Telur vörubíla og fáklæddar konur sérdeilis góða samsetningu Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2019 11:55 Rúnar framkvæmdastjóri telur það talsvert alvarlegra mál að níða skóinn af samborgurum sínum á netinu en að birta myndir af fáklæddum konum við vörubíla, sem hann sér reyndar ekkert athugavert við. vísir/vilhelm/skjáskot Vefsíða RS Parta, sem er sérhæft fyrirtæki í vörubílum og vagnavarahlutum, fer troðnar slóðir í framsetningu á sinni persónulegu þjónustu. Troðnar slóðir sem hafa reyndar verið fordæmdar ákaft undanfarin árin. Á vefsíðunni, hvar vakin er athygli á starfseminni í borðum sem ganga í lúppu í haus vefsins, má sjá myndir af léttklæddum konum sem stilla sér upp við hinn og þennan vörubílinn. Undanfarin ár hefur slík framsetning átt undir högg að sækja. Fyrir um ári flutti til að mynda Vísir frétt af því að þegar þeir hjá bílabúðinni H. Jónsson & Co buðu uppá músarmottu hvar á var mynd af hálfberum stelpum og fengu það óþvegið hjá reiðum netverjum. Hin áður klassísku dagatölu sem sýna fáklæddar eða naktar konur og voru höfð uppi við á öllum helstu dekkjaverkstæðum landsins hefur verið útrýmt markvisst eftir hávær mótmæli og eru orðin fágæt.Ekki farið yfir nein velsæmismörk Rúnar Svavarsson framkvæmdastjóri hjá RS Pörtum segir að þeir þar hafi ákveðið sín á milli að það væri ekkert að þessu. Þarna væri ekki um að ræða nekt heldur fallegar konur, á fallegum undirfötum á myndum með fallegum vörubílum. Þetta gæti ekki talist fara út fyrir nein velsæmismörk.Þeir hjá RS Pörtum telja fáklæddar stúlkur og vörubíla fara afar vel saman en hér getur að líta skjáskot af vefsíðu þeirra.En, hann kannast við hina háværu gagnrýni sem hefur verið uppi um slíka framsetningu að undanförnu, að um sé að ræða það að konur séu hlutgerðar með þessum hætti og samhengið sé sérkennilegt? En, hann gefur ekki mikið fyrir það. „Þetta eru bara módel, stelpur sem hafa gaman að þessu og vilja fá fallegar myndir af sér birtar. Ég skil ekki hvert vandamálið í þessu er? Mér finnst að femínistar ættu að hugsa sinn gang. Þær eru að vinna á móti kynsystrum sínum sem eru annarrar skoðunar.“Fallegar konur og fallegir vörubílar Rúnar nefnir til ýmis dæmi úr listasögunni, Michaelangelo og svo myndir í World Class. Og spyr hvað sé að fallegum líkömum? „Mér finnst þetta sérstakt, að þetta sé milli tannanna á fólki. Það er bara asnalegt að eyðileggja þetta fyrir þeim.“Rúnar segir að fyrirsæturnar sækist eftir því að sitja fyrir á myndunum, þær fái þá myndir í möppu sína sem þær nota þegar þær eru að sækja um módelstörf.visir/vilhelmRúnar segir að fyrirsæturnar fái ekki mikið borgað fyrir fyrirsætustörfin, enda snúist þetta ekki um það. „Þetta eru bara íslenskar stelpur sem vilja eiga myndir af sér í möppu, þegar þær sækja um módelstörf. Þær hafa gaman að þessu og birta myndirnar á instagram. Þetta er bara vinna hjá fólki eins og hvað annað. Þær eru ekki þarna út af einhverri nauð.“ Rúnar telur með öðrum orðum að með því að andskotast út í myndir af þessu tagi sé vegið að sjálfri fegurðinni. „Fallegar konur, fallegir vörubílar. Hvað getur verið eðlilegra? Þetta er bara skemmtilegt. Þær eru ekkert minna klæddar en myndir sem fólk setur af sér á samfélagsmiðla.“Asnalegt að eyðileggja þetta fyrir fyrirsætunum Framkvæmdastjórinn fær sem sagt engan botn í þá gagnrýni sem hefur verið sett fram í þessu samhengi, hvað varðar hlutgervingu á kvenlíkamanum og segir það miklu alvarlegra þegar verið er að rífa fólk niður, eins og þær stelpur sem vilja sitja fyrir á myndunum.Fjöldi íslenskra módela hafa lagt hönd á plóg og setið fyrir á myndum sem skreyta vefsíðu RS Parta. Hér er ein þeirra.skjáskot„Það er asnalegt að eyðileggja þetta fyrir þeim. Og leiðinlegt þegar það er verið að draga fólk niður með níði á netinu. Setningum eins og: „1950 var að hringja og vill fá myndirnar sínar aftur.“ Þú ættir að fjalla um það! Hvernig verið er að vega að fólki á netinu. Fólk sem veit allt best ætti kannski að líta í eigin barm með það. Það hafa allir gaman að þessu.“ Rúnar vill enda spjallið á jákvæðum og uppbyggilegum nótum: „Hlúum frekar að náunganum en að tala hann niður. Neikvæðni skilur alltaf eftir sár.“ Bílar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Segir eftirspurn eftir umdeildum músarmottum Músarmottur bílabúðarinnar H. Jónsson & Co. hafa verið harðlega gagnrýndar en forsvarsmaður búðarinnar segir ekkert athugavert við þær. 26. janúar 2018 14:11 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Vefsíða RS Parta, sem er sérhæft fyrirtæki í vörubílum og vagnavarahlutum, fer troðnar slóðir í framsetningu á sinni persónulegu þjónustu. Troðnar slóðir sem hafa reyndar verið fordæmdar ákaft undanfarin árin. Á vefsíðunni, hvar vakin er athygli á starfseminni í borðum sem ganga í lúppu í haus vefsins, má sjá myndir af léttklæddum konum sem stilla sér upp við hinn og þennan vörubílinn. Undanfarin ár hefur slík framsetning átt undir högg að sækja. Fyrir um ári flutti til að mynda Vísir frétt af því að þegar þeir hjá bílabúðinni H. Jónsson & Co buðu uppá músarmottu hvar á var mynd af hálfberum stelpum og fengu það óþvegið hjá reiðum netverjum. Hin áður klassísku dagatölu sem sýna fáklæddar eða naktar konur og voru höfð uppi við á öllum helstu dekkjaverkstæðum landsins hefur verið útrýmt markvisst eftir hávær mótmæli og eru orðin fágæt.Ekki farið yfir nein velsæmismörk Rúnar Svavarsson framkvæmdastjóri hjá RS Pörtum segir að þeir þar hafi ákveðið sín á milli að það væri ekkert að þessu. Þarna væri ekki um að ræða nekt heldur fallegar konur, á fallegum undirfötum á myndum með fallegum vörubílum. Þetta gæti ekki talist fara út fyrir nein velsæmismörk.Þeir hjá RS Pörtum telja fáklæddar stúlkur og vörubíla fara afar vel saman en hér getur að líta skjáskot af vefsíðu þeirra.En, hann kannast við hina háværu gagnrýni sem hefur verið uppi um slíka framsetningu að undanförnu, að um sé að ræða það að konur séu hlutgerðar með þessum hætti og samhengið sé sérkennilegt? En, hann gefur ekki mikið fyrir það. „Þetta eru bara módel, stelpur sem hafa gaman að þessu og vilja fá fallegar myndir af sér birtar. Ég skil ekki hvert vandamálið í þessu er? Mér finnst að femínistar ættu að hugsa sinn gang. Þær eru að vinna á móti kynsystrum sínum sem eru annarrar skoðunar.“Fallegar konur og fallegir vörubílar Rúnar nefnir til ýmis dæmi úr listasögunni, Michaelangelo og svo myndir í World Class. Og spyr hvað sé að fallegum líkömum? „Mér finnst þetta sérstakt, að þetta sé milli tannanna á fólki. Það er bara asnalegt að eyðileggja þetta fyrir þeim.“Rúnar segir að fyrirsæturnar sækist eftir því að sitja fyrir á myndunum, þær fái þá myndir í möppu sína sem þær nota þegar þær eru að sækja um módelstörf.visir/vilhelmRúnar segir að fyrirsæturnar fái ekki mikið borgað fyrir fyrirsætustörfin, enda snúist þetta ekki um það. „Þetta eru bara íslenskar stelpur sem vilja eiga myndir af sér í möppu, þegar þær sækja um módelstörf. Þær hafa gaman að þessu og birta myndirnar á instagram. Þetta er bara vinna hjá fólki eins og hvað annað. Þær eru ekki þarna út af einhverri nauð.“ Rúnar telur með öðrum orðum að með því að andskotast út í myndir af þessu tagi sé vegið að sjálfri fegurðinni. „Fallegar konur, fallegir vörubílar. Hvað getur verið eðlilegra? Þetta er bara skemmtilegt. Þær eru ekkert minna klæddar en myndir sem fólk setur af sér á samfélagsmiðla.“Asnalegt að eyðileggja þetta fyrir fyrirsætunum Framkvæmdastjórinn fær sem sagt engan botn í þá gagnrýni sem hefur verið sett fram í þessu samhengi, hvað varðar hlutgervingu á kvenlíkamanum og segir það miklu alvarlegra þegar verið er að rífa fólk niður, eins og þær stelpur sem vilja sitja fyrir á myndunum.Fjöldi íslenskra módela hafa lagt hönd á plóg og setið fyrir á myndum sem skreyta vefsíðu RS Parta. Hér er ein þeirra.skjáskot„Það er asnalegt að eyðileggja þetta fyrir þeim. Og leiðinlegt þegar það er verið að draga fólk niður með níði á netinu. Setningum eins og: „1950 var að hringja og vill fá myndirnar sínar aftur.“ Þú ættir að fjalla um það! Hvernig verið er að vega að fólki á netinu. Fólk sem veit allt best ætti kannski að líta í eigin barm með það. Það hafa allir gaman að þessu.“ Rúnar vill enda spjallið á jákvæðum og uppbyggilegum nótum: „Hlúum frekar að náunganum en að tala hann niður. Neikvæðni skilur alltaf eftir sár.“
Bílar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Segir eftirspurn eftir umdeildum músarmottum Músarmottur bílabúðarinnar H. Jónsson & Co. hafa verið harðlega gagnrýndar en forsvarsmaður búðarinnar segir ekkert athugavert við þær. 26. janúar 2018 14:11 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Segir eftirspurn eftir umdeildum músarmottum Músarmottur bílabúðarinnar H. Jónsson & Co. hafa verið harðlega gagnrýndar en forsvarsmaður búðarinnar segir ekkert athugavert við þær. 26. janúar 2018 14:11