Hannes hjólar í Ingibjörgu og Jón Ásgeir vegna skopmyndar í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2019 12:33 Skopmyndin af Hannesi sést hér til vinstri. Hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir sjást hér til hægri. Mynd/Samsett Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor beinir nú spjótum sínum að hjónunum og kaupsýslumönnunum Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna skopmyndar af Hannesi sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Umrædd mynd sýnir Hannes standandi á, að því er virðist, ruslaeyju úti á reginhafi. „Sjáiði ekki hvað við höfum gert mikið fyrir komandi kynslóðir,“ segir Hannes á myndinni og baðar út höndunum. Um er að ræða vísun í tíst Hannesar um baráttukonuna Gretu Thunberg, sem hann birti í liðinni viku. „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert. Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt,“ skrifaði Hannes, og uppskar blendin viðbrögð.Hannes birtir myndina í færslu á Facebook-síðu sinni í gær og fettir fingur út í „fjáraflamennina sem reka Fréttablaðið.“ Þar á hann við áðurnefnd Ingibjörgu og Jón Ásgeir en Ingibjörg á helmingshlut í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, á móti Helga Magnússyni.Skjáskot/FacebookHannes sakar Ingibjörgu og Jón Ásgeir um að siga starfsliði blaðsins á sig. Þá virðist hann einnig saka þau um hræsni, ef marka má vangaveltur Hannesar um kolefnisfótspor hjónanna. „En hvað skyldi einkaþota þeirra Ingibjargar og Jóns Ásgeirs hafa skilið eftir sig mörg kolefnisspor? Eða lystisnekkjan? Eða glæsikerrurnar? Af hverju eru engar teikningar gerðar af því, heldur aðeins af einum óbreyttum opinberum starfsmanni, sem aldrei hefur losað neinn koltvísýring í andrúmsloftið, svo að heitið geti?“ Í dag hefur Hannes svo birt fjölda mynda af „þessum kostnaðarsömu leiktækjum fjáraflamanna á Fréttablaðinu“. Hannes beinir sjónum sínum einkum að OneOOne, 50 metra langri lystisnekkju Jóns Ásgeirs og Ingibjargar sem þau seldu árið 2009 eftir efnahagshrunið. „Teiknarar Fréttablaðsins draga ekki upp mynd af kolefnissporunum frá þessari lystisnekkju!“ skrifar Hannes m.a. í færslum sínum um snekkjuna.Skjáskot/FacebookSkjáskot/FacebookHann veltir svo upp sömu spurningu í færslum með myndum af einkaþotu og lúxusíbúð hjónanna í New York, sem einnig voru seldar eftir hrun. Fleiri færslur Hannesar af sama meiði má nálgast á Facebook-síðu hans.Skjáskot/FacebookSkjáskot/Facebook Fjölmiðlar Loftslagsmál Tengdar fréttir Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsins Fyrir nokkrum dögum birtist fréttaskýring á vefsíðu Vísis eftir Kjartan Kjartansson blaðamann um það að íslenski hagfræðiprófessorinn Rögnvaldur Hannesson hafi verið einn af þeim sem skrifaði undir alþjóðlega yfirlýsingu þekktra loftslagsafneitara þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. 5. október 2019 09:43 Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor beinir nú spjótum sínum að hjónunum og kaupsýslumönnunum Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna skopmyndar af Hannesi sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Umrædd mynd sýnir Hannes standandi á, að því er virðist, ruslaeyju úti á reginhafi. „Sjáiði ekki hvað við höfum gert mikið fyrir komandi kynslóðir,“ segir Hannes á myndinni og baðar út höndunum. Um er að ræða vísun í tíst Hannesar um baráttukonuna Gretu Thunberg, sem hann birti í liðinni viku. „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert. Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt,“ skrifaði Hannes, og uppskar blendin viðbrögð.Hannes birtir myndina í færslu á Facebook-síðu sinni í gær og fettir fingur út í „fjáraflamennina sem reka Fréttablaðið.“ Þar á hann við áðurnefnd Ingibjörgu og Jón Ásgeir en Ingibjörg á helmingshlut í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, á móti Helga Magnússyni.Skjáskot/FacebookHannes sakar Ingibjörgu og Jón Ásgeir um að siga starfsliði blaðsins á sig. Þá virðist hann einnig saka þau um hræsni, ef marka má vangaveltur Hannesar um kolefnisfótspor hjónanna. „En hvað skyldi einkaþota þeirra Ingibjargar og Jóns Ásgeirs hafa skilið eftir sig mörg kolefnisspor? Eða lystisnekkjan? Eða glæsikerrurnar? Af hverju eru engar teikningar gerðar af því, heldur aðeins af einum óbreyttum opinberum starfsmanni, sem aldrei hefur losað neinn koltvísýring í andrúmsloftið, svo að heitið geti?“ Í dag hefur Hannes svo birt fjölda mynda af „þessum kostnaðarsömu leiktækjum fjáraflamanna á Fréttablaðinu“. Hannes beinir sjónum sínum einkum að OneOOne, 50 metra langri lystisnekkju Jóns Ásgeirs og Ingibjargar sem þau seldu árið 2009 eftir efnahagshrunið. „Teiknarar Fréttablaðsins draga ekki upp mynd af kolefnissporunum frá þessari lystisnekkju!“ skrifar Hannes m.a. í færslum sínum um snekkjuna.Skjáskot/FacebookSkjáskot/FacebookHann veltir svo upp sömu spurningu í færslum með myndum af einkaþotu og lúxusíbúð hjónanna í New York, sem einnig voru seldar eftir hrun. Fleiri færslur Hannesar af sama meiði má nálgast á Facebook-síðu hans.Skjáskot/FacebookSkjáskot/Facebook
Fjölmiðlar Loftslagsmál Tengdar fréttir Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsins Fyrir nokkrum dögum birtist fréttaskýring á vefsíðu Vísis eftir Kjartan Kjartansson blaðamann um það að íslenski hagfræðiprófessorinn Rögnvaldur Hannesson hafi verið einn af þeim sem skrifaði undir alþjóðlega yfirlýsingu þekktra loftslagsafneitara þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. 5. október 2019 09:43 Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsins Fyrir nokkrum dögum birtist fréttaskýring á vefsíðu Vísis eftir Kjartan Kjartansson blaðamann um það að íslenski hagfræðiprófessorinn Rögnvaldur Hannesson hafi verið einn af þeim sem skrifaði undir alþjóðlega yfirlýsingu þekktra loftslagsafneitara þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. 5. október 2019 09:43
Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50