gætu verið að bíða eftir minni íbúðum. „Það er alltaf talin vera þörf áíbúðum sem er ekki verið að byggja.“ Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur að hækkað mismikið eftir aldri íbúða. Í fyrra var fermetraverð nýrra íbúða um nítján prósentum hærra en á þeim eldri. Bilið hefur breikkað töluvert í ár og þær nýju eru núna almennt um fjórðungi dýrari. Verðhækkun nýrra íbúða hefur þrýst upp fasteignaverði. Verð nýrra íbúða gæti þó tekið að lækka. „Þeir sem eru að byggja íbúðir til þess að selja þeir þurfa að losna við þær. Það er náttúrulega mjög dýrt að hafa fullbyggðar og óseldar íbúðir í eigu sinni mjög lengi,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans.
Húsnæðismál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Sjá meira