Danskur tímaflakkari tékkar á Íslandi Þórarinn Þórarinsson skrifar 9. október 2019 09:00 Árni Beck Gunnarsson hefur búið í Danmörku í tuttugu ár þar sem hann unir hag sínum vel í félagsskap myndasöguliðsins og á kafi í myndasögum sem enginn skortur er á þar í landi. „Ég kynntist Lars Jakobsen fyrir algera tilviljun haustið sem ég flutti til Danmerkur fyrir tuttugu árum. Þegar ég fór á aðalbókasafnið hérna í Köben var lítil myndasöguhátíð í gangi. Peter Madsen var þarna með Goðheimana og svo Lars með aðra seríu sem hann hefur teiknað lengi og þarna byrjaði ég aðeins að kynnast þessu danska teiknimyndasöguliði,“ segir Árni Beck Gunnarsson, sem kennir útlendingum dönsku og fæst við myndasöguþýðingar í Danmörku svo eitthvað sé nefnt. Síðan leið og beið og það var ekki fyrr en fyrir átta árum sem þeir Jakobsen kynntust almennilega þegar Árni fylgdi vini sínum á myndasöguhátíðina Art Bubble sem Jakobsen kom á laggirnar í Danmörku.Byrjað á öfugum enda „Þannig að þetta byrjaði hægt og rólega og ég er búinn að vera að vinna með Lars í eitthvað á sjöunda ár,“ segir Árni sem þýddi sína fyrstu myndasögu, Mouse Guard 3: The Black Axe, einmitt í tengslum við Art Bubble. „Bandaríski höfundurinn David Peterson var að koma á hátíðina en hann er af dönskum ættum og okkur fannst nauðsynlegt að bók eftir hann kæmi út á dönsku. Það voru ekki allir jafn hrifnir af því að þýða úr ensku á dönsku en mér tókst að sannfæra Lars og hann gaf bókina út og hún er uppseld á dönsku hérna.“Mortensen er æðislegur Árni segir Jakobsen lengi hafa langað til þess að fá Mortensen þýddan á íslensku og sjálfur hafi hann verið meira en til í verkið. „Mortensen-bækurnar eru alveg æðislegar,“ segir hann og bætir við að Jakobsen styðjist mikið við raunverulega atburði og aðstæður sem geri bækurnar jafn skemmtilegar og raun ber vitni. „Síðan er þetta líka ósköp meinlaust, enginn hættulegur hasar eða blótsyrði þannig að þetta er fyrir alla aldurshópa. Hrein og einföld saga.“ Bókin Dularfulla handritið er til sölu í Nexus, varnarþingi myndasögufólks og nörda allra gerða á Íslandi, og Árni segir að ef fer sem horfir muni þeir Jakobsen gefa út fleiri bækur um hetjuna á íslensku. „Þetta hefur gengið ansi vel og það gengur á litla upplagið. Við ákváðum að keyra á smá upplag og sjá hvernig það gengur.“ Gangi áform þeirra félaga eftir er af nógu að taka þar sem fjórar aðrar bækur hafa komið út um Mortensen og „hann er að vinna í sjöttu bókinni núna og hún á að koma út í Danmörku, Hollandi og Belgíu á næsta ári“.Ísland er öðruvísi Ekki þarf því að fjölyrða um vinsældir Mortensens í heimalandinu. „En bókin hefur líka komið út í Bandaríkjunum þaðan sem henni var dreift til Englands og Ástralíu. Hún hefur komið út ansi víða, verið mjög vinsæl og er uppseld á enska markaðnum,“ segir Árni. Hvað áhuga Jakobsens á íslenskri þýðingu varðar segist Árni telja að hann hafi fyrst og fremst „bara langað að prófa eitthvað annað“ og gerist ögn dularfullur þegar hann bætir við: „Og svo er aldrei að vita nema Mortensen sjálfur eigi eftir að koma til Íslands.“Stefán PálssonDanskurinn ekki svo djöfullegur „Danir seldu okkur kannski maðkað mjöl og hálshjuggu Jón Arason, en þeir kenndu okkur Íslendingum líka að lesa myndasögur,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur sem auk þess að safna myndasögum af ástríðu er hafsjór af fróðleik um fyrirbærið. „Þá er ég ekki bara að tala um Andrés Önd, heldur kynntumst við fransk/belgíska myndasöguheiminum í gegnum Dani, þar sem íslensku forlögin nýttu möguleika á að fá samprentaðar bækur.“ Stefán segir að þar fyrir utan hafi Danir sjálfir átt marga góða myndasöguhöfunda í gegnum tíðina. „Lars Jakobsen er einn af þeim kunnari í dag. Hans vinsælasta sería eru skrítlur um hóp af hænum á sveitabæ sem birtast vikulega í Familie Journal, sem er auðvitað lykilrit fyrir alla sem vilja fylgjast með skandinavísku kóngafólki!“ segir Stefán sem var Árna innan handar og las þýðinguna yfir.Klassísk spennusaga „En áhugi Jakobsens á myndasögum ristir dýpra. Hann hefur gert sjónvarpsþætti og bækur um sögu þessa listforms og einstaka myndasöguhöfunda. Þetta er því maður sem gjörþekkir formið og maður sér það mjög vel í þessum sögum hans um hetjuna Mortensen sem er mjög „klassísk“ spennusaga um tímaferðalagalöggu,“ segir Stefán og heldur áfram enda kominn á flug: „Að sumu leyti minna sögurnar hans á það þegar bókmenntafræðingar setjast niður og semja sjálfir skáldsögur. Og geta þá aldrei stillt sig um að planta alls konar vísunum og eru mjög meðvitaðir um sjálft listformið. En fyrst og fremst er það skemmtilegt að sjá nýlegar erlendar myndasögur koma út í íslenskri þýðingu. Froskur útgáfa hefur sinnt franska málsvæðinu vel, en það er líka gott að gleyma ekki gömlu herraþjóðinni.“Stórsókn úr Goðheimum Frændur vorir Danir eru frekir til fjörsins á íslenska myndasögumarkaðnum um þessar mundir þar sem auk Mortensens eru gamlir kunningjar að gera sig breiða á ný. Myndasöguhöfundurinn Peter Madsen var með sögur sínar úr Goðheimum á bókasafninu í Kaupmannahöfn forðum þegar Árni Beck Gunnarsson hafði sín fyrstu kynni af Lars Jakobsen og að honum ólöstuðum kannast líklega mun fleiri Íslendingar við Madsen. Bækurnar hans úr sagnabálkinum kenndum við Goðheima nutu gríðarlegra vinsælda hér á landi á níunda áratugnum og hjá Forlaginu hefur verið ákveðið að þrumuguðinn Þór fái aftur að sveifla Mjölni yfir hausamótum þursa, Loka hins lævísa og mannsbarnanna Röskvu og Þjálfa sem eru miðpunktur bókanna. Hólmgangan er níunda bókin í flokknum og kemur nú í fyrsta sinn út á íslensku í þýðingu Bjarna Frímanns Karlssonar. Þá hefur fyrsta bókin, Úlfurinn bundinn í þýðingu Guðna Kolbeinssonar, verið endurútgefin. Ekki síst í tilefni þess að á föstudaginn verður ný kvikmynd byggð á sögum Madsens frumsýnd á Íslandi. Kvikmyndin Goðheimar er dönsk en fjöldi Íslendinga kemur að framleiðslunni. Netop Films er meðframleiðandi, Margrét Einarsdóttir er búningahönnuður, Kristín Júlía sá um hár og förðun og Salóme Gunnarsdóttir og Lára Jóhanna leika í myndinni sem einnig var að hluta til tekin hér á landi. Rétt eins og í Úlfurinn bundinn slást víkingabörnin Röskva og Þjálfi í för með Þór og Loka þegar þeir eru á leið heim til Ásgarðs. Þegar Goðheimar eru við það að falla reynir á krakkana sem eru þeirra eina von. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Ég kynntist Lars Jakobsen fyrir algera tilviljun haustið sem ég flutti til Danmerkur fyrir tuttugu árum. Þegar ég fór á aðalbókasafnið hérna í Köben var lítil myndasöguhátíð í gangi. Peter Madsen var þarna með Goðheimana og svo Lars með aðra seríu sem hann hefur teiknað lengi og þarna byrjaði ég aðeins að kynnast þessu danska teiknimyndasöguliði,“ segir Árni Beck Gunnarsson, sem kennir útlendingum dönsku og fæst við myndasöguþýðingar í Danmörku svo eitthvað sé nefnt. Síðan leið og beið og það var ekki fyrr en fyrir átta árum sem þeir Jakobsen kynntust almennilega þegar Árni fylgdi vini sínum á myndasöguhátíðina Art Bubble sem Jakobsen kom á laggirnar í Danmörku.Byrjað á öfugum enda „Þannig að þetta byrjaði hægt og rólega og ég er búinn að vera að vinna með Lars í eitthvað á sjöunda ár,“ segir Árni sem þýddi sína fyrstu myndasögu, Mouse Guard 3: The Black Axe, einmitt í tengslum við Art Bubble. „Bandaríski höfundurinn David Peterson var að koma á hátíðina en hann er af dönskum ættum og okkur fannst nauðsynlegt að bók eftir hann kæmi út á dönsku. Það voru ekki allir jafn hrifnir af því að þýða úr ensku á dönsku en mér tókst að sannfæra Lars og hann gaf bókina út og hún er uppseld á dönsku hérna.“Mortensen er æðislegur Árni segir Jakobsen lengi hafa langað til þess að fá Mortensen þýddan á íslensku og sjálfur hafi hann verið meira en til í verkið. „Mortensen-bækurnar eru alveg æðislegar,“ segir hann og bætir við að Jakobsen styðjist mikið við raunverulega atburði og aðstæður sem geri bækurnar jafn skemmtilegar og raun ber vitni. „Síðan er þetta líka ósköp meinlaust, enginn hættulegur hasar eða blótsyrði þannig að þetta er fyrir alla aldurshópa. Hrein og einföld saga.“ Bókin Dularfulla handritið er til sölu í Nexus, varnarþingi myndasögufólks og nörda allra gerða á Íslandi, og Árni segir að ef fer sem horfir muni þeir Jakobsen gefa út fleiri bækur um hetjuna á íslensku. „Þetta hefur gengið ansi vel og það gengur á litla upplagið. Við ákváðum að keyra á smá upplag og sjá hvernig það gengur.“ Gangi áform þeirra félaga eftir er af nógu að taka þar sem fjórar aðrar bækur hafa komið út um Mortensen og „hann er að vinna í sjöttu bókinni núna og hún á að koma út í Danmörku, Hollandi og Belgíu á næsta ári“.Ísland er öðruvísi Ekki þarf því að fjölyrða um vinsældir Mortensens í heimalandinu. „En bókin hefur líka komið út í Bandaríkjunum þaðan sem henni var dreift til Englands og Ástralíu. Hún hefur komið út ansi víða, verið mjög vinsæl og er uppseld á enska markaðnum,“ segir Árni. Hvað áhuga Jakobsens á íslenskri þýðingu varðar segist Árni telja að hann hafi fyrst og fremst „bara langað að prófa eitthvað annað“ og gerist ögn dularfullur þegar hann bætir við: „Og svo er aldrei að vita nema Mortensen sjálfur eigi eftir að koma til Íslands.“Stefán PálssonDanskurinn ekki svo djöfullegur „Danir seldu okkur kannski maðkað mjöl og hálshjuggu Jón Arason, en þeir kenndu okkur Íslendingum líka að lesa myndasögur,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur sem auk þess að safna myndasögum af ástríðu er hafsjór af fróðleik um fyrirbærið. „Þá er ég ekki bara að tala um Andrés Önd, heldur kynntumst við fransk/belgíska myndasöguheiminum í gegnum Dani, þar sem íslensku forlögin nýttu möguleika á að fá samprentaðar bækur.“ Stefán segir að þar fyrir utan hafi Danir sjálfir átt marga góða myndasöguhöfunda í gegnum tíðina. „Lars Jakobsen er einn af þeim kunnari í dag. Hans vinsælasta sería eru skrítlur um hóp af hænum á sveitabæ sem birtast vikulega í Familie Journal, sem er auðvitað lykilrit fyrir alla sem vilja fylgjast með skandinavísku kóngafólki!“ segir Stefán sem var Árna innan handar og las þýðinguna yfir.Klassísk spennusaga „En áhugi Jakobsens á myndasögum ristir dýpra. Hann hefur gert sjónvarpsþætti og bækur um sögu þessa listforms og einstaka myndasöguhöfunda. Þetta er því maður sem gjörþekkir formið og maður sér það mjög vel í þessum sögum hans um hetjuna Mortensen sem er mjög „klassísk“ spennusaga um tímaferðalagalöggu,“ segir Stefán og heldur áfram enda kominn á flug: „Að sumu leyti minna sögurnar hans á það þegar bókmenntafræðingar setjast niður og semja sjálfir skáldsögur. Og geta þá aldrei stillt sig um að planta alls konar vísunum og eru mjög meðvitaðir um sjálft listformið. En fyrst og fremst er það skemmtilegt að sjá nýlegar erlendar myndasögur koma út í íslenskri þýðingu. Froskur útgáfa hefur sinnt franska málsvæðinu vel, en það er líka gott að gleyma ekki gömlu herraþjóðinni.“Stórsókn úr Goðheimum Frændur vorir Danir eru frekir til fjörsins á íslenska myndasögumarkaðnum um þessar mundir þar sem auk Mortensens eru gamlir kunningjar að gera sig breiða á ný. Myndasöguhöfundurinn Peter Madsen var með sögur sínar úr Goðheimum á bókasafninu í Kaupmannahöfn forðum þegar Árni Beck Gunnarsson hafði sín fyrstu kynni af Lars Jakobsen og að honum ólöstuðum kannast líklega mun fleiri Íslendingar við Madsen. Bækurnar hans úr sagnabálkinum kenndum við Goðheima nutu gríðarlegra vinsælda hér á landi á níunda áratugnum og hjá Forlaginu hefur verið ákveðið að þrumuguðinn Þór fái aftur að sveifla Mjölni yfir hausamótum þursa, Loka hins lævísa og mannsbarnanna Röskvu og Þjálfa sem eru miðpunktur bókanna. Hólmgangan er níunda bókin í flokknum og kemur nú í fyrsta sinn út á íslensku í þýðingu Bjarna Frímanns Karlssonar. Þá hefur fyrsta bókin, Úlfurinn bundinn í þýðingu Guðna Kolbeinssonar, verið endurútgefin. Ekki síst í tilefni þess að á föstudaginn verður ný kvikmynd byggð á sögum Madsens frumsýnd á Íslandi. Kvikmyndin Goðheimar er dönsk en fjöldi Íslendinga kemur að framleiðslunni. Netop Films er meðframleiðandi, Margrét Einarsdóttir er búningahönnuður, Kristín Júlía sá um hár og förðun og Salóme Gunnarsdóttir og Lára Jóhanna leika í myndinni sem einnig var að hluta til tekin hér á landi. Rétt eins og í Úlfurinn bundinn slást víkingabörnin Röskva og Þjálfi í för með Þór og Loka þegar þeir eru á leið heim til Ásgarðs. Þegar Goðheimar eru við það að falla reynir á krakkana sem eru þeirra eina von.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira