Til skoðunar að stofna sérstakan íbúðalánabanka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. október 2019 11:57 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir galið að stjórnir lífeyrissjóða taki ákvarðanir um vexti. Það hafi reynst honum erfitt mál að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafi tekið ákvörðun um breytingar sem feli í sér þrengri lánareglur sjóðsins. Þá vill hann skoða þann möguleika að stofnaður verði sérstakur íbúðalánabanki. Þann þriðja október tóku gildi breytingar á lánareglum Lífeyrissjóðs verslunarmanna sem meðal annars fela í sér lækkun fastra vaxta verðtryggra lána en vextir óverðtryggðra lána haldast óbreyttir. Þar að auki voru gerðar ýmsar breytingar sem fela í sér þrengri skilyrði til lántöku til að draga úr útlánavexti. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en hann segir að þótt vaxtalækkun sé af hinu góða séu teikn á lofti. „Með lægri vöxtum þá eykst afborgunargeta á hærri lánum, sem þýðir á mannamáli að þetta skilar sér í meiri þenslu á fasteignamarkaði.“ Staðið hafi yfir vinna að tillögum um hvernig hægt sé að bregðast við þessu. „Bæði það að lægri vextir hafi ekki neikvæðáhrif á markaðinn og sömuleiðis hvernig er hægt að tryggja almenningi og fyrirtækjum, og sérstaklega almenningi, markaðsvexti hverju sinni.“Ragnar var spurður hvort sjóðurinn hafi ekki farið þvert á þær tillögur. Það skjóti skökku við í ljósi þess að Ragnar hafi í formennsku sinni skipað nýja fulltrúa VR í stjórn sjóðsins, einmitt til að reyna að hafa stjórn á þróuninni. „Þetta er erfitt mál, þetta er erfitt mál fyrir mig og okkar stefnu. Það sem við höfum verið að gera er að teikna upp lausn sem getur gengið bæði fyrir lífeyrissjóðina og almenning. Það virðist ríkja algjört stefnuleysi varðandi vaxtaákvarðanir hjá lífeyrissjóðunum. Þeir eru komnir einhvern veginn upp að vegg.“ Hann vilji að lífeyrissjóðirnir hugsi upp á nýtt hvernig vaxtaákvarðanir séu teknar. Það sé að hans mati algjörlega galið að stjórnir lífeyrissjóðanna taki ákvarðanir um vexti, sem er einmitt eitt af hlutverkum stjórna lífeyrissjóðanna. Þá segir Ragnar að hann sjái fyrir sér að koma á fót einhvers konar íbúðalánabanka. „Við erum að skoða þessa hugmynd í VR. Og við höfum myndi ég segja sýnt ákveðið frumkvæði áður og erum óhrædd við að koma með nýjar hugmyndir í stað þess að kasta inn handklæðinu.“ Húsnæðismál Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Vill rannsókn vegna niðurfærslu gengis hjá sjóðum Gamma Fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tapa tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Þá hefur þetta neikvæð áhrif á afkomu tryggingafélaga. Nýir stjórnendur Gamma segja ástæðuna meðal annars vera endurmat eigna og hærri byggingakostnað. Formaður VR vill að fram fari rannsókn. 1. október 2019 18:30 Samkomulag í höfn í deilu um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verslunarmanna Samkomulag er í höfn í deilu um stjórnarmenn sem setið hafa í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir VR. 23. ágúst 2019 21:06 Ragnar Þór vonsvikinn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er vonsvikinn með ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna um að þrengja lánaskilyrði til þess að draga úr útlánavexti. 4. október 2019 06:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir galið að stjórnir lífeyrissjóða taki ákvarðanir um vexti. Það hafi reynst honum erfitt mál að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafi tekið ákvörðun um breytingar sem feli í sér þrengri lánareglur sjóðsins. Þá vill hann skoða þann möguleika að stofnaður verði sérstakur íbúðalánabanki. Þann þriðja október tóku gildi breytingar á lánareglum Lífeyrissjóðs verslunarmanna sem meðal annars fela í sér lækkun fastra vaxta verðtryggra lána en vextir óverðtryggðra lána haldast óbreyttir. Þar að auki voru gerðar ýmsar breytingar sem fela í sér þrengri skilyrði til lántöku til að draga úr útlánavexti. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun en hann segir að þótt vaxtalækkun sé af hinu góða séu teikn á lofti. „Með lægri vöxtum þá eykst afborgunargeta á hærri lánum, sem þýðir á mannamáli að þetta skilar sér í meiri þenslu á fasteignamarkaði.“ Staðið hafi yfir vinna að tillögum um hvernig hægt sé að bregðast við þessu. „Bæði það að lægri vextir hafi ekki neikvæðáhrif á markaðinn og sömuleiðis hvernig er hægt að tryggja almenningi og fyrirtækjum, og sérstaklega almenningi, markaðsvexti hverju sinni.“Ragnar var spurður hvort sjóðurinn hafi ekki farið þvert á þær tillögur. Það skjóti skökku við í ljósi þess að Ragnar hafi í formennsku sinni skipað nýja fulltrúa VR í stjórn sjóðsins, einmitt til að reyna að hafa stjórn á þróuninni. „Þetta er erfitt mál, þetta er erfitt mál fyrir mig og okkar stefnu. Það sem við höfum verið að gera er að teikna upp lausn sem getur gengið bæði fyrir lífeyrissjóðina og almenning. Það virðist ríkja algjört stefnuleysi varðandi vaxtaákvarðanir hjá lífeyrissjóðunum. Þeir eru komnir einhvern veginn upp að vegg.“ Hann vilji að lífeyrissjóðirnir hugsi upp á nýtt hvernig vaxtaákvarðanir séu teknar. Það sé að hans mati algjörlega galið að stjórnir lífeyrissjóðanna taki ákvarðanir um vexti, sem er einmitt eitt af hlutverkum stjórna lífeyrissjóðanna. Þá segir Ragnar að hann sjái fyrir sér að koma á fót einhvers konar íbúðalánabanka. „Við erum að skoða þessa hugmynd í VR. Og við höfum myndi ég segja sýnt ákveðið frumkvæði áður og erum óhrædd við að koma með nýjar hugmyndir í stað þess að kasta inn handklæðinu.“
Húsnæðismál Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Vill rannsókn vegna niðurfærslu gengis hjá sjóðum Gamma Fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tapa tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Þá hefur þetta neikvæð áhrif á afkomu tryggingafélaga. Nýir stjórnendur Gamma segja ástæðuna meðal annars vera endurmat eigna og hærri byggingakostnað. Formaður VR vill að fram fari rannsókn. 1. október 2019 18:30 Samkomulag í höfn í deilu um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verslunarmanna Samkomulag er í höfn í deilu um stjórnarmenn sem setið hafa í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir VR. 23. ágúst 2019 21:06 Ragnar Þór vonsvikinn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er vonsvikinn með ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna um að þrengja lánaskilyrði til þess að draga úr útlánavexti. 4. október 2019 06:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Vill rannsókn vegna niðurfærslu gengis hjá sjóðum Gamma Fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tapa tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Þá hefur þetta neikvæð áhrif á afkomu tryggingafélaga. Nýir stjórnendur Gamma segja ástæðuna meðal annars vera endurmat eigna og hærri byggingakostnað. Formaður VR vill að fram fari rannsókn. 1. október 2019 18:30
Samkomulag í höfn í deilu um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verslunarmanna Samkomulag er í höfn í deilu um stjórnarmenn sem setið hafa í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir VR. 23. ágúst 2019 21:06
Ragnar Þór vonsvikinn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er vonsvikinn með ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna um að þrengja lánaskilyrði til þess að draga úr útlánavexti. 4. október 2019 06:00