Besti vinur mannsins Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 4. október 2019 09:00 Rannsóknin sýndi að kettir eru oftast tengdir eiganda sínum. NORDICPHOTOS/GETTY Rannsóknin sem birtist í nýjustu útgáfu Current Biology sýnir að kettir, líkt og börn og hundar, mynda bæði örugg og óörugg tengsl við eigendur sína. Þessi hæfileiki til tengslamyndunar milli tegunda er því ekki tengdur við hunda eingöngu eins og oft hefur verið haldið fram. Vísindafólkið sem framkvæmdi rannsóknina segir að kettir líkt og hundar sýni félagslegan sveigjanleika í tengslum við eigendur sína. Rannsóknin sýndi að flestir kettir myndi örugg tengsl við eigendur sína og upplifi öryggi hjá þeim ef þeir eru í umhverfi sem þeir þekkja ekki. Ein aðferð sem gjarnan er notuð til að rannsaka tengslamyndun mannfólks er að skoða hvernig ungbörn bregðast við þegar foreldri eða umönnunaraðili birtist aftur eftir stutta fjarveru í framandi umhverfi. Ef ungbörnin eru í öruggum tengslum við umönnunaraðilann verða þau strax róleg og byrja að virða fyrir sér umhverfið þegar hann birtist aftur. Ef tengslin eru óörugg byrjar barnið að sýna þörf fyrir óvenju mikla nánd við umönnunaraðilann eða öfugt. Forðast nándina. Svipaðar aðferðir hafa verið notaðar til að rannsaka tengslamyndum apa og hunda, svo í þessari rannsókn var ákveðið að gera sams konar rannsókn á köttum.Flestir kettir eru tengdir eigendum sínum Rannsóknin fór þannig fram að fullorðinn köttur og kettlingur dvöldu í ókunnugu herbergi með eiganda sínum í tvær mínútur og voru svo áfram í herberginu í tvær mínútur án eigandans. Eftir þann tíma kom eigandinn aftur inn í herbergið. Viðbrögð kattanna við endurfundunum voru skilgreind sem mismunandi tegundir tengslamyndunar.Bæði kettir og hundar hafa hæfileika til tengslamyndunar.NORDICPHOTOS/GETTYNiðurstöðurnar voru þær að kettirnir mynda tengsl á ótrúlega svipaðan hátt og ungbörn. 65% ungbarna eru í öruggum tengslum við aðal-umönnunaraðila sinn. Rannsóknin sýndi að hlutfallið er það sama hjá heimilisköttum, 65% þeirra höfðu myndað örugg tengsl við eigendur sína. Það átti jafn við um kettlingana og fullorðnu kettina. Niðurstöðurnar sýna að tengsl katta við mannfólk eru örugg og til staðar hjá köttum fram á fullorðinsár. Þessi hæfileiki katta til tengslamyndunar gæti verið ástæða þess hvers vegna sambúð katta og mannfólks á heimilum mannfólksins hefur gengið svona vel í aldaraðir. Aðstandendur rannsóknarinnar eru nú að skoða hvaða áhrif þessi tengslamyndunarhæfileiki hefur á ketti og kettlinga sem enda í kattaathvarfi fyrir heimilislausa ketti og hvort þeir nái að mynda örugg tengsl við mannfólk ef þeir fá reglulegan félagsskap við fólk eða eru teknir í fóstur. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Rannsóknin sem birtist í nýjustu útgáfu Current Biology sýnir að kettir, líkt og börn og hundar, mynda bæði örugg og óörugg tengsl við eigendur sína. Þessi hæfileiki til tengslamyndunar milli tegunda er því ekki tengdur við hunda eingöngu eins og oft hefur verið haldið fram. Vísindafólkið sem framkvæmdi rannsóknina segir að kettir líkt og hundar sýni félagslegan sveigjanleika í tengslum við eigendur sína. Rannsóknin sýndi að flestir kettir myndi örugg tengsl við eigendur sína og upplifi öryggi hjá þeim ef þeir eru í umhverfi sem þeir þekkja ekki. Ein aðferð sem gjarnan er notuð til að rannsaka tengslamyndun mannfólks er að skoða hvernig ungbörn bregðast við þegar foreldri eða umönnunaraðili birtist aftur eftir stutta fjarveru í framandi umhverfi. Ef ungbörnin eru í öruggum tengslum við umönnunaraðilann verða þau strax róleg og byrja að virða fyrir sér umhverfið þegar hann birtist aftur. Ef tengslin eru óörugg byrjar barnið að sýna þörf fyrir óvenju mikla nánd við umönnunaraðilann eða öfugt. Forðast nándina. Svipaðar aðferðir hafa verið notaðar til að rannsaka tengslamyndum apa og hunda, svo í þessari rannsókn var ákveðið að gera sams konar rannsókn á köttum.Flestir kettir eru tengdir eigendum sínum Rannsóknin fór þannig fram að fullorðinn köttur og kettlingur dvöldu í ókunnugu herbergi með eiganda sínum í tvær mínútur og voru svo áfram í herberginu í tvær mínútur án eigandans. Eftir þann tíma kom eigandinn aftur inn í herbergið. Viðbrögð kattanna við endurfundunum voru skilgreind sem mismunandi tegundir tengslamyndunar.Bæði kettir og hundar hafa hæfileika til tengslamyndunar.NORDICPHOTOS/GETTYNiðurstöðurnar voru þær að kettirnir mynda tengsl á ótrúlega svipaðan hátt og ungbörn. 65% ungbarna eru í öruggum tengslum við aðal-umönnunaraðila sinn. Rannsóknin sýndi að hlutfallið er það sama hjá heimilisköttum, 65% þeirra höfðu myndað örugg tengsl við eigendur sína. Það átti jafn við um kettlingana og fullorðnu kettina. Niðurstöðurnar sýna að tengsl katta við mannfólk eru örugg og til staðar hjá köttum fram á fullorðinsár. Þessi hæfileiki katta til tengslamyndunar gæti verið ástæða þess hvers vegna sambúð katta og mannfólks á heimilum mannfólksins hefur gengið svona vel í aldaraðir. Aðstandendur rannsóknarinnar eru nú að skoða hvaða áhrif þessi tengslamyndunarhæfileiki hefur á ketti og kettlinga sem enda í kattaathvarfi fyrir heimilislausa ketti og hvort þeir nái að mynda örugg tengsl við mannfólk ef þeir fá reglulegan félagsskap við fólk eða eru teknir í fóstur.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira