Fótbolti

Abraham og Tomori í enska landsliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Abraham fagnar marki sínu fyrir Chelsea gegn Lille í Meistaradeild Evrópu í gær.
Abraham fagnar marki sínu fyrir Chelsea gegn Lille í Meistaradeild Evrópu í gær. vísir/getty
Tammy Abraham og Fikayo Tomori, leikmenn Chelsea, voru valdir í enska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Tékklandi og Búlgaríu í undankeppni EM 2020.

Abraham er næstmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni með sjö mörk. Hann hefur leikið tvo A-landsleiki.

Tomori er hins vegar nýliði í landsliðinu. Hann lék sem lánsmaður með Derby County í B-deildinni á síðasta tímabili og hefur komið sterkur inn í lið Chelsea í vetur.

Jesse Lingard, Dele Alli, Alex Oxlade-Chamberlain og Kyle Walker hlutu ekki náð fyrir augun Gareths Southgate, landsliðsþjálfara Englands, að þessu sinni.

England er með fullt hús stiga á toppi A-riðils undankeppni EM 2020.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×