Enski boltinn

Segja Moyes opinn fyrir endurkomu til Everton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Moyes á leik Portúgal og Sviss í Þjóðadeildinni í sumar.
Moyes á leik Portúgal og Sviss í Þjóðadeildinni í sumar. vísir/getty
Enska götublaðið Mirror greinir frá því á vef sínum í dag að David Moyes sé tilbúinn í endurkomu í enska boltann og stjórastarfið hjá Everton heilli hann.

Moyes yfirgaf Everton árið 2013 og tók þá við Manchester United eftir ellefu ára starf hjá þeim bláklæddu. Hann dugði þó einungis í tíu mánuði hjá United.

Samkvæmt heimildum Mirror hefur Moyes áuhga á starfinu hjá Everton sem og öðrum í úrvalsdeildinni en hann neitað tilboðum frá liðum í ensku B og C-deildunum.





Hann er líklegastur til að taka við Everton sem hefur byrjað illa og er í fallsæti þegar átta umferðir eru búnar af enska boltanum.

Moyes kom Everton í forkeppni Meistaradeildarinnar á tíma sínum hjá félaginu og er talinn í miklum metum hjá forráðamönnum félagsins.

Marco Silva er líklegasti stjórinn í úrvalsdeildinni til þess að vera rekinn og sagt er að hann fái lokatilraun gegn West Ham þann 19. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×