Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2019 13:31 Trump hefur staðfastlega neitað að birta skattskýrslur sínar og barist gegn kröfum þess efnis með kjafti og klóm. AP/Evan Vucci Alríkisdómstóll hafnaði rökum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsóknum og úrskurðaði að saksóknarar í New York skuli fá skattskýrslur hans og fyrirtækis hans undanfarinna átta ára afhentar. Áfrýjunardómstóll frestaði áhrifum úrskurðarins. Saksóknarar í New York kröfðust skattskýrslna forsetans með stefnu frá endurskoðunarfyrirtækinu Mazars USA fyrir mánuði. Krafan tengist rannsókn þeirra á því hvort að Trump og fyrirtæki hans hafi brotið lög þegar þau endurgreiddu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni Trump, vegna þagnargreiðslna hans til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Dómsmálaráðuneytið studdi forsetann í málinu sem hann höfðaði til að koma í veg fyrir að þurfa að afhenda skattskýrslurnar. Alríkisdómari hafnaði rökum þeirra um að sitjandi forseti njóti friðhelgi gegn sakamálarannsóknum og sagði þau „andstæð stjórnskipan þjóðarinnar og stjórnarskrárlegum gildum“. Forsetar, fjölskyldur þeirra og fyrirtæki væru ekki yfir lögin hafin, að því er New York Times hefur upp úr dómnum. Lögmenn Trump höfðu einnig fært rök fyrir því að það ylli Trump „óbætanlegum skaða“ yrðu skattskýrslur hans og fyrirtækis hans gerðar opinberar. Ólíkt fyrri Bandaríkjaforsetum hefur Trump hvorki birt skattskýrslur sínar né slitið tengsl við fyrirtæki sín. Í kosningabaráttunni bar hann fyrir sig að yfirvöld væru að endurskoða skattskýrslur hans þrátt fyrir að yfirvöld segðu það ekki standa í vegi þess að hann birtir skýrslurnar. Trump nýtur áfram ágóða af rekstri fyrirtækjanna sem tveir synir hans stýra. Demókratar hafa höfðað önnur dómsmál til að fá upplýsingar um hvort að forsetinn brjóti mögulega lög sem banna honum að taka við gjöfum eða sporslum frá erlendum þjóðarleiðtogum með viðskiptum fyrirtækja í hans eigu við erlend ríki.Uppfært 15:06 Áfrýjunardómstóll féllst á kröfu lögmanna Trump um að fresta réttaráhrifum úrskurðarins á meðan áfrýjun þeirra er tekin fyrir, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump höfðar mál vegna skattskýrslulöggjafar Donald Trump og Repúblikanaflokkurinn höfða nú mál gegn Kaliforníuríki eftir að löggjöf sem kveður á um að forsetaframbjóðendur þurfi að birta skattskýrslur sínar, vilji þeir taka þátt í forvali forsetakosninga í ríkinu, var samþykkt. 7. ágúst 2019 08:43 Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Pence sakaður um að fóðra vasa Trump í Írlandsheimsókn Starfsmannastjóri bandaríska varaforsetans segir hann gista á hóteli Trump á Írlandi að uppástungu forsetans sjálfs. 3. september 2019 19:48 Trump áfrýjar úrskurði um aðgang þingsins að fjárhagsupplýsingum Málareksturinn varðar stefnur Bandaríkjaþings til Deutsche Bank og Capital One um gögn um Trump, fjölskyldu hans og fyrirtæki. 24. maí 2019 16:46 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Alríkisdómstóll hafnaði rökum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsóknum og úrskurðaði að saksóknarar í New York skuli fá skattskýrslur hans og fyrirtækis hans undanfarinna átta ára afhentar. Áfrýjunardómstóll frestaði áhrifum úrskurðarins. Saksóknarar í New York kröfðust skattskýrslna forsetans með stefnu frá endurskoðunarfyrirtækinu Mazars USA fyrir mánuði. Krafan tengist rannsókn þeirra á því hvort að Trump og fyrirtæki hans hafi brotið lög þegar þau endurgreiddu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni Trump, vegna þagnargreiðslna hans til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Dómsmálaráðuneytið studdi forsetann í málinu sem hann höfðaði til að koma í veg fyrir að þurfa að afhenda skattskýrslurnar. Alríkisdómari hafnaði rökum þeirra um að sitjandi forseti njóti friðhelgi gegn sakamálarannsóknum og sagði þau „andstæð stjórnskipan þjóðarinnar og stjórnarskrárlegum gildum“. Forsetar, fjölskyldur þeirra og fyrirtæki væru ekki yfir lögin hafin, að því er New York Times hefur upp úr dómnum. Lögmenn Trump höfðu einnig fært rök fyrir því að það ylli Trump „óbætanlegum skaða“ yrðu skattskýrslur hans og fyrirtækis hans gerðar opinberar. Ólíkt fyrri Bandaríkjaforsetum hefur Trump hvorki birt skattskýrslur sínar né slitið tengsl við fyrirtæki sín. Í kosningabaráttunni bar hann fyrir sig að yfirvöld væru að endurskoða skattskýrslur hans þrátt fyrir að yfirvöld segðu það ekki standa í vegi þess að hann birtir skýrslurnar. Trump nýtur áfram ágóða af rekstri fyrirtækjanna sem tveir synir hans stýra. Demókratar hafa höfðað önnur dómsmál til að fá upplýsingar um hvort að forsetinn brjóti mögulega lög sem banna honum að taka við gjöfum eða sporslum frá erlendum þjóðarleiðtogum með viðskiptum fyrirtækja í hans eigu við erlend ríki.Uppfært 15:06 Áfrýjunardómstóll féllst á kröfu lögmanna Trump um að fresta réttaráhrifum úrskurðarins á meðan áfrýjun þeirra er tekin fyrir, að sögn AP-fréttastofunnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump höfðar mál vegna skattskýrslulöggjafar Donald Trump og Repúblikanaflokkurinn höfða nú mál gegn Kaliforníuríki eftir að löggjöf sem kveður á um að forsetaframbjóðendur þurfi að birta skattskýrslur sínar, vilji þeir taka þátt í forvali forsetakosninga í ríkinu, var samþykkt. 7. ágúst 2019 08:43 Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Pence sakaður um að fóðra vasa Trump í Írlandsheimsókn Starfsmannastjóri bandaríska varaforsetans segir hann gista á hóteli Trump á Írlandi að uppástungu forsetans sjálfs. 3. september 2019 19:48 Trump áfrýjar úrskurði um aðgang þingsins að fjárhagsupplýsingum Málareksturinn varðar stefnur Bandaríkjaþings til Deutsche Bank og Capital One um gögn um Trump, fjölskyldu hans og fyrirtæki. 24. maí 2019 16:46 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Trump höfðar mál vegna skattskýrslulöggjafar Donald Trump og Repúblikanaflokkurinn höfða nú mál gegn Kaliforníuríki eftir að löggjöf sem kveður á um að forsetaframbjóðendur þurfi að birta skattskýrslur sínar, vilji þeir taka þátt í forvali forsetakosninga í ríkinu, var samþykkt. 7. ágúst 2019 08:43
Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56
Pence sakaður um að fóðra vasa Trump í Írlandsheimsókn Starfsmannastjóri bandaríska varaforsetans segir hann gista á hóteli Trump á Írlandi að uppástungu forsetans sjálfs. 3. september 2019 19:48
Trump áfrýjar úrskurði um aðgang þingsins að fjárhagsupplýsingum Málareksturinn varðar stefnur Bandaríkjaþings til Deutsche Bank og Capital One um gögn um Trump, fjölskyldu hans og fyrirtæki. 24. maí 2019 16:46