Blaðamenn gera 50 milljóna króna kröfu á hendur Torgi Jakob Bjarnar skrifar 4. október 2019 14:25 Helgi Magnússon og Ingibjörg Pálmadóttir sitja tvö í stjórn Torgs. visir/GVA/Vilhelm Starfsmenn Fréttablaðsins undirbúa nú kröfu á hendur Torgi, útgefanda blaðsins, sem nemur í kringum 50 milljónum króna. Þetta er með vísan til höfundarréttarákvæða Blaðamannafélagsins og greiðslu sem Sýn innir af hendi vegna frétta sem Vísir hefur birt og unnar eru í Fréttablaðið. Mannlíf fjallaði um málið í morgun. Helgi Magnússon er einn eigenda Torgs og situr í stjórn ásamt Ingibjörgu Pálmadóttur. Hann sagði í stuttu samtali við Vísi að honum hafi verið alls ókunnugt um að slík krafa gæti legið í loftinu þegar hann samdi um kaup á Fréttablaðinu og kom svo inn sem helmings eigandi 1. júlí á þessu ári. Helgi sagðist spurður að þetta hafi aldrei verið rætt í stjórn, hann þekkti málið því ekki og vísaði á formann Torgs sem er Ingibjörg Pálmadóttir; formaður talaði fyrir hönd félagsins.Ritstjórnarskrifstofur Fréttablaðsins eru við Lækjartorg en þangað flutti blaðið eftir að gengið var frá sölu Vísis og ljósvaka 365 til Sýnar (þá Fjarskipta).visir/vilhelmSamkvæmt heimildum Mannlífs nemur heildarupphæð samkomulagsins milli Sýnar og Torgs um 100 milljónum króna sem er þá greiðsla fyrir afnot efnisins. Sá samningur rennur út 1. desember næstkomandi.Vilja helming greiðslu „Gengið var frá kaupunum í mars 2017 en samkvæmt samrunaskrá nam kaupverðið 7,8 milljörðum króna. Greint var frá því að Torg og Sýn hefðu gert með sér samstarfssamning um nýtingu efnis úr Fréttablaðinu á vísi.is til skamms tíma en við umfjöllun Samkeppniseftirlitsins var samkomulagið lagt fram sem fylgiskjal við kaupsamninginn og merkt trúnaðarmál,“ segir í Mannlífi. Blaðamenn Fréttablaðsins telja sig hlunnfarna en samkvæmt aðalkjarasamningi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins kveður á um að „við sölu á höfundaréttarvörðu efni til þriðja aðila, s.s. annarra fjölmiðla, einstaklinga eða samtaka, skal gera samkomulag um slíka sölu við einstaka vinnuhópa, s.s. ljósmyndara eða heildarsamtök rétthafa á hverjum vinnustað.Kristín Þorsteinsdóttir sem lét nýverið af störfum sem aðalritstjóri og útgefandi Fréttablaðsins og Sunna Karen Sigurþórsdóttir sem er ritstjóri frettabladsins.is en blaðamönnum var tjáð að samningurinn miðaði að tryggja sýnileika Fréttablaðsins á netinu.visir/hannaTryggt skal í slíkum samningi að gætt sé í hvívetna sæmdarréttar rétthafa við frekari nýtingu á efninu og söluverð skal taka mið af því hvort efnið er notað til eigin nota eða annarrar útgáfu. Innkomu fyrir sölu á höfundarréttarvörðu efni skal að jafnaði skipt til helminga milli samningsaðila að frádregnum kostnaði sem haldið skal í lágmarki.“Í kringum 30 stöðugildi sem um ræðir Blaðamennirnir telja sig, með vísan til þessa, eiga rétt á helmingi greiðslunnar sem er þá um 50 milljónir króna. Ekki liggur fyrir hversu stór hópur það er sem stendur að þeirri kröfu. Mikil starfsmannavelta hefur verið á Fréttablaðinu á þessu tímabili sem þýðir að nokkur fjöldi blaðamanna gæti komið að kröfugerðinni en á að giska gæti verið um að ræða í kringum 30 stöðugildi blaðmanna og ljósmyndara. Trúnaðarmaður blaðamanna Fréttablaðsins er Aðalheiður Ámundadóttir en Mannlíf hefur eftir henni að lögmaður hafi verið fenginn í málið og að Blaðamannafélagið fylgdist með. Aðalheiður telur líkur á að málið fari fyrir dómsstóla. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nýr framkvæmdastjóri útgáfufélags Fréttablaðsins sér áskoranir „Það eru margar áskoranir í rekstri fjölmiðla í dag og það verður krefjandi en ekki síður spennandi að takast á við þær sem framkvæmdastjóri félagsins,“ segir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. 17. júlí 2019 06:00 Kristín hættir hjá Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir hefur látið af störfum hjá Fréttablaðinu. Hún hefur verið útgefandi Fréttablaðsins síðustu ár og þar áður aðalritstjóri. 27. september 2019 15:43 Helgi Magnússon kaupir helminginn í Fréttablaðinu Helgi Magnússon ætlar að láta til sín taka í fjölmiðlabransanum. 5. júní 2019 11:03 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Sjá meira
Starfsmenn Fréttablaðsins undirbúa nú kröfu á hendur Torgi, útgefanda blaðsins, sem nemur í kringum 50 milljónum króna. Þetta er með vísan til höfundarréttarákvæða Blaðamannafélagsins og greiðslu sem Sýn innir af hendi vegna frétta sem Vísir hefur birt og unnar eru í Fréttablaðið. Mannlíf fjallaði um málið í morgun. Helgi Magnússon er einn eigenda Torgs og situr í stjórn ásamt Ingibjörgu Pálmadóttur. Hann sagði í stuttu samtali við Vísi að honum hafi verið alls ókunnugt um að slík krafa gæti legið í loftinu þegar hann samdi um kaup á Fréttablaðinu og kom svo inn sem helmings eigandi 1. júlí á þessu ári. Helgi sagðist spurður að þetta hafi aldrei verið rætt í stjórn, hann þekkti málið því ekki og vísaði á formann Torgs sem er Ingibjörg Pálmadóttir; formaður talaði fyrir hönd félagsins.Ritstjórnarskrifstofur Fréttablaðsins eru við Lækjartorg en þangað flutti blaðið eftir að gengið var frá sölu Vísis og ljósvaka 365 til Sýnar (þá Fjarskipta).visir/vilhelmSamkvæmt heimildum Mannlífs nemur heildarupphæð samkomulagsins milli Sýnar og Torgs um 100 milljónum króna sem er þá greiðsla fyrir afnot efnisins. Sá samningur rennur út 1. desember næstkomandi.Vilja helming greiðslu „Gengið var frá kaupunum í mars 2017 en samkvæmt samrunaskrá nam kaupverðið 7,8 milljörðum króna. Greint var frá því að Torg og Sýn hefðu gert með sér samstarfssamning um nýtingu efnis úr Fréttablaðinu á vísi.is til skamms tíma en við umfjöllun Samkeppniseftirlitsins var samkomulagið lagt fram sem fylgiskjal við kaupsamninginn og merkt trúnaðarmál,“ segir í Mannlífi. Blaðamenn Fréttablaðsins telja sig hlunnfarna en samkvæmt aðalkjarasamningi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins kveður á um að „við sölu á höfundaréttarvörðu efni til þriðja aðila, s.s. annarra fjölmiðla, einstaklinga eða samtaka, skal gera samkomulag um slíka sölu við einstaka vinnuhópa, s.s. ljósmyndara eða heildarsamtök rétthafa á hverjum vinnustað.Kristín Þorsteinsdóttir sem lét nýverið af störfum sem aðalritstjóri og útgefandi Fréttablaðsins og Sunna Karen Sigurþórsdóttir sem er ritstjóri frettabladsins.is en blaðamönnum var tjáð að samningurinn miðaði að tryggja sýnileika Fréttablaðsins á netinu.visir/hannaTryggt skal í slíkum samningi að gætt sé í hvívetna sæmdarréttar rétthafa við frekari nýtingu á efninu og söluverð skal taka mið af því hvort efnið er notað til eigin nota eða annarrar útgáfu. Innkomu fyrir sölu á höfundarréttarvörðu efni skal að jafnaði skipt til helminga milli samningsaðila að frádregnum kostnaði sem haldið skal í lágmarki.“Í kringum 30 stöðugildi sem um ræðir Blaðamennirnir telja sig, með vísan til þessa, eiga rétt á helmingi greiðslunnar sem er þá um 50 milljónir króna. Ekki liggur fyrir hversu stór hópur það er sem stendur að þeirri kröfu. Mikil starfsmannavelta hefur verið á Fréttablaðinu á þessu tímabili sem þýðir að nokkur fjöldi blaðamanna gæti komið að kröfugerðinni en á að giska gæti verið um að ræða í kringum 30 stöðugildi blaðmanna og ljósmyndara. Trúnaðarmaður blaðamanna Fréttablaðsins er Aðalheiður Ámundadóttir en Mannlíf hefur eftir henni að lögmaður hafi verið fenginn í málið og að Blaðamannafélagið fylgdist með. Aðalheiður telur líkur á að málið fari fyrir dómsstóla.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nýr framkvæmdastjóri útgáfufélags Fréttablaðsins sér áskoranir „Það eru margar áskoranir í rekstri fjölmiðla í dag og það verður krefjandi en ekki síður spennandi að takast á við þær sem framkvæmdastjóri félagsins,“ segir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. 17. júlí 2019 06:00 Kristín hættir hjá Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir hefur látið af störfum hjá Fréttablaðinu. Hún hefur verið útgefandi Fréttablaðsins síðustu ár og þar áður aðalritstjóri. 27. september 2019 15:43 Helgi Magnússon kaupir helminginn í Fréttablaðinu Helgi Magnússon ætlar að láta til sín taka í fjölmiðlabransanum. 5. júní 2019 11:03 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Sjá meira
Nýr framkvæmdastjóri útgáfufélags Fréttablaðsins sér áskoranir „Það eru margar áskoranir í rekstri fjölmiðla í dag og það verður krefjandi en ekki síður spennandi að takast á við þær sem framkvæmdastjóri félagsins,“ segir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. 17. júlí 2019 06:00
Kristín hættir hjá Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir hefur látið af störfum hjá Fréttablaðinu. Hún hefur verið útgefandi Fréttablaðsins síðustu ár og þar áður aðalritstjóri. 27. september 2019 15:43
Helgi Magnússon kaupir helminginn í Fréttablaðinu Helgi Magnússon ætlar að láta til sín taka í fjölmiðlabransanum. 5. júní 2019 11:03