Danir flykktust ofan í nýjar neðanjarðarlestir í gær Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. september 2019 06:15 Margrét Þórhildur Danadrottning opnaði nýja lestakerfið. Nordicphotos/Getty Nýtt neðanjarðarlestakerfi var opnað í Kaupmannahöfn í gær og fjölmenntu Danir sem og ferðamenn í borginni í lestirnar enda ókeypis þennan fyrsta dag. Samkvæmt frétt Danmarks Radio stóðu börn og fullorðnir í löngum biðröðum við margar af hinum sautján nýju lestarstöðvum. Það var Margrét Þórhildur Danadrottning sem setti nýja lestakerfið formlega í gang. Samkvæmt frétt DR vekur nýja kerfið mikla lukku meðal almennings. Hver lestarstöð er skreytt á sinn hátt og er það ekki síst þess vegna sem fólk er hrifið. Rætt var við verkfræðinginn Ole Quistgaard sem kvað lestakerfið góða fjárfestingu fyrir Kaupmannahöfn, íbúa höfuðborgarinnar og alla sem þangað koma. „Neðanjarðarlest heyrir til í stórborg,“ sagði Quistgaard. Lestarævintýrinu fylgir þó að fargjöld í allt lestakerfið hækka að meðaltali um eina danska krónu – jafnvirði 18 íslenskra króna. „Mér finnst það svínarí að það komi aukagjöld á öllum leiðum,“ hafði DR eftir Charlotte Axelsen sem býr í Frederiksberg. Nýju stöðvarnar munu tengja Vesterbro, Frederiksberg, Nørrebro, Østerbro og miðbæinn og sagt er að lengsta ferðin taki að hámarki tólf mínútur. Engir lestarstjórar eru um borð og aka lestirnar á þriggja mínútna fresti á háannatímum. Með framkvæmdinni er áætlað að ferðir í neðanjarðarlestunum verði orðnar tvöfalt fleiri á næsta ári. Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Nýtt neðanjarðarlestakerfi var opnað í Kaupmannahöfn í gær og fjölmenntu Danir sem og ferðamenn í borginni í lestirnar enda ókeypis þennan fyrsta dag. Samkvæmt frétt Danmarks Radio stóðu börn og fullorðnir í löngum biðröðum við margar af hinum sautján nýju lestarstöðvum. Það var Margrét Þórhildur Danadrottning sem setti nýja lestakerfið formlega í gang. Samkvæmt frétt DR vekur nýja kerfið mikla lukku meðal almennings. Hver lestarstöð er skreytt á sinn hátt og er það ekki síst þess vegna sem fólk er hrifið. Rætt var við verkfræðinginn Ole Quistgaard sem kvað lestakerfið góða fjárfestingu fyrir Kaupmannahöfn, íbúa höfuðborgarinnar og alla sem þangað koma. „Neðanjarðarlest heyrir til í stórborg,“ sagði Quistgaard. Lestarævintýrinu fylgir þó að fargjöld í allt lestakerfið hækka að meðaltali um eina danska krónu – jafnvirði 18 íslenskra króna. „Mér finnst það svínarí að það komi aukagjöld á öllum leiðum,“ hafði DR eftir Charlotte Axelsen sem býr í Frederiksberg. Nýju stöðvarnar munu tengja Vesterbro, Frederiksberg, Nørrebro, Østerbro og miðbæinn og sagt er að lengsta ferðin taki að hámarki tólf mínútur. Engir lestarstjórar eru um borð og aka lestirnar á þriggja mínútna fresti á háannatímum. Með framkvæmdinni er áætlað að ferðir í neðanjarðarlestunum verði orðnar tvöfalt fleiri á næsta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira