Telur að samgöngusáttmálinn fari í þveröfuga átt við markmið hans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2019 11:30 Gisli Marteinn Baldursson er gagnrýninn á samgöngusáttmálann sem undirritaður var á dögunum. Vísir Sjónvarpsmaðurinn og borgarfræðingurinn Gísli Marteinn Baldursson hefur ýmislegt að athuga við samgöngusáttmálann sem ríkisstjórnin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í síðustu viku. Gísli Marteinn telur útilokað að yfirlýst markmið sáttmálans muni nást verði jafn mikið púður sett í uppbyggingu mannvirkja fyrir bílaumferð, líkt og gert er ráð fyrirSamgöngusáttmálinn var kynntur á fimmtudaginn en samkvæmt honum á setja 120 milljarða í uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Gert er ráð fyrir uppbyggingu Borgarlínu í sáttmálanum, auk þess sem að leggja á 52,2 millarða í uppbyggingu stofnvega, auk annarra markmiða.Yfirlýst markmið sáttmálans eru að greiða samgöngur og auka fjölbreytni í ferðamátum, að stuðla að kolefnislausu samfélagi og að auka umferðaröryggi.„Og ætlum okkur að ávinningurinn verði að stytta ferðatíma á dag um hálftíma, klukkutíma,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars þegar sáttmálinn var kynntur en kynningarmyndband sem fylgdi sáttmálanum má sjá hér að neðan.Ekki hægt að setja allt í pott, hræra saman og vona að eitthvað gott komi út Gísla Marteini líst illa á ýmislegt í sáttmálanum, líkt og hann fór yfir á Twitter skömmu eftir að sáttmálinn var kynntur. Hann ræddi um áhyggjur sínar af því hvaða áhrif sáttmálinn muni hafa á borgarbrag Reykjavíkur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.Ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu voru að kynna samgönguplan til 15 ára í dag með pompi og prakt. 3 prýðis ráðherrar og 6 bæjarstjórar voru með fagnaðarlæti og undirskriftir. Þótt þarna sé eitt og annað jákvætt að finna, er þetta samkomulag því miður ekki gott. 1/10 — Gísli Marteinn (@gislimarteinn) September 26, 2019 Auk miljarðanna 52 sem eiga að fara í uppbyggingu á stofnvegum eiga tæplega 50 milljarðar að fara í uppbyggingu Borgarlínu. „Ég held að það virki ekki almennilega í samgöngumálum, að ætla að setja óskir allra í pott og reyna að hræra saman og vona að það komi eitthvað gott út úr því. Það er svolítið það sem er að gerast hér. Það er verið að byggja upp Borgarlínu en við hliðina á Borgarlínu er verið að byggja upp mikið hraðbrautarkerfi,“ sagði Gísli Marteinn.Sjá einnig: Markmiðið að minnka hlutdeild einkabílsins niður í 58 prósent Þetta væri þróun sem ætti sér enga hliðstæðu, í það minnsta á Vesturlöndunum, þar sem áherslan væri á að draga úr umferð, ekki síst í ljósi Parísarsáttmálanns um loftslagsmál þar sem aðildarríki hans hafi skuldbundið sig til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nefndi Gísli Marteinn að ef ríkisstjórnin hefði áhuga á því að ná markmið sáttmálans væri ekki nóg að greiða götu orkuskipta í umferðinni, skipta út bensíni fyrir rafmagn. Minnka þyrfti umferð. „Þannig að ég segi það fullum fetum og það blasir bara við fyrir alla sem líta á þetta að varðandi markmiðið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, að minnka umferðina og neikvæða þætti umferðarinnar þá dugar þetta engann veginn og meira að segja held ég að þetta fari í þveröfuga átt,“ sagði Gísli Marteinn.Ráðherrar og forystumenn sveitarfélaganna að lokinni undirritun í Ráðherrabústaðnum í síðustu viku.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Eins og að bæta við einu gati á belti til að leysa offituvandamál Ræddi hann nánar um skiptingu á fjármunum sem leggja á til verkefna samkvæmt sáttmálanum. Um helmingur í uppbyggingu almenningssamgangna og um helmingur í stofnvegakerfið á höfuðborgarsvæðinu.„Hins vegar peningur sem á að fara í mjög stórkarlalegt hraðbrautakerfi. Það er verið að reisa mislæg gatnamót, það er verið að reisa nýja vegi og allt er þetta til þess að auðvelda för einkabílsins. Margir eru auðvitað ánægðir með sem sitja í bílnum núna og hugsa: „Já, ég verð þá fljótari í vinnunna.“ Þetta virkar ekki þannig,“ sagði Gísli Marteinn. Ræddi hann um fyrirbæri sem kallast á ensku „induced traffic“ sem þýtt hefur verið á íslensku sem „mynduð umferð“. Fyrirbærið snýst um það að stækkun umferðarmannvirkja valdi eða búi til aukningu í umferð.„Það er fræg setning sem er að ef ég er aðeins of feitur þá er það að bæta við einni akrein eins og að ég leysi vandamál mitt með einu gati í beltinu mínu í viðbót. Vegna þess að ef þú bætir við einni akrein þá bætist líka við bíll. Vegna þess að fólk velur það hvernig það er að komast til vinnu eða staðinn sem það þarf að komast á út frá hvað er þægilegast og um leið að að kemur ný akrein þá bætast bílar á þá leið,“ sagði Gísli Marteinn.Þannig væri ljóst að þær framkvæmdir sem gert er ráð fyrir að ráðist verði í á stofnvegum á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt sáttmálanum myndu á endanum ekki leysa þau vandamál sem lagt var upp með að yrði leyst, gríðarleg umferðarteppa á álagstímum á höfuðborgarsvæðinu.Sjá einnig: Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag„Það að setja stokk á Sæbrautina sem að ætti að hjálpa umferðinni þar í gegn, það að koma síðan með Sundabrautina inn á Sæbrautina, það mun auka umferð þar. Það að setja mislæg gatnamót á Bústaðaveg þarna hjá Sprengisandi. Þetta mun allt saman auka umferðina. Eftir 15 ár þegar við endann á þessum tíma þá held ég að það hafi ekki tekist neitt að draga úr umferð heldur þvert á móti, umferð hefur aukist. Teppur hafa þess vegna aukist og þar af leiðandi mengun,“ sagði Gísli Marteinn.Hluti af þeim framkvæmdum sem gert er ráð fyrir ráðist verði í.Stjórnarraðið„Teppur leysast ekkert þó við förum öll á Teslur“ Eitt af markmiðum sáttmálans er að stuðlað verði að kolefnislausu samfélagi og þar horfa stjórnvöld einkum til þess að bílaflotinn verði í auknum mæli rafknúinn. Í máli Gísla Marteins kom fram að jafn vel þótt slíkt myndi gerast væri myndi umferðarteppan ekkert minnka. „Teppur leysast ekkert þó við förum öll á Teslur. Við getum öll verið á Teslum en það geta verið sömu teppurnar hér í Ártúnsbrekkunni. Teslurnar taka ekkert minna pláss, taka meira í mörgum tilvikum,“ sagði Gísli Marteinn.Sjá einnig: Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Ef umferðin myndi aukast, líkt og Gísli Marteinn telur að muni gerast, myndi óheilsusamlegt svifryk einnig aukast. Þá skipti engu máli hvort bílarnir væru bensínhákar eða rafmagnsbílar. „Teslur skapa líka svifryk sem kemur að því að þú keyrir á malbiki og malbikið spænist upp.“ Benti hann líka að ólíklegt væri að allir yrðu komnir á rafmagnsbíla á þeim tíma sem sáttmálinn nær til og því væri ljóst að ef spá hans um aukna umferð þegar framkvæmdirnar líta dagsins ljós myndi rætast þýddi það enn meiri útblástur koltvísýrings. Ef ríkisstjórninni væri alvara með því að ætla að uppfylla Parísarsáttmálann væri róttækari aðgerða þörf en að byggja upp hraðbrautarkerfi. Því skyti það skökku við að ætla að byggja upp Borgarlínu, samhliða umfangsmikilli uppbyggingu á stofnvegakerfinu. „Til þess að leysa þessi vandamál sem á að leysa með þessu samkomulagi þarf að keyra minna. En samkomulagið er í öðru orðinu að láta okkur keyra meira og í hinu orðinu: „Heyrðu, við erum að fara að gera frábærar almenningssamgöngur fyrir ykkur“,“ sagði Gísli Marteinn.Erlendar stórborgir hafa tekið upp að innheimta tafa- og mengunargjöld til að draga úr umferð og sporna við óæskilegum umhverfisáhrifum.VÍSIR/VILHELMEnginn að tala um að sparka öllum út úr bílum Raunar væri það svo að þessi fjárfesting í stofnvegakerfinu myndi grafa undan Borgarlínunni og tilverugrundvelli hennar, auk áherslna á fjölbreyttari ferðamáta. „Hún mun gera það alveg klárlega. Það munu færri fara í Borgarlínuna auk þess sem að göngu- og hjólastígar eru, og þá er ég ekki að tala um þá sem einhverja líkingu, þeir eru bara ekki „næs“ við hliðina á hraðbrautum. Hraðbrautir eru bara vondar fyrir borgir,“ sagði Gísli Marteinn. Gísli Marteinn var þá spurður um mótbárur þeirra sem nefnt hafa að aðstæður á hinu kalda Íslandi séu þannig að ekki sé hægt að ætlast til þess að fólk hjóli eða gangi til vinnu, bíllinn væri nauðsynlegur mörgum. Sagði Gísli Marteinn að enginn væri að tala um það að úthýsa ætti bílnum úr íslensku samfélagi. „Það er ekkert verið að tala um að sparka öllum út úr bílum. Það hefur aldrei verið talað um það. Markmiðið sem að grófasta fólkið, eins og ég, höfum verið með að er að við verðum á pari við Þrándheim. Það er enginn að tala um einhverja bíllausa paradís. Það er verið að tala um að hætta að vera ein mesta bílaborg veraldar, að fara frekar í hina áttina, að vera aðeins minni bílaborg en við erum,“ sagði Gísli Marteinn. Hugmyndin væri að fá fólk til þess að nota fjölbreyttari ferðamáta. Það væri eina leiðin til þess að leysa þær umferðarteppur sem mjög hefur verið kvartað yfir á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem þyrftu að nota bíl gætu áfram gert það. „Það er ekki hægt að leysa þetta nema við notum fjölbreyttari samgöngumáta. Það er ekki hægt að leysa umferðarteppurnar öðruvísi. Við byggjum okkur ekki út úr honum með mislægum gatnamótum,“ sagði Gísli Marteinn Þannig myndu aðgerðir sem væru til þess fallnar að auka hlutfall þeirra sem nota ekki einkabíl henta þeim best sem vilja nota einkabílinn áfram. „Í rauninni er þetta þannig að þeir sem að þykjast vera mest í liði með honum og vilja engan strætó, hata hjólreiðar, þeir eru að vinna einkabílnum minnst gagn og mest ógagn,“ sagði Gísli Marteinn.Borgarlínan verður í sérrými í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins með forgang á umferðarljósum,BORGARLINAN.ISEf einn vill mála hvítt, annar rautt og báðir mála verður húsið bleikt Til þess þyrfti þó markvissar aðgerðir og áherslan á uppbyggingu á stofnvegakerfinu væri alls ekki til þess fallin að draga úr umferðarteppum og fá fólk til þess að nota fjölbreyttari ferðamáta. „Ég held að ef þú eyðir 60 milljörðum í að byggja upp umferðarmannvirki þá sé ég ekki hvernig það á að draga úr umferð. Þá þýðir ekki að vera með einhverjar krúsídúllur við hliðina á þeim hraðbrautarmannvirkjum og vona að menn verði þá á hjólastígum við hliðina á þessum mislægu gatnamótum. Þetta virkar ekki þannig,“ sagði Gíslu Marteinn. Nefndi hann einnig að líklega væri tillagan einhvers konar málamiðlun á milli ólíkra flokka til þess að ná fram tveimur ólíkum markmiðum, sem væri ósamrýmanleg þegar betur væri að gáð.„Mér finnst að þarna sé eitthvað undir þar sem einhver einn hópur, ákveðnir þingmenn, vildu bara aukið hraðbrautarskipulag og alls ekki minnka umferð, en einhverjir aðrir, kannski með aðeins grænni hugsun vildu minnka umferð og menn gera bæði. Við ætlum bæði að minnka og auka umferð í einu. Það virkar ekki.“ Sagðist hann óttast að sáttmálinn væri afrakstur ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG sem næði yfir svo breiðan hluta af hinu pólitíska litrófi að um lægsta samnefnara málamiðlunar væri að ræða. „Ef einn vill mála húsið rautt og annar hvítt - svo er það málað hvort tveggja þá verður það bleikt sem að enginn vildi og þetta er örlítið þannig,“ sagði Gísli Marteinn að lokum.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér. Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir „Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson“ Fjármálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Miðflokksins um að samgöngusáttmálinn sé stuðningur við Dag B. Eggertsson. 28. september 2019 12:45 Oddvitinn í borginni sagður úti í horni Allir bæjarstjórar sem koma að samgöngusamningi ríkisins og sveitarfélaga eru Sjálfstæðismenn nema borgarstjóri. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýnir áformin. Enn er ekki ljóst hvernig 60 milljarða sem vantar upp á fjármögnun verður aflað. 30. september 2019 06:00 Býst ekki við breiðri andstöðu gegn samgöngusamkomulaginu Samgönguráðherra segist ekki búast við breiðri andstöðu gegn nýundirrituðum sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. 29. september 2019 19:45 Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn og borgarfræðingurinn Gísli Marteinn Baldursson hefur ýmislegt að athuga við samgöngusáttmálann sem ríkisstjórnin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í síðustu viku. Gísli Marteinn telur útilokað að yfirlýst markmið sáttmálans muni nást verði jafn mikið púður sett í uppbyggingu mannvirkja fyrir bílaumferð, líkt og gert er ráð fyrirSamgöngusáttmálinn var kynntur á fimmtudaginn en samkvæmt honum á setja 120 milljarða í uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Gert er ráð fyrir uppbyggingu Borgarlínu í sáttmálanum, auk þess sem að leggja á 52,2 millarða í uppbyggingu stofnvega, auk annarra markmiða.Yfirlýst markmið sáttmálans eru að greiða samgöngur og auka fjölbreytni í ferðamátum, að stuðla að kolefnislausu samfélagi og að auka umferðaröryggi.„Og ætlum okkur að ávinningurinn verði að stytta ferðatíma á dag um hálftíma, klukkutíma,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars þegar sáttmálinn var kynntur en kynningarmyndband sem fylgdi sáttmálanum má sjá hér að neðan.Ekki hægt að setja allt í pott, hræra saman og vona að eitthvað gott komi út Gísla Marteini líst illa á ýmislegt í sáttmálanum, líkt og hann fór yfir á Twitter skömmu eftir að sáttmálinn var kynntur. Hann ræddi um áhyggjur sínar af því hvaða áhrif sáttmálinn muni hafa á borgarbrag Reykjavíkur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.Ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu voru að kynna samgönguplan til 15 ára í dag með pompi og prakt. 3 prýðis ráðherrar og 6 bæjarstjórar voru með fagnaðarlæti og undirskriftir. Þótt þarna sé eitt og annað jákvætt að finna, er þetta samkomulag því miður ekki gott. 1/10 — Gísli Marteinn (@gislimarteinn) September 26, 2019 Auk miljarðanna 52 sem eiga að fara í uppbyggingu á stofnvegum eiga tæplega 50 milljarðar að fara í uppbyggingu Borgarlínu. „Ég held að það virki ekki almennilega í samgöngumálum, að ætla að setja óskir allra í pott og reyna að hræra saman og vona að það komi eitthvað gott út úr því. Það er svolítið það sem er að gerast hér. Það er verið að byggja upp Borgarlínu en við hliðina á Borgarlínu er verið að byggja upp mikið hraðbrautarkerfi,“ sagði Gísli Marteinn.Sjá einnig: Markmiðið að minnka hlutdeild einkabílsins niður í 58 prósent Þetta væri þróun sem ætti sér enga hliðstæðu, í það minnsta á Vesturlöndunum, þar sem áherslan væri á að draga úr umferð, ekki síst í ljósi Parísarsáttmálanns um loftslagsmál þar sem aðildarríki hans hafi skuldbundið sig til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nefndi Gísli Marteinn að ef ríkisstjórnin hefði áhuga á því að ná markmið sáttmálans væri ekki nóg að greiða götu orkuskipta í umferðinni, skipta út bensíni fyrir rafmagn. Minnka þyrfti umferð. „Þannig að ég segi það fullum fetum og það blasir bara við fyrir alla sem líta á þetta að varðandi markmiðið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, að minnka umferðina og neikvæða þætti umferðarinnar þá dugar þetta engann veginn og meira að segja held ég að þetta fari í þveröfuga átt,“ sagði Gísli Marteinn.Ráðherrar og forystumenn sveitarfélaganna að lokinni undirritun í Ráðherrabústaðnum í síðustu viku.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Eins og að bæta við einu gati á belti til að leysa offituvandamál Ræddi hann nánar um skiptingu á fjármunum sem leggja á til verkefna samkvæmt sáttmálanum. Um helmingur í uppbyggingu almenningssamgangna og um helmingur í stofnvegakerfið á höfuðborgarsvæðinu.„Hins vegar peningur sem á að fara í mjög stórkarlalegt hraðbrautakerfi. Það er verið að reisa mislæg gatnamót, það er verið að reisa nýja vegi og allt er þetta til þess að auðvelda för einkabílsins. Margir eru auðvitað ánægðir með sem sitja í bílnum núna og hugsa: „Já, ég verð þá fljótari í vinnunna.“ Þetta virkar ekki þannig,“ sagði Gísli Marteinn. Ræddi hann um fyrirbæri sem kallast á ensku „induced traffic“ sem þýtt hefur verið á íslensku sem „mynduð umferð“. Fyrirbærið snýst um það að stækkun umferðarmannvirkja valdi eða búi til aukningu í umferð.„Það er fræg setning sem er að ef ég er aðeins of feitur þá er það að bæta við einni akrein eins og að ég leysi vandamál mitt með einu gati í beltinu mínu í viðbót. Vegna þess að ef þú bætir við einni akrein þá bætist líka við bíll. Vegna þess að fólk velur það hvernig það er að komast til vinnu eða staðinn sem það þarf að komast á út frá hvað er þægilegast og um leið að að kemur ný akrein þá bætast bílar á þá leið,“ sagði Gísli Marteinn.Þannig væri ljóst að þær framkvæmdir sem gert er ráð fyrir að ráðist verði í á stofnvegum á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt sáttmálanum myndu á endanum ekki leysa þau vandamál sem lagt var upp með að yrði leyst, gríðarleg umferðarteppa á álagstímum á höfuðborgarsvæðinu.Sjá einnig: Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag„Það að setja stokk á Sæbrautina sem að ætti að hjálpa umferðinni þar í gegn, það að koma síðan með Sundabrautina inn á Sæbrautina, það mun auka umferð þar. Það að setja mislæg gatnamót á Bústaðaveg þarna hjá Sprengisandi. Þetta mun allt saman auka umferðina. Eftir 15 ár þegar við endann á þessum tíma þá held ég að það hafi ekki tekist neitt að draga úr umferð heldur þvert á móti, umferð hefur aukist. Teppur hafa þess vegna aukist og þar af leiðandi mengun,“ sagði Gísli Marteinn.Hluti af þeim framkvæmdum sem gert er ráð fyrir ráðist verði í.Stjórnarraðið„Teppur leysast ekkert þó við förum öll á Teslur“ Eitt af markmiðum sáttmálans er að stuðlað verði að kolefnislausu samfélagi og þar horfa stjórnvöld einkum til þess að bílaflotinn verði í auknum mæli rafknúinn. Í máli Gísla Marteins kom fram að jafn vel þótt slíkt myndi gerast væri myndi umferðarteppan ekkert minnka. „Teppur leysast ekkert þó við förum öll á Teslur. Við getum öll verið á Teslum en það geta verið sömu teppurnar hér í Ártúnsbrekkunni. Teslurnar taka ekkert minna pláss, taka meira í mörgum tilvikum,“ sagði Gísli Marteinn.Sjá einnig: Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Ef umferðin myndi aukast, líkt og Gísli Marteinn telur að muni gerast, myndi óheilsusamlegt svifryk einnig aukast. Þá skipti engu máli hvort bílarnir væru bensínhákar eða rafmagnsbílar. „Teslur skapa líka svifryk sem kemur að því að þú keyrir á malbiki og malbikið spænist upp.“ Benti hann líka að ólíklegt væri að allir yrðu komnir á rafmagnsbíla á þeim tíma sem sáttmálinn nær til og því væri ljóst að ef spá hans um aukna umferð þegar framkvæmdirnar líta dagsins ljós myndi rætast þýddi það enn meiri útblástur koltvísýrings. Ef ríkisstjórninni væri alvara með því að ætla að uppfylla Parísarsáttmálann væri róttækari aðgerða þörf en að byggja upp hraðbrautarkerfi. Því skyti það skökku við að ætla að byggja upp Borgarlínu, samhliða umfangsmikilli uppbyggingu á stofnvegakerfinu. „Til þess að leysa þessi vandamál sem á að leysa með þessu samkomulagi þarf að keyra minna. En samkomulagið er í öðru orðinu að láta okkur keyra meira og í hinu orðinu: „Heyrðu, við erum að fara að gera frábærar almenningssamgöngur fyrir ykkur“,“ sagði Gísli Marteinn.Erlendar stórborgir hafa tekið upp að innheimta tafa- og mengunargjöld til að draga úr umferð og sporna við óæskilegum umhverfisáhrifum.VÍSIR/VILHELMEnginn að tala um að sparka öllum út úr bílum Raunar væri það svo að þessi fjárfesting í stofnvegakerfinu myndi grafa undan Borgarlínunni og tilverugrundvelli hennar, auk áherslna á fjölbreyttari ferðamáta. „Hún mun gera það alveg klárlega. Það munu færri fara í Borgarlínuna auk þess sem að göngu- og hjólastígar eru, og þá er ég ekki að tala um þá sem einhverja líkingu, þeir eru bara ekki „næs“ við hliðina á hraðbrautum. Hraðbrautir eru bara vondar fyrir borgir,“ sagði Gísli Marteinn. Gísli Marteinn var þá spurður um mótbárur þeirra sem nefnt hafa að aðstæður á hinu kalda Íslandi séu þannig að ekki sé hægt að ætlast til þess að fólk hjóli eða gangi til vinnu, bíllinn væri nauðsynlegur mörgum. Sagði Gísli Marteinn að enginn væri að tala um það að úthýsa ætti bílnum úr íslensku samfélagi. „Það er ekkert verið að tala um að sparka öllum út úr bílum. Það hefur aldrei verið talað um það. Markmiðið sem að grófasta fólkið, eins og ég, höfum verið með að er að við verðum á pari við Þrándheim. Það er enginn að tala um einhverja bíllausa paradís. Það er verið að tala um að hætta að vera ein mesta bílaborg veraldar, að fara frekar í hina áttina, að vera aðeins minni bílaborg en við erum,“ sagði Gísli Marteinn. Hugmyndin væri að fá fólk til þess að nota fjölbreyttari ferðamáta. Það væri eina leiðin til þess að leysa þær umferðarteppur sem mjög hefur verið kvartað yfir á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem þyrftu að nota bíl gætu áfram gert það. „Það er ekki hægt að leysa þetta nema við notum fjölbreyttari samgöngumáta. Það er ekki hægt að leysa umferðarteppurnar öðruvísi. Við byggjum okkur ekki út úr honum með mislægum gatnamótum,“ sagði Gísli Marteinn Þannig myndu aðgerðir sem væru til þess fallnar að auka hlutfall þeirra sem nota ekki einkabíl henta þeim best sem vilja nota einkabílinn áfram. „Í rauninni er þetta þannig að þeir sem að þykjast vera mest í liði með honum og vilja engan strætó, hata hjólreiðar, þeir eru að vinna einkabílnum minnst gagn og mest ógagn,“ sagði Gísli Marteinn.Borgarlínan verður í sérrými í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins með forgang á umferðarljósum,BORGARLINAN.ISEf einn vill mála hvítt, annar rautt og báðir mála verður húsið bleikt Til þess þyrfti þó markvissar aðgerðir og áherslan á uppbyggingu á stofnvegakerfinu væri alls ekki til þess fallin að draga úr umferðarteppum og fá fólk til þess að nota fjölbreyttari ferðamáta. „Ég held að ef þú eyðir 60 milljörðum í að byggja upp umferðarmannvirki þá sé ég ekki hvernig það á að draga úr umferð. Þá þýðir ekki að vera með einhverjar krúsídúllur við hliðina á þeim hraðbrautarmannvirkjum og vona að menn verði þá á hjólastígum við hliðina á þessum mislægu gatnamótum. Þetta virkar ekki þannig,“ sagði Gíslu Marteinn. Nefndi hann einnig að líklega væri tillagan einhvers konar málamiðlun á milli ólíkra flokka til þess að ná fram tveimur ólíkum markmiðum, sem væri ósamrýmanleg þegar betur væri að gáð.„Mér finnst að þarna sé eitthvað undir þar sem einhver einn hópur, ákveðnir þingmenn, vildu bara aukið hraðbrautarskipulag og alls ekki minnka umferð, en einhverjir aðrir, kannski með aðeins grænni hugsun vildu minnka umferð og menn gera bæði. Við ætlum bæði að minnka og auka umferð í einu. Það virkar ekki.“ Sagðist hann óttast að sáttmálinn væri afrakstur ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG sem næði yfir svo breiðan hluta af hinu pólitíska litrófi að um lægsta samnefnara málamiðlunar væri að ræða. „Ef einn vill mála húsið rautt og annar hvítt - svo er það málað hvort tveggja þá verður það bleikt sem að enginn vildi og þetta er örlítið þannig,“ sagði Gísli Marteinn að lokum.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.
Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir „Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson“ Fjármálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Miðflokksins um að samgöngusáttmálinn sé stuðningur við Dag B. Eggertsson. 28. september 2019 12:45 Oddvitinn í borginni sagður úti í horni Allir bæjarstjórar sem koma að samgöngusamningi ríkisins og sveitarfélaga eru Sjálfstæðismenn nema borgarstjóri. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýnir áformin. Enn er ekki ljóst hvernig 60 milljarða sem vantar upp á fjármögnun verður aflað. 30. september 2019 06:00 Býst ekki við breiðri andstöðu gegn samgöngusamkomulaginu Samgönguráðherra segist ekki búast við breiðri andstöðu gegn nýundirrituðum sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. 29. september 2019 19:45 Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson“ Fjármálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Miðflokksins um að samgöngusáttmálinn sé stuðningur við Dag B. Eggertsson. 28. september 2019 12:45
Oddvitinn í borginni sagður úti í horni Allir bæjarstjórar sem koma að samgöngusamningi ríkisins og sveitarfélaga eru Sjálfstæðismenn nema borgarstjóri. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýnir áformin. Enn er ekki ljóst hvernig 60 milljarða sem vantar upp á fjármögnun verður aflað. 30. september 2019 06:00
Býst ekki við breiðri andstöðu gegn samgöngusamkomulaginu Samgönguráðherra segist ekki búast við breiðri andstöðu gegn nýundirrituðum sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. 29. september 2019 19:45
Þýtur um á rafhlaupahjóli framhjá umferðarteppunni Læknanemi sem hafði enga trú á rafhlaupahjólum þýtur nú framhjá umferðarteppunni á morgnana og hefur losað sig við einkabílinn. Rafhlaupahjólin njóta síaukinna vinsælda hér á landi. Reykjavíkurborg hefur sett reglur sem taka mið af vandræðum sem hafa skapast vegna rafhlaupahjólaleiga erlendis. 30. september 2019 20:00