Plácido Domingo hættir í kjölfar ásakana Atli Ísleifsson skrifar 3. október 2019 08:39 Tilkynning hins 78 ára Domingo kemur í kjölfar ásakana fjölda kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. AP Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo hefur tilkynnt að hann muni hætta sem framkvæmdastjóri Óperunnar í Los Angeles auk þess að hann komi ekki til með að taka þátt í framtíðaruppsetningum á vegum óperunnar. Tilkynning hins 78 ára Domingo kemur í kjölfar ásakanna fjölda kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Í yfirlýsingu frá söngvaranum segir að nýlegar ásakanir sem á hann hafa verið bornar hafi skapað andrúmsloft þar sem hann geti ekki sinnt störfum fyrir fyrirtækið sem hann elski svo sem skyldi. „Á meðan ég mun halda áfram að hreinsa mannorð mitt, þá hef ég ákveðið að það það þjóni hagsmunum Los Angeles óperunnar best að ég segi af mér sem framkvæmdastjóri og hætti við þátttöku í framtíðaruppsetningum.“Hættir við þátttöku í uppsetningum Í tilkynningu frá óperunni er Domingo þakkað fyrir sín störf en hann hafði starfað sem framkvæmdastjóri frá 2003. Til stóð stóð til að hann myndi koma fram í uppsetningu á Roberto Devereux sem átti að frumsýna í febrúar á næsta ári. Greint var frá því í síðasta mánuði að Domingo myndi ekki koma fram í uppsetningu Metropolitan óperunnar í New York á Macbeth. Sagði þá að hann myndi ekki koma framar fram á sviði Metropolitan eftir að hafa komið þar fram á hverju sýningarári síðustu fimm áratugina.Litið framhjá hegðun söngvarans AP fréttastofan greindi frá ásökununum í ágúst síðastliðinn en að minnsta kosti átta konur hafa staðhæft að Domingo hafi í gegnum tíðina margsinnis beitt konur þrýstingi til að þýðast sig og lofað þeim frama í tónlistarheiminum að launum. Þær sem ekki létu undan kröfum hans hafi síðan fengið að kenna á því með starfsmissi. Sögðu þær að hegðun söngvarans hafi verið alkunna innan óperuheimsins en flestir hafi kosið að líta framhjá henni í áraraðir. Domingo sagði þá að sumar ásakanirnar væru allt að þrjátíu ára gamlar, margar ónákvæmar. Engu að síður sagði hann að honum þætti miður að heyra hvernig samstarfsfólk hans hafi upplifað framgöngu sína. Hann hafi ætíð talið sig vera í rétti og að hegðun hans væri samþykkt. Bandaríkin Menning MeToo Spánn Tónlist Tengdar fréttir Fjöldi kvenna segir Placido Domingo hafa herjað á sig Óperussöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. 13. ágúst 2019 08:20 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo hefur tilkynnt að hann muni hætta sem framkvæmdastjóri Óperunnar í Los Angeles auk þess að hann komi ekki til með að taka þátt í framtíðaruppsetningum á vegum óperunnar. Tilkynning hins 78 ára Domingo kemur í kjölfar ásakanna fjölda kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Í yfirlýsingu frá söngvaranum segir að nýlegar ásakanir sem á hann hafa verið bornar hafi skapað andrúmsloft þar sem hann geti ekki sinnt störfum fyrir fyrirtækið sem hann elski svo sem skyldi. „Á meðan ég mun halda áfram að hreinsa mannorð mitt, þá hef ég ákveðið að það það þjóni hagsmunum Los Angeles óperunnar best að ég segi af mér sem framkvæmdastjóri og hætti við þátttöku í framtíðaruppsetningum.“Hættir við þátttöku í uppsetningum Í tilkynningu frá óperunni er Domingo þakkað fyrir sín störf en hann hafði starfað sem framkvæmdastjóri frá 2003. Til stóð stóð til að hann myndi koma fram í uppsetningu á Roberto Devereux sem átti að frumsýna í febrúar á næsta ári. Greint var frá því í síðasta mánuði að Domingo myndi ekki koma fram í uppsetningu Metropolitan óperunnar í New York á Macbeth. Sagði þá að hann myndi ekki koma framar fram á sviði Metropolitan eftir að hafa komið þar fram á hverju sýningarári síðustu fimm áratugina.Litið framhjá hegðun söngvarans AP fréttastofan greindi frá ásökununum í ágúst síðastliðinn en að minnsta kosti átta konur hafa staðhæft að Domingo hafi í gegnum tíðina margsinnis beitt konur þrýstingi til að þýðast sig og lofað þeim frama í tónlistarheiminum að launum. Þær sem ekki létu undan kröfum hans hafi síðan fengið að kenna á því með starfsmissi. Sögðu þær að hegðun söngvarans hafi verið alkunna innan óperuheimsins en flestir hafi kosið að líta framhjá henni í áraraðir. Domingo sagði þá að sumar ásakanirnar væru allt að þrjátíu ára gamlar, margar ónákvæmar. Engu að síður sagði hann að honum þætti miður að heyra hvernig samstarfsfólk hans hafi upplifað framgöngu sína. Hann hafi ætíð talið sig vera í rétti og að hegðun hans væri samþykkt.
Bandaríkin Menning MeToo Spánn Tónlist Tengdar fréttir Fjöldi kvenna segir Placido Domingo hafa herjað á sig Óperussöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. 13. ágúst 2019 08:20 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Fjöldi kvenna segir Placido Domingo hafa herjað á sig Óperussöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. 13. ágúst 2019 08:20