Rúmlega tvö þúsund erlendir læknar starfa í Danmörku Davíð Stefánsson skrifar 21. september 2019 09:00 Samkvæmt reglum þurfa læknar í Danmörku að kunna dönsku og þekkja dönsk læknalög. Nordicphotos/Getty Samkvæmt Hagstofu Danmerkur (DST) hefur orðið veruleg fjölgun á læknum sem eru lærðir erlendis. Alls störfuðu 2.100 læknar sem höfðu fengið þjálfun erlendis á dönskum sjúkrahúsum og sem heimilislæknar árið 2017. Það er fjölgun um 300 lækna, eða 19 prósent, frá árinu 2010. Andreas Rudkjøbing, formaður danska læknafélagsins, sagði að þetta sýndi að ekki hefði verið unnt að koma til móts við þarfir danska heilbrigðiskerfisins með ráðningum á læknum þjálfuðum í Danmörku. Því hafi þurft að fylla laus störf með læknum menntuðum erlendis. Samkvæmt greiningu DST voru 18 prósent sjúkrahúslækna og heimilislækna í dreifðari byggðum erlendir ríkisborgarar. Á landsvísu var hlutfallið 9 prósent. Af læknum menntuðum erlendis eru flestir þýskir ríkisborgarar (247 talsins), síðan pólskir (219), þá Írakar (163), Litháar (156) og Rússar (109). Þá eru einnig margir læknar frá Afganistan, Íran, Ungverjalandi, Rúmeníu og Noregi. Rudkjøbing segir gæði læknisþjónustunnar og öryggi sjúklinga vera lykilatriði í þessu samhengi, en ekki hlutfallið sem slíkt. Samkvæmt gildandi reglum er þess krafist af læknum þjálfuðum utan Norðurlanda og Evrópusambandsins að þeir ljúki námskeiðum til að þeir geti starfað sem læknar í Danmörku. Þar á meðal er dönskupróf, próf í læknisfræðilegri þekkingu og skilningi á dönskum læknalögum. Í viðtali við Jyllands-Posten segir Rudkjøbing að hann sé fylgjandi því að krafa um að standast dönskupróf nái einnig til lækna frá Evrópusambandsríkjum. Undir það hafa fulltrúar ýmissa stjórnmálaflokkar tekið, svo sem Sósíaldemókrata, Danska þjóðarflokksins og Rauðgræna bandalagsins. Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Samkvæmt Hagstofu Danmerkur (DST) hefur orðið veruleg fjölgun á læknum sem eru lærðir erlendis. Alls störfuðu 2.100 læknar sem höfðu fengið þjálfun erlendis á dönskum sjúkrahúsum og sem heimilislæknar árið 2017. Það er fjölgun um 300 lækna, eða 19 prósent, frá árinu 2010. Andreas Rudkjøbing, formaður danska læknafélagsins, sagði að þetta sýndi að ekki hefði verið unnt að koma til móts við þarfir danska heilbrigðiskerfisins með ráðningum á læknum þjálfuðum í Danmörku. Því hafi þurft að fylla laus störf með læknum menntuðum erlendis. Samkvæmt greiningu DST voru 18 prósent sjúkrahúslækna og heimilislækna í dreifðari byggðum erlendir ríkisborgarar. Á landsvísu var hlutfallið 9 prósent. Af læknum menntuðum erlendis eru flestir þýskir ríkisborgarar (247 talsins), síðan pólskir (219), þá Írakar (163), Litháar (156) og Rússar (109). Þá eru einnig margir læknar frá Afganistan, Íran, Ungverjalandi, Rúmeníu og Noregi. Rudkjøbing segir gæði læknisþjónustunnar og öryggi sjúklinga vera lykilatriði í þessu samhengi, en ekki hlutfallið sem slíkt. Samkvæmt gildandi reglum er þess krafist af læknum þjálfuðum utan Norðurlanda og Evrópusambandsins að þeir ljúki námskeiðum til að þeir geti starfað sem læknar í Danmörku. Þar á meðal er dönskupróf, próf í læknisfræðilegri þekkingu og skilningi á dönskum læknalögum. Í viðtali við Jyllands-Posten segir Rudkjøbing að hann sé fylgjandi því að krafa um að standast dönskupróf nái einnig til lækna frá Evrópusambandsríkjum. Undir það hafa fulltrúar ýmissa stjórnmálaflokkar tekið, svo sem Sósíaldemókrata, Danska þjóðarflokksins og Rauðgræna bandalagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira