Segja niðurstöðuna vera mikil vonbrigði Lillý Valgerður Pétursdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 18. október 2019 16:24 Dómsmálaráðherra segir að unnið verði að því að koma Íslandi af gráa listanum. Vísir/stöð 2 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að niðurstaða FATF, alþjóðlegs hóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, um að setja Ísland á svokallaðan gráan lista sé mikil vonbrigði. Nokkrir fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa í dag lýst yfir vonbrigðum sínum með stjórnvöld. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að niðurstaðan væri til marks um hrópandi vanhæfni ríkisstjórnarinnar til að taka alvarlega alþjóðlegt regluverk.Sjá nánar: „Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Aðspurð hvort niðurstaðan sé áfellisdómur yfir ríkisstjórninni segir dómsmálaráðherra. „Hún er mikil vonbrigði en við höfum unnið verulega hart síðan allar þær athugasemdir komu í byrjun 2018 og unnið verulega mikið og þarft starf til að koma þessum reglum í lag,“ segir Áslaug Arna. Stórnvöld vilji vitaskuld hafa hlutina í lagi. „Athugasemdirnar sem út af standa eru örfáar og afar veigalitlar að því leyti að þær eru allar komnar í farveg eins og segir í kynningu frá FATF og við munum auðvitað einhenda okkur í það að losna af þessum lista á fundum á næsta ári,“ segir Áslaug Arna en nánar verður rætt við hana um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ísland rataði í morgun gráan lista samtakanna FATF. Þar eru lönd sem hafa heitið úrbótum í baráttunni gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem samtökin ætlað að fylgjast náið með.Getty/Caspar BensonTryggja þurfi að vera okkar á listanum verði eins stutt og mögulegt er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur undir með Áslaugu Örnu og segir niðurstöðuna vera vonbrigði. Næsta skref sé að reyna að ljúka málinu.Á listanum eru lönd sem við erum ekki vön að bera okkur saman við. Það hlýtur að vera vonbrigði að sjá Ísland á þessum lista?„Já, það eru vonbrigði að sjá Ísland á þessum lista. Snemma á árinu 2018 kom skýrsla þar sem voru gerðar alvarlegar athugasemdir við okkar framkvæmd á ýmsu sem tengist peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka; fimmtíu og ein athugasemd,“ segir Katrín. „Ég vil segja það að núverandi ríkisstjórn hefur unnið mjög ötullega að þessu máli allt síðan skýrslan kom. Við teljum svo ver aað við séum búin að uppfylla allt nema eitt atriði á þessum langa lista en það var nóg til þess að þessi ákvörðun var tekin og það er auðvitað vonbrigði en það næsta í stöðunni er auðvitað bara að ljúka því sem á eftir að ljúka og tryggja að vera okkar á þessum lista verði eins stutt og mögulegt er.“ Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Úrbætur til að forðast gráa listann bárust of seint Fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráum lista fir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti, bárust of seint. 18. október 2019 12:15 Íslensk stjórnvöld vænti þess að FATF endurskoði mat á „gráleitri“ stöðu Íslands Stjórnvöld hafa ásamt erlendum ráðgjöfum lagt mat á möguleg áhrif af því að Ísland lendi á listanum. Í tilkynningunni segir að það sé "samdóma álit að áhrifin verði óveruleg“. Það sé hvorki talið að niðurstaða FATF hafi bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi. 18. október 2019 14:25 Ísland á gráum lista ríkja vegna peningaþvættis Ísland er komið á gráan lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ósamvinnuþýð ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Kjarninn greinir frá þessu. 18. október 2019 10:50 „Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista FATF)yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfi ríkisstjórnarinnar. 18. október 2019 13:02 Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að niðurstaða FATF, alþjóðlegs hóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, um að setja Ísland á svokallaðan gráan lista sé mikil vonbrigði. Nokkrir fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa í dag lýst yfir vonbrigðum sínum með stjórnvöld. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að niðurstaðan væri til marks um hrópandi vanhæfni ríkisstjórnarinnar til að taka alvarlega alþjóðlegt regluverk.Sjá nánar: „Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Aðspurð hvort niðurstaðan sé áfellisdómur yfir ríkisstjórninni segir dómsmálaráðherra. „Hún er mikil vonbrigði en við höfum unnið verulega hart síðan allar þær athugasemdir komu í byrjun 2018 og unnið verulega mikið og þarft starf til að koma þessum reglum í lag,“ segir Áslaug Arna. Stórnvöld vilji vitaskuld hafa hlutina í lagi. „Athugasemdirnar sem út af standa eru örfáar og afar veigalitlar að því leyti að þær eru allar komnar í farveg eins og segir í kynningu frá FATF og við munum auðvitað einhenda okkur í það að losna af þessum lista á fundum á næsta ári,“ segir Áslaug Arna en nánar verður rætt við hana um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ísland rataði í morgun gráan lista samtakanna FATF. Þar eru lönd sem hafa heitið úrbótum í baráttunni gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem samtökin ætlað að fylgjast náið með.Getty/Caspar BensonTryggja þurfi að vera okkar á listanum verði eins stutt og mögulegt er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur undir með Áslaugu Örnu og segir niðurstöðuna vera vonbrigði. Næsta skref sé að reyna að ljúka málinu.Á listanum eru lönd sem við erum ekki vön að bera okkur saman við. Það hlýtur að vera vonbrigði að sjá Ísland á þessum lista?„Já, það eru vonbrigði að sjá Ísland á þessum lista. Snemma á árinu 2018 kom skýrsla þar sem voru gerðar alvarlegar athugasemdir við okkar framkvæmd á ýmsu sem tengist peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka; fimmtíu og ein athugasemd,“ segir Katrín. „Ég vil segja það að núverandi ríkisstjórn hefur unnið mjög ötullega að þessu máli allt síðan skýrslan kom. Við teljum svo ver aað við séum búin að uppfylla allt nema eitt atriði á þessum langa lista en það var nóg til þess að þessi ákvörðun var tekin og það er auðvitað vonbrigði en það næsta í stöðunni er auðvitað bara að ljúka því sem á eftir að ljúka og tryggja að vera okkar á þessum lista verði eins stutt og mögulegt er.“
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Úrbætur til að forðast gráa listann bárust of seint Fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráum lista fir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti, bárust of seint. 18. október 2019 12:15 Íslensk stjórnvöld vænti þess að FATF endurskoði mat á „gráleitri“ stöðu Íslands Stjórnvöld hafa ásamt erlendum ráðgjöfum lagt mat á möguleg áhrif af því að Ísland lendi á listanum. Í tilkynningunni segir að það sé "samdóma álit að áhrifin verði óveruleg“. Það sé hvorki talið að niðurstaða FATF hafi bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi. 18. október 2019 14:25 Ísland á gráum lista ríkja vegna peningaþvættis Ísland er komið á gráan lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ósamvinnuþýð ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Kjarninn greinir frá þessu. 18. október 2019 10:50 „Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista FATF)yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfi ríkisstjórnarinnar. 18. október 2019 13:02 Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Sjá meira
Úrbætur til að forðast gráa listann bárust of seint Fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráum lista fir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti, bárust of seint. 18. október 2019 12:15
Íslensk stjórnvöld vænti þess að FATF endurskoði mat á „gráleitri“ stöðu Íslands Stjórnvöld hafa ásamt erlendum ráðgjöfum lagt mat á möguleg áhrif af því að Ísland lendi á listanum. Í tilkynningunni segir að það sé "samdóma álit að áhrifin verði óveruleg“. Það sé hvorki talið að niðurstaða FATF hafi bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi. 18. október 2019 14:25
Ísland á gráum lista ríkja vegna peningaþvættis Ísland er komið á gráan lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ósamvinnuþýð ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Kjarninn greinir frá þessu. 18. október 2019 10:50
„Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista FATF)yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfi ríkisstjórnarinnar. 18. október 2019 13:02