Segir ekki tilefni til hræðsluáróðurs um loftslagsvá Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. október 2019 16:22 Magnús Jónsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri. aðsend „Nú líður ekki sá dagur að ekki sé rætt um að hlýnun jarðar sé álíka ógn við mannkynið og kjarnorkustríð hefði orðið þegar kalda stríðið stóð sem hæst,“ skrifar Magnús Jónsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, í pistli sínum á Kjarnanum sem birtist fyrr í vikunni. Miklar umræður hafa verið undanfarið um hlýnun jarðar og möguleika manna á að snúa við loftslagsbreytingum sem þeir valda jörðinni og hve langur tími sé til stefnu til að snúa þeirri þróun við. Magnús telur að hættumeta þurfi hlýnun jarðar á yfirvegaðan hátt og án hræðsluáróðurs en hann segist hafa orðið var við vaxandi hræðslu hjá börnum og ungu fólki vegna þessarar ógnar. „Fjölmiðlar, stjórnmálamenn og margir vísindamenn og embættismenn kyrja þennan hræðsluboðskap sem mér finnst engan veginn vera tilefni til að blása upp í þær hæðir sem gert er. Er engu líkara en að rétt einu sinni sé dómsdagur að renna upp!“Nær öll umhverfisvandamál heims afleiðing mannfjölgunar Hann segir mestu ógnina, í hans huga, vera gríðarleg fjölgun mannkyns og afleidd ofnýting stórs hluta auðlinda jarðarinnar, bæði á landi og í sjó. Árið 1900 hafi verið 1500 milljónir jarðarbúa en nú sé mannfjöldinn tæpar 8000 milljónir. Nær öll umhverfisvandamál heimsins sé afleiðing óheyrilegrar mannfjölgunar og krafna um bætt lífskjör. „Loftmengun, jarðvegsmengun, jarðvegseyðing, plastmengun og skortur á vatni eru víða ógnir við lífverur bæði á landi og í sjó. Allt þetta stendur í beinu samhengi við mannfjölda jarðarinnar,“ skrifar Magnús. Þá bendir hann á að talið sé að meira en 60% af öllum auðlindum lands og sjávar séu annað hvort ofnýttar eða fullnýttar og of litlum fjármunum sé eytt til að bæta úr því.Kröfur um meiri hagvöxt og betri lífskjör hamla minnkun koltvísýrings í andrúmslofti „Meðan mannkyninu fjölgar jafn mikið og raun ber vitni um og krafa um stöðugt meiri hagvöxt og betri lífskjör eru uppi eru að mínu mati engar líkur til að okkur takist að minnka styrk koltvísýrings í andrúmslofti,“ bætir Magnús við. „Hingað til hef ég ekki misst svefn eða haft áhyggjur af hækkun hita á jörðinni, enda tel ég ekki um neitt neyðarástand (bráðahættu) á því sviði að ræða. Ég reikna heldur ekki með að ég muni lifa það að innihald gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti jarðar muni minnka.“ Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerða Ummæli yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um öfgar í loftslagsumræðu fóru víða á dögunum en án samhengisins sem þau féllu í. 20. september 2019 10:15 Mest lesið Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Veður Fleiri fréttir Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Sjá meira
„Nú líður ekki sá dagur að ekki sé rætt um að hlýnun jarðar sé álíka ógn við mannkynið og kjarnorkustríð hefði orðið þegar kalda stríðið stóð sem hæst,“ skrifar Magnús Jónsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, í pistli sínum á Kjarnanum sem birtist fyrr í vikunni. Miklar umræður hafa verið undanfarið um hlýnun jarðar og möguleika manna á að snúa við loftslagsbreytingum sem þeir valda jörðinni og hve langur tími sé til stefnu til að snúa þeirri þróun við. Magnús telur að hættumeta þurfi hlýnun jarðar á yfirvegaðan hátt og án hræðsluáróðurs en hann segist hafa orðið var við vaxandi hræðslu hjá börnum og ungu fólki vegna þessarar ógnar. „Fjölmiðlar, stjórnmálamenn og margir vísindamenn og embættismenn kyrja þennan hræðsluboðskap sem mér finnst engan veginn vera tilefni til að blása upp í þær hæðir sem gert er. Er engu líkara en að rétt einu sinni sé dómsdagur að renna upp!“Nær öll umhverfisvandamál heims afleiðing mannfjölgunar Hann segir mestu ógnina, í hans huga, vera gríðarleg fjölgun mannkyns og afleidd ofnýting stórs hluta auðlinda jarðarinnar, bæði á landi og í sjó. Árið 1900 hafi verið 1500 milljónir jarðarbúa en nú sé mannfjöldinn tæpar 8000 milljónir. Nær öll umhverfisvandamál heimsins sé afleiðing óheyrilegrar mannfjölgunar og krafna um bætt lífskjör. „Loftmengun, jarðvegsmengun, jarðvegseyðing, plastmengun og skortur á vatni eru víða ógnir við lífverur bæði á landi og í sjó. Allt þetta stendur í beinu samhengi við mannfjölda jarðarinnar,“ skrifar Magnús. Þá bendir hann á að talið sé að meira en 60% af öllum auðlindum lands og sjávar séu annað hvort ofnýttar eða fullnýttar og of litlum fjármunum sé eytt til að bæta úr því.Kröfur um meiri hagvöxt og betri lífskjör hamla minnkun koltvísýrings í andrúmslofti „Meðan mannkyninu fjölgar jafn mikið og raun ber vitni um og krafa um stöðugt meiri hagvöxt og betri lífskjör eru uppi eru að mínu mati engar líkur til að okkur takist að minnka styrk koltvísýrings í andrúmslofti,“ bætir Magnús við. „Hingað til hef ég ekki misst svefn eða haft áhyggjur af hækkun hita á jörðinni, enda tel ég ekki um neitt neyðarástand (bráðahættu) á því sviði að ræða. Ég reikna heldur ekki með að ég muni lifa það að innihald gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti jarðar muni minnka.“
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerða Ummæli yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um öfgar í loftslagsumræðu fóru víða á dögunum en án samhengisins sem þau féllu í. 20. september 2019 10:15 Mest lesið Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Veður Fleiri fréttir Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Sjá meira
Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerða Ummæli yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um öfgar í loftslagsumræðu fóru víða á dögunum en án samhengisins sem þau féllu í. 20. september 2019 10:15