Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. október 2019 18:30 Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. Konan var færð alvarlega slösuð á sjúkrahús en henni hefur nú verið komið í öruggt skjól að sögn lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti meint árás sér stað í gámum úti á Granda en um er að ræða úrræði á vegum borgarinnar fyrir langt leidda fíkla. „Lögregla var kölluð til vestur í bæ um hádegisbil í gær þar sem barst tilkynning um að þar kona væri slösuð líklegast eftir líkamsárás og kynferðisofbeldi og fyrstu lögreglumenn sem mættu á vettvang mátu það þannig að hún væri það slösuð að það þyrfti að flytja hana á brott með sjúkrabíl,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hafa fengið upplýsingar um hvort fólkið bjó í gámunum eða var þar af öðrum ástæðum en samkvæmt upplýsingum frá borginni búa engar konur þar. „Meintur gerandi var ekki að vettvangi þegar lögregla kom en hann fannst í miðbæ Reykjavíkur um klukkutíma seinna og var handtekinn og í ljósi aðstæðna var ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur,“ segir Ævar. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. október um hádegisbil í dag. „Í dag er til rannsóknar kynferðisbrot, brot í nánu sambandi og líkamsárás.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn meðal annars grunaður um að hafa haldið konunni kverkataki um tíma. „Við erum að skoða hvort þetta sé það alvarleg líkamsáras að það verði að skoða hana sem tilraun til manndráps,“ segir Ævar en tekin hefur verið ákvörðun um að svo verði gert. Maðurinn hefur samkvæmt heimildum fréttastofu margoft komið við sögu lögreglu og hlotið dóma meðal annars fyrir ofbeldisbrot og heimilisofbeldi. Hann losnaði úr fangelsi nú síðast í sumar. Í dómi yfir manninum frá 2017 segir að hann sé verulega hættulegur. Iðulega sé notast við sérsveit þegar afskipti eru höfð af honum enda hafi hann margítrekað gerst sekur um ofbeldisbrot. Eins og fyrr segir var konan flutt á slysadeild en hefur verið útskrifuð þaðan. „Henni var komið fyrir þar sem öryggi hennar er tryggt.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. Konan var færð alvarlega slösuð á sjúkrahús en henni hefur nú verið komið í öruggt skjól að sögn lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti meint árás sér stað í gámum úti á Granda en um er að ræða úrræði á vegum borgarinnar fyrir langt leidda fíkla. „Lögregla var kölluð til vestur í bæ um hádegisbil í gær þar sem barst tilkynning um að þar kona væri slösuð líklegast eftir líkamsárás og kynferðisofbeldi og fyrstu lögreglumenn sem mættu á vettvang mátu það þannig að hún væri það slösuð að það þyrfti að flytja hana á brott með sjúkrabíl,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hafa fengið upplýsingar um hvort fólkið bjó í gámunum eða var þar af öðrum ástæðum en samkvæmt upplýsingum frá borginni búa engar konur þar. „Meintur gerandi var ekki að vettvangi þegar lögregla kom en hann fannst í miðbæ Reykjavíkur um klukkutíma seinna og var handtekinn og í ljósi aðstæðna var ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur,“ segir Ævar. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. október um hádegisbil í dag. „Í dag er til rannsóknar kynferðisbrot, brot í nánu sambandi og líkamsárás.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn meðal annars grunaður um að hafa haldið konunni kverkataki um tíma. „Við erum að skoða hvort þetta sé það alvarleg líkamsáras að það verði að skoða hana sem tilraun til manndráps,“ segir Ævar en tekin hefur verið ákvörðun um að svo verði gert. Maðurinn hefur samkvæmt heimildum fréttastofu margoft komið við sögu lögreglu og hlotið dóma meðal annars fyrir ofbeldisbrot og heimilisofbeldi. Hann losnaði úr fangelsi nú síðast í sumar. Í dómi yfir manninum frá 2017 segir að hann sé verulega hættulegur. Iðulega sé notast við sérsveit þegar afskipti eru höfð af honum enda hafi hann margítrekað gerst sekur um ofbeldisbrot. Eins og fyrr segir var konan flutt á slysadeild en hefur verið útskrifuð þaðan. „Henni var komið fyrir þar sem öryggi hennar er tryggt.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent