Rúmlega tvö þúsund erlendir læknar starfa í Danmörku Davíð Stefánsson skrifar 21. september 2019 09:00 Samkvæmt reglum þurfa læknar í Danmörku að kunna dönsku og þekkja dönsk læknalög. Nordicphotos/Getty Samkvæmt Hagstofu Danmerkur (DST) hefur orðið veruleg fjölgun á læknum sem eru lærðir erlendis. Alls störfuðu 2.100 læknar sem höfðu fengið þjálfun erlendis á dönskum sjúkrahúsum og sem heimilislæknar árið 2017. Það er fjölgun um 300 lækna, eða 19 prósent, frá árinu 2010. Andreas Rudkjøbing, formaður danska læknafélagsins, sagði að þetta sýndi að ekki hefði verið unnt að koma til móts við þarfir danska heilbrigðiskerfisins með ráðningum á læknum þjálfuðum í Danmörku. Því hafi þurft að fylla laus störf með læknum menntuðum erlendis. Samkvæmt greiningu DST voru 18 prósent sjúkrahúslækna og heimilislækna í dreifðari byggðum erlendir ríkisborgarar. Á landsvísu var hlutfallið 9 prósent. Af læknum menntuðum erlendis eru flestir þýskir ríkisborgarar (247 talsins), síðan pólskir (219), þá Írakar (163), Litháar (156) og Rússar (109). Þá eru einnig margir læknar frá Afganistan, Íran, Ungverjalandi, Rúmeníu og Noregi. Rudkjøbing segir gæði læknisþjónustunnar og öryggi sjúklinga vera lykilatriði í þessu samhengi, en ekki hlutfallið sem slíkt. Samkvæmt gildandi reglum er þess krafist af læknum þjálfuðum utan Norðurlanda og Evrópusambandsins að þeir ljúki námskeiðum til að þeir geti starfað sem læknar í Danmörku. Þar á meðal er dönskupróf, próf í læknisfræðilegri þekkingu og skilningi á dönskum læknalögum. Í viðtali við Jyllands-Posten segir Rudkjøbing að hann sé fylgjandi því að krafa um að standast dönskupróf nái einnig til lækna frá Evrópusambandsríkjum. Undir það hafa fulltrúar ýmissa stjórnmálaflokkar tekið, svo sem Sósíaldemókrata, Danska þjóðarflokksins og Rauðgræna bandalagsins. Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Samkvæmt Hagstofu Danmerkur (DST) hefur orðið veruleg fjölgun á læknum sem eru lærðir erlendis. Alls störfuðu 2.100 læknar sem höfðu fengið þjálfun erlendis á dönskum sjúkrahúsum og sem heimilislæknar árið 2017. Það er fjölgun um 300 lækna, eða 19 prósent, frá árinu 2010. Andreas Rudkjøbing, formaður danska læknafélagsins, sagði að þetta sýndi að ekki hefði verið unnt að koma til móts við þarfir danska heilbrigðiskerfisins með ráðningum á læknum þjálfuðum í Danmörku. Því hafi þurft að fylla laus störf með læknum menntuðum erlendis. Samkvæmt greiningu DST voru 18 prósent sjúkrahúslækna og heimilislækna í dreifðari byggðum erlendir ríkisborgarar. Á landsvísu var hlutfallið 9 prósent. Af læknum menntuðum erlendis eru flestir þýskir ríkisborgarar (247 talsins), síðan pólskir (219), þá Írakar (163), Litháar (156) og Rússar (109). Þá eru einnig margir læknar frá Afganistan, Íran, Ungverjalandi, Rúmeníu og Noregi. Rudkjøbing segir gæði læknisþjónustunnar og öryggi sjúklinga vera lykilatriði í þessu samhengi, en ekki hlutfallið sem slíkt. Samkvæmt gildandi reglum er þess krafist af læknum þjálfuðum utan Norðurlanda og Evrópusambandsins að þeir ljúki námskeiðum til að þeir geti starfað sem læknar í Danmörku. Þar á meðal er dönskupróf, próf í læknisfræðilegri þekkingu og skilningi á dönskum læknalögum. Í viðtali við Jyllands-Posten segir Rudkjøbing að hann sé fylgjandi því að krafa um að standast dönskupróf nái einnig til lækna frá Evrópusambandsríkjum. Undir það hafa fulltrúar ýmissa stjórnmálaflokkar tekið, svo sem Sósíaldemókrata, Danska þjóðarflokksins og Rauðgræna bandalagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira