Rhein-Neckar Löwen vann fjögurra marka sigur á Magdeburg, 28-32, í stórleik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.
Þetta var fjórði sigur strákanna hans Kristjáns Andréssonar í röð. Þeir eru í 2. sæti deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum á eftir toppliði Hannover-Burgdorf.
Alexander Petersson skoraði tvö mörk fyrir Löwen sem var marki yfir í hálfleik, 13-14.
Jannick Kohlbacher var markahæstur Ljónanna með sjö mörk og Uwe Gensheimer skoraði sex.
Næsti deildarleikur Löwen er gegn Melsungen á fimmtudaginn.
Keflavík
Grindavík