Þýsku meistararnir í Bayern Munchen burstuðu Tottenham 7-2 en enska liðið fór alla leið í úrslitaleikinn á síðustu leiktíð.
Real Madrid gerði jafntefli gegn belgíska liðinu Club Brugge en þeir spænsku lentu 2-0 undir í leiknum. Þeir björguðu þó stigi með tveimur skallamörkum.
Raheem Sterling kom Manchester City til bjargar gegn Dinamo Zagreb á heimavelli og Juventus vann þægilegan sigur á Lokomotiv Moskva.
Mörkin úr leikjum gærkvöldsins má sjá hér að neðan.