UNESCO spyr líka um Gjábakkaveg Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. október 2019 06:15 Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður. Fréttablaðið/Anton Brink Mechtild Rössler, aðalframkvæmdastjóri Heimsminjaskrifstofu UNESCO, segir ráðgefandi stofnanir harma að endurnýjun Gjábakkavegar á Þingvelli hafi ekki farið í umhverfismat. Þetta kemur fram í bréfi Rössler til íslenskra stjórnvalda. Segir hún að Alþjóðaráðið um minnisvarða og sögustaði (ICOMOS) og Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin (IUCN) harmi að ekki hafi verið lagt mat á áhrif framkvæmdarinnar á umhverfið og á heimsminjar. Þá skorti heildaráætlun um umferð. „Að auki þá gæti framkvæmdin við Gjábakkaveg til lengri tíma litið leitt til hættu á mengun vatnsins í Þingvallavatni,“ skrifar Rössler. Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir stækkun Gjábakkavegar einmitt leiða til minni hættu á að mengun berist í Þingvallavatn. Umferð í gegn um þjóðgarðinn fari nú öll um Gjábakkaveg því veginum við vatnið hafi verði breytt í botnlanga. Varðandi mat á umhverfisáhrifum segir Einar að það hafi upphaflega verið sett í lögformlegt ferli af Vegagerðinni. „Það voru eiginlega allar stofnanir sem sögðu þetta þannig framkvæmd að hún þyrfti ekki að fara í fullt umhverfismat,“ segir hann. Þetta verði útskýrt fyrir UNESCO. „Það örlar á misskilningi í bréfinu hjá þeim og þarna eru atriði sem þarf að skýra betur.“ Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Heimsminjaskrifstofan nú einnig til skoðunar kvörtun vegna starfsemi köfunarfyrirtækja í Silfru. Einar segist ekki óttast að þau umsvif ógni stöðu Þingvalla á heimsminjaskrá. Hann bendir meðal annars á að aðeins sé leyft að kafa í tveimur gjám á Þingvöllum og með ströngum skilyrðum. Þetta og fleira verði útskýrt í svari til Heimsminjaskrifstofunnar auk þess sem ýmislegt í kvörtunarbréfinu verði leiðrétt. „Tilfinning mín er að það verði hægt að skýra þessa starfsemi ágætlega fyrir Heimsminjaskrifstofunni,“ segir þjóðgarðsvörður. Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Umhverfismál Þingvellir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira
Mechtild Rössler, aðalframkvæmdastjóri Heimsminjaskrifstofu UNESCO, segir ráðgefandi stofnanir harma að endurnýjun Gjábakkavegar á Þingvelli hafi ekki farið í umhverfismat. Þetta kemur fram í bréfi Rössler til íslenskra stjórnvalda. Segir hún að Alþjóðaráðið um minnisvarða og sögustaði (ICOMOS) og Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin (IUCN) harmi að ekki hafi verið lagt mat á áhrif framkvæmdarinnar á umhverfið og á heimsminjar. Þá skorti heildaráætlun um umferð. „Að auki þá gæti framkvæmdin við Gjábakkaveg til lengri tíma litið leitt til hættu á mengun vatnsins í Þingvallavatni,“ skrifar Rössler. Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir stækkun Gjábakkavegar einmitt leiða til minni hættu á að mengun berist í Þingvallavatn. Umferð í gegn um þjóðgarðinn fari nú öll um Gjábakkaveg því veginum við vatnið hafi verði breytt í botnlanga. Varðandi mat á umhverfisáhrifum segir Einar að það hafi upphaflega verið sett í lögformlegt ferli af Vegagerðinni. „Það voru eiginlega allar stofnanir sem sögðu þetta þannig framkvæmd að hún þyrfti ekki að fara í fullt umhverfismat,“ segir hann. Þetta verði útskýrt fyrir UNESCO. „Það örlar á misskilningi í bréfinu hjá þeim og þarna eru atriði sem þarf að skýra betur.“ Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Heimsminjaskrifstofan nú einnig til skoðunar kvörtun vegna starfsemi köfunarfyrirtækja í Silfru. Einar segist ekki óttast að þau umsvif ógni stöðu Þingvalla á heimsminjaskrá. Hann bendir meðal annars á að aðeins sé leyft að kafa í tveimur gjám á Þingvöllum og með ströngum skilyrðum. Þetta og fleira verði útskýrt í svari til Heimsminjaskrifstofunnar auk þess sem ýmislegt í kvörtunarbréfinu verði leiðrétt. „Tilfinning mín er að það verði hægt að skýra þessa starfsemi ágætlega fyrir Heimsminjaskrifstofunni,“ segir þjóðgarðsvörður.
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Umhverfismál Þingvellir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira