Hjartnæmt viðtal við Sif um föðurmissinn: „Hann gaf svo rosalega mikið af sér“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. október 2019 09:00 Sif Atladóttir í landsleik. vísir/bára Landsliðskonan Sif Atladóttir missti föður sinn, Atla Eðvaldsson, í síðasta mánuði. Sif ræddi föðurmissinn í ítarlegu viðtali við RÚV í gær. Sif er nú í Lettlandi með íslenska landsliðinu þar sem hún undirbýr sig fyrir komandi leik í undankeppni EM 2021 en leikið er á morgun í Lettlandi. Goðsögnin Atli lést 2. september en það var einmitt sama dag og Ísland spilaði gegn Slóvakíu í sömu undankeppni. Sif spilar með Kristianstad í Svíþjóð og hún segir að hún eigi liði sínu mikið að þakka. „Kristianstad gerði ótrúlega mikið fyrir mig. Að ganga í gegnum svona er svolítið erfitt. Að hafa skilning frá atvinnurekanda er ótrúlega mikilvægt en það er ekkert gefið í íþróttaheiminum, sagði Sif í ítarlegu viðtali við Kristjönu Arnardóttur. „Við vissum lengi að pabba væri veikur. Hann var hjá okkur í heilt ár og þar gat ég alltaf fylgst með og hann var alltaf frískur hjá okkur, þó að hann hafi verið með krabbamein. Þannig að ég hafði aldrei áhyggjur. Það var ekki fyrr en að hann fór heim að þá fer maður að hugsa um það hvort maður eigi sjálfur að fara heim eða ekki.” Atli er mikil goðsögn á Íslandi og þegar hann lést þá voru margir sem sendu samúðarkveðjur og skrifuðu minningargreinar um fyrrum landsliðsþjálfarann og landsliðsmanninn. „Við vissum alltaf að pabbi væri þekktur en að sjá öll fallegu minningarorðin og að sjá hvað hann snerti fólk.. Þegar ég var krakki að fara með pabba í bæinn, sem átti að taka tíu mínútur, að það tók alltaf 2-3 tíma. Maður hékk á hendinni og sagði: „Jæja, pabbi nú drífum við okkur!” En það var alveg sama hver það var, hvort sem það hafi verið einhver sem hann þekkti eða einhver sem hafði skoðun, hann stoppaði alltaf og talaði við fólkið.” „Oftar en ekki spurði ég hann hver þetta var og hann vissi það ekki: “Bara einhver sem þurfti að tala við mig.” Ég upplifði það alltaf þannig að þegar fólk fór frá honum að þá var það í miklu betra skapi heldur en þegar það kom. Hann gaf svo rosalega mikið af sér. En við áttuðum okkur í rauninni aldrei á því hversu frægur hann var fyrr en hann fer.”Sif í landsleik gegn Ungverjalandi í síðasta mánuði.vísir/báraAtli menntaði sig vel í þjálfarafræðunum en varnarmaðurinn Sif segir að hann hafi lent í erfiðleikum eftir að hann kom heim frá Þýskalandi. „Ég veit líka hvað hann gekk í gegnum. Hann fer til Þýskalands og sækir sér þessa þjálfaragráðu. Svo kemur hann heim og þá varð maður pínu reiður. Helst af því að maður sá hann lenda í svo rosalegu mótlæti. Þá hugsar maður stundum: „Hvar var fólkið þegar hann þurfti mest á því að halda?”. Þegar maður fer að rifja þetta upp getur maður orðið pínu reiður. En svo sagði Egill bróðir að pabbi hefði hugsað með sér: „Það er ekki það sem skiptir máli.”. Fólk er að minnast hans af því að hann var svo dásamlegur. Svo næst, ef einhver bankar upp á og þú átt möguleikann á því að opna dyrnar, að þá kannski opnarðu dyrnar.” „Pabbi hefði líka sagt þetta. Bara að ef við getum hjálpað hvoru öðru að þá er það mjög mikilvægt. Ég held að það hafi lýst honum ótrúlega vel. Ef að pabbi hefði átt möguleikann á að opna dyrnar fyrir þeim sem bankaði upp hjá honum að þá hefði hann alltaf gert það. Það var alltaf heitt á könnunni hjá honum og það skipti ekki máli hver það var.” Ég held að minningarorðin um hann frá, ekki bara þjóðinni heldur heiminum, lýsi honum ótrúlega vel. Hann gaf sér alltaf tíma og það er eitthvað sem við systkinin munum klárlega taka með okkur. Ég held að við höfum fengið svolítið mikið frá honum því við reynum að gefa okkur tíma fyrir allt og alla. Það er bara af því að hann leiddi þá leið frá því við vorum ung.” Viðtalið í heild sinni má sjá hér. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tíu eftirminnilegustu atvikin á ferli Atla Eðvaldssonar Vísir rifjar upp eftirminnilegustu atvikin á löngum og glæsilegum fótboltaferli Atla Eðvaldssonar. 4. september 2019 12:00 Atli Eðvaldsson borinn til grafar í dag: „Fyrst og fremst mannvinur hinn mesti“ Einn af bestu sonum íslenskrar knattspyrnu var borinn til grafar í dag. 12. september 2019 16:15 Atli tók mig strax undir sinn verndarvæng Oliver Bierhoff, yfirmaður knattspyrnumála hjá þýska knattspyrnusambandinu og fyrrverandi landsliðsframherji Þýskalands, fór fögrum orðum um Atla Eðvaldsson. 5. september 2019 11:30 Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Þann 11. september 1999, eða fyrir 20 árum, tryggði KR sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár. 11. september 2019 13:45 Atla verður minnst fyrir leikinn á móti Moldóvu á morgun Knattspyrnusamband Íslands ætlar að minnast Atla Eðvaldssonar fyrir leikinn á móti Moldóvu á Laugardalsvelli á morgun. 6. september 2019 10:37 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Landsliðskonan Sif Atladóttir missti föður sinn, Atla Eðvaldsson, í síðasta mánuði. Sif ræddi föðurmissinn í ítarlegu viðtali við RÚV í gær. Sif er nú í Lettlandi með íslenska landsliðinu þar sem hún undirbýr sig fyrir komandi leik í undankeppni EM 2021 en leikið er á morgun í Lettlandi. Goðsögnin Atli lést 2. september en það var einmitt sama dag og Ísland spilaði gegn Slóvakíu í sömu undankeppni. Sif spilar með Kristianstad í Svíþjóð og hún segir að hún eigi liði sínu mikið að þakka. „Kristianstad gerði ótrúlega mikið fyrir mig. Að ganga í gegnum svona er svolítið erfitt. Að hafa skilning frá atvinnurekanda er ótrúlega mikilvægt en það er ekkert gefið í íþróttaheiminum, sagði Sif í ítarlegu viðtali við Kristjönu Arnardóttur. „Við vissum lengi að pabba væri veikur. Hann var hjá okkur í heilt ár og þar gat ég alltaf fylgst með og hann var alltaf frískur hjá okkur, þó að hann hafi verið með krabbamein. Þannig að ég hafði aldrei áhyggjur. Það var ekki fyrr en að hann fór heim að þá fer maður að hugsa um það hvort maður eigi sjálfur að fara heim eða ekki.” Atli er mikil goðsögn á Íslandi og þegar hann lést þá voru margir sem sendu samúðarkveðjur og skrifuðu minningargreinar um fyrrum landsliðsþjálfarann og landsliðsmanninn. „Við vissum alltaf að pabbi væri þekktur en að sjá öll fallegu minningarorðin og að sjá hvað hann snerti fólk.. Þegar ég var krakki að fara með pabba í bæinn, sem átti að taka tíu mínútur, að það tók alltaf 2-3 tíma. Maður hékk á hendinni og sagði: „Jæja, pabbi nú drífum við okkur!” En það var alveg sama hver það var, hvort sem það hafi verið einhver sem hann þekkti eða einhver sem hafði skoðun, hann stoppaði alltaf og talaði við fólkið.” „Oftar en ekki spurði ég hann hver þetta var og hann vissi það ekki: “Bara einhver sem þurfti að tala við mig.” Ég upplifði það alltaf þannig að þegar fólk fór frá honum að þá var það í miklu betra skapi heldur en þegar það kom. Hann gaf svo rosalega mikið af sér. En við áttuðum okkur í rauninni aldrei á því hversu frægur hann var fyrr en hann fer.”Sif í landsleik gegn Ungverjalandi í síðasta mánuði.vísir/báraAtli menntaði sig vel í þjálfarafræðunum en varnarmaðurinn Sif segir að hann hafi lent í erfiðleikum eftir að hann kom heim frá Þýskalandi. „Ég veit líka hvað hann gekk í gegnum. Hann fer til Þýskalands og sækir sér þessa þjálfaragráðu. Svo kemur hann heim og þá varð maður pínu reiður. Helst af því að maður sá hann lenda í svo rosalegu mótlæti. Þá hugsar maður stundum: „Hvar var fólkið þegar hann þurfti mest á því að halda?”. Þegar maður fer að rifja þetta upp getur maður orðið pínu reiður. En svo sagði Egill bróðir að pabbi hefði hugsað með sér: „Það er ekki það sem skiptir máli.”. Fólk er að minnast hans af því að hann var svo dásamlegur. Svo næst, ef einhver bankar upp á og þú átt möguleikann á því að opna dyrnar, að þá kannski opnarðu dyrnar.” „Pabbi hefði líka sagt þetta. Bara að ef við getum hjálpað hvoru öðru að þá er það mjög mikilvægt. Ég held að það hafi lýst honum ótrúlega vel. Ef að pabbi hefði átt möguleikann á að opna dyrnar fyrir þeim sem bankaði upp hjá honum að þá hefði hann alltaf gert það. Það var alltaf heitt á könnunni hjá honum og það skipti ekki máli hver það var.” Ég held að minningarorðin um hann frá, ekki bara þjóðinni heldur heiminum, lýsi honum ótrúlega vel. Hann gaf sér alltaf tíma og það er eitthvað sem við systkinin munum klárlega taka með okkur. Ég held að við höfum fengið svolítið mikið frá honum því við reynum að gefa okkur tíma fyrir allt og alla. Það er bara af því að hann leiddi þá leið frá því við vorum ung.” Viðtalið í heild sinni má sjá hér.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tíu eftirminnilegustu atvikin á ferli Atla Eðvaldssonar Vísir rifjar upp eftirminnilegustu atvikin á löngum og glæsilegum fótboltaferli Atla Eðvaldssonar. 4. september 2019 12:00 Atli Eðvaldsson borinn til grafar í dag: „Fyrst og fremst mannvinur hinn mesti“ Einn af bestu sonum íslenskrar knattspyrnu var borinn til grafar í dag. 12. september 2019 16:15 Atli tók mig strax undir sinn verndarvæng Oliver Bierhoff, yfirmaður knattspyrnumála hjá þýska knattspyrnusambandinu og fyrrverandi landsliðsframherji Þýskalands, fór fögrum orðum um Atla Eðvaldsson. 5. september 2019 11:30 Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Þann 11. september 1999, eða fyrir 20 árum, tryggði KR sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár. 11. september 2019 13:45 Atla verður minnst fyrir leikinn á móti Moldóvu á morgun Knattspyrnusamband Íslands ætlar að minnast Atla Eðvaldssonar fyrir leikinn á móti Moldóvu á Laugardalsvelli á morgun. 6. september 2019 10:37 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Tíu eftirminnilegustu atvikin á ferli Atla Eðvaldssonar Vísir rifjar upp eftirminnilegustu atvikin á löngum og glæsilegum fótboltaferli Atla Eðvaldssonar. 4. september 2019 12:00
Atli Eðvaldsson borinn til grafar í dag: „Fyrst og fremst mannvinur hinn mesti“ Einn af bestu sonum íslenskrar knattspyrnu var borinn til grafar í dag. 12. september 2019 16:15
Atli tók mig strax undir sinn verndarvæng Oliver Bierhoff, yfirmaður knattspyrnumála hjá þýska knattspyrnusambandinu og fyrrverandi landsliðsframherji Þýskalands, fór fögrum orðum um Atla Eðvaldsson. 5. september 2019 11:30
Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Þann 11. september 1999, eða fyrir 20 árum, tryggði KR sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár. 11. september 2019 13:45
Atla verður minnst fyrir leikinn á móti Moldóvu á morgun Knattspyrnusamband Íslands ætlar að minnast Atla Eðvaldssonar fyrir leikinn á móti Moldóvu á Laugardalsvelli á morgun. 6. september 2019 10:37