Fékk blaðamannabakteríuna frekar seint á ferlinum Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2019 15:00 Jón Þórisson. Nýr ritstjóri Fréttablaðsins telur að eignarhlutur hans eigi ekki að tefla trúverðugleika blaðsins í hættu. visir/anton brink Jón Þórisson er nýr ritstjóri Fréttablaðsins. Þetta var kynnt á starfsmannafundi blaðsins í morgun samhliða umfangsmiklum skipulagsbreytingum. Fréttablaðið og Hringbraut sameinast en Helgi Magnússon hefur keypt nánast allan hlut í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins. Jón á sjálfur smávægilegan hlut í Torgi en telur að eignarhlutur hans eigi ekki að tefla trúverðugleika blaðsins í hættu. Ólöf Skaftadóttir hverfur úr ritstjórastóli og í stuttu samtali við Vísi sagðist hún að kominn væri tími á breytingar hjá sér. „Ég vil óska nýjum eigendum og stjórnendum velfarnaðar.“Vændur um að vera blautur á bak við eyrun Jón segist, í samtali við Vísi, vera fullur tilhlökkunar að takast á við þetta verkefni. Hann segir engan vafa á því leika að í því felist mikil áskorun og ábyrgð. „En hér er gott fólk fyrir sem ég treysti á,“ segir Jón og lýsir því almennt að þessu fylgi góður hugur, að láta gott af sér leiða og rækja skyldur við lesendur. „Það frumskyldan. Að gefa út blað sem fólk hefur áhuga á að lesa og veita upplýsingar sem nauðsynlegt er að fólk fái.“Ólöf Skaftadóttir kveður Fréttablaðið eftir sjö ár. Hún óskar nýjum eigendum velfarnaðar.Í Facebookhópi sem heitir „Fjölmiðlanördar“, hvar áhugamenn um fjölmiðla koma saman og bera saman bækur sínar, nefnir Andrés Magnússon blaðamaður á Viðskiptablaðinu, sem skrifað hefur pistla um fjölmiðla árum saman, að nú sé það gengið eftir sem um hefur verið skrafað að undanförnu, að Helgi Magnússon hafi keypt blaðið allt. „Merkileg tilraun með að nú eru tveir ritstjórar á útbreiddasta dagblaði landsins, en báðir eru nýgræðingar í blaðamennsku,“ segir Andrés og vísar til Jóns og svo meðritstjóra hans Davíðs Stefánssonar.Hægt að finna reynslulausari menn „Ég veit ekki alveg hvað á að segja um það,“ segir Jón spurður um reynsluleysið. „Það er alveg rétt. Ég fékk þessa fréttabakteríu seint en ég var þá í laganámi. Það bar þannig til að ég fékk þá hugmynd að það gæti verið skemmtilegt tvist að vinna að blaðamennsku. En ég hef alltaf haft áhuga á fréttum, er fréttafíkill og reyni að dekka alla þá miðla sem ég kemst í,“ segir Jón og lét ekki sitja við orðin tóm. Hann gekk við svo búið á fund ritstjóra Morgunblaðsins en þetta var árið 2015.Andrés Magnússon, eini Íslendingurinn sem fjallar um fjölmiðla að staðaldri, telur það forvitnilega tilraun að láta tvo reynslulausa menn ritstýra stærsta blaði landsins.visir/vilhelm„Haraldur Johannessen tók mér mjög vel og við gengum frá ráðningu minni eða vist á Morgunblaðinu strax á þessum fyrsta fundi okkar. Ég skrifaði aðallega um viðskipti en gekk einnig daglegar fréttavaktir. Ég fullyrði að þetta sé eitt skemmtilegasta starf sem hægt er að komast í.“ Jón var í blaðamennskunni með námi og svo snéri hann sér að lögfræðistörfum en hann er einn aðstandenda Drangi lögmenn. „Ég hef verið að skrifa um lögfræði í framhaldinu, skrif sem birst hafa í Morgunblaðinu. Já, vissulega er hægt að finna reynslumeiri menn en það er líka hægt að finna menn sem hafa minni reynslu.“Lærði lögfræði og fór í blaðamennsku Að sögn Jóns á ráðning hans sér ekki langan aðdraganda. Ekki til þess að gera. Örfáir dagar eru síðan honum bauðst að taka að sér að ritstýra Fréttablaðinu. „Ég þurfti svosem ekki að hugsa mig lengi um en ég gerði það samt. Ég er af barnsaldri,“ segir Jón. En hann er 55 ára. Og hann segist hafa lært lögfræði fremur seint á sínum ferli.Ritstjórnarskrifstofur Fréttablaðsins standa við Lækjartorg en þangað munu nú starfsmenn Hringbrautar flytja sig og sitt hafurtask.„Ég þurfti að gera það upp við mig hvort ég liti svo á að ég væri að yfirgefa lögfræðina eða ekki. En, það er nú svo að menn eru ekkert að æviráða sig á ritstjórastól. Þannig að líklegt má telja að ég eigi möguleika á því að hverfa til baka í lögfræði ef þannig er og svo vonum við að vel takist til í millitíðinni.“ Spurður segir Jón ekki neitt frágengið í því sem snýr að sameiningu Fréttablaðsins og Hringbrautar. Enda eigi það eftir að fara fyrir samkeppnisyfirvöld og fjölmiðlanefnd, stofnanir sem þurfa að veita samþykki sitt. „Alþekkt er að undir sömu regnhlíf geti verið nokkrar vefslóðir sem birta fréttir og sérhæfa sig ef til vill í einhverjum tilteknum atriðum, en það er allt óútfært,“ segir Jón um hugsanlegan samruna hringbraut.is og frettabladid.is en margir líta til þess að framtíðarheimili fjölmiðla sé á netinu.Telur fregnir af andláti prentsins stórlega ýktar Kunnara er en frá þurfi að segja að prentmiðlar hafa átt í vök að verjast á undanförnum árum og áratugum. „Ég skal ekki segja. Á mínum sokkabandsárum var stundum sungið Video killed the radiostar,“ segir Jón um spádóma um yfirvofandi dauða prentmiðlanna.Hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir hafa nú að mestu dregið sig út úr rekstri fjölmiðla.fbl/vilhelm„Sá spádómur gekk ekki eftir. Það hefur verið talað um að hlaðvarpið myndi drepa línulega dagskrá útvarps. Það hefur ekki gengið eftir. Spádómar um dauða dagblaða í pappírsformi eiga ekki við rök að styðjast. En auðvitað þarf að hafa fyrir þessu og það er meðal annars hlutverk okkar að efnið sé aðgengilegt og áhugavert. Ég hef ekki þungar áhyggjur af því. Fréttablaðið býr við einstaka stöðu. Það er prentað í tæplega 80 þúsund eintökum og ber þannig höfuð og herðar yfir keppinauta sína; eintakafjölda, upplag og lestur.“Sóknarbolti spilaður Og Jón ætti að þekkja það, hafandi verið í samkeppni við Fréttablaðið á Morgunblaðinu. „Jájá, en það er mikill metnaður á ritstjórnum allra miðla að gefa út metnaðarfull blöð og fjölmiðla.“ Erfiðleikarnir birtast reyndar víða, til að mynda samþykkti Reykjavíkurborg á dögunum að dreifa sérstaklega límmiðum til borgarbúa til að setja á hurðir sínar hvar fjölpóstur og fríblöð eru afþökkuð. Jón dæsir þegar þetta er nefnt en þetta hlýtur að koma sérlega illa fyrir Fréttablaðið.Helgi Magnússon ætlar að spila sóknarbolta en hann hefur nú komið inn í fjölmiðlarekstur af fullum þunga.Guðmundur KristinnStendur til að minnka prentun á blaðinu eða á að bregðast einhvern veginn við þessum óvæntu aðgerðum borgaryfirvalda?„Nei, það stendur ekki til að minnka blaðið, öðru nær. Það verður spilaður sóknarbolti eins og Helgi Magnússon hefur orðað það. Menn eru einhuga um að gera þetta sem best svo vöxtur og viðgangur Fréttablaðsins verði sem mestur og bestur.“Á lítinn hluta í blaðinu sjálfur Jón segir að ekki sé vert að kynna einhverjar ritstjórnarlegar áherslubreytingar á tímamótum sem þessum. Ekkert liggur fyrir um það og hann er að setja sig inn í það hvernig hlutirnir ganga fyrir sig inni á ritstjórninni. „Svo verðum við bara að sjá til.“Blaðamenn Fréttablaðsins voru kallaðir á fund í morgun og þeim kynntur nýr ritstjóri. Baldur Guðmundsson er hættur á blaðinu, Sunna Karen Sigurþórsdóttir er ritstjóri frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson er reynslumestur blaðamanna á Fréttablaðinu og Þórarinn Þórarinsson sem einkum hefur skrifað á nýjan vef blaðsins að undanförnu.fbl/eyþórFram kemur að þó Helgi Magnússon sé aðaleigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, á Jón einnig hlut í félaginu. Hann segir þann hlut smáan og það eigi eftir að koma betur í ljós hversu mikill sá hlutur er meðal annars vegna þess að ófrágengið er hvernig samruna Hringbrautar og Fréttablaðsins. En, nú hefur lengi verið talað um hið svokallaða eigendavald og sjálfstæði ritstjóra. Hvernig fer þetta saman. „Ég held að þetta fari vel saman. Í fyrsta lagi sýnir þetta trú þeirra sem þarna koma að borði á viðfangsefninu og telji menn að mögulegt sé að gefa út blað sem skili dálitlum hagnaði, í það minnsta. Það gerist ekki nema gefið sé út blað sem fólk vill lesa. Það er þá þannig að blaðið sé í slíkri útbreiðslu að tekjur standi að minnsta kosti til jafns við kostnað.“Telur eignarhaldið ekki tefla trúverðugleika í hættuEn, varðandi sjálfstæði ritstjórnar? Getur því verið fyrir að fara ef einn eigenda miðilsins er ritstjóri?„Ég held að það sé engin meiri hætta á því þó þarna eigi menn einhvern hlut. Ég sé ekki að það þurfi að þvælast neitt fyrir. Fréttirnar eru unnar af blaðamönnum, það sem fréttnæmt ratar í blaðið og þar eiga hagsmunir eigenda ekki að trufla neitt.“ En, þetta snýr kannski að því að lesendur geti treyst því að fréttirnar séu alfarið fluttar af hlutlægni, að þar séu engir hagsmunir fremur en að það sé svo í pottinn búið. Þetta er spurning um hæfi?„Já, þá má ekki gleyma því að ritstjórarnir eru tveir. Menn þurfa þá að gæta sín á því að ef þeir telja að ástæða sé að draga efi um hæfi þeirra í einhverju tilteknu máli, þá skáka þeir sér úr því.“ Jón segist hafa velt þessu fram og til baka. Siðareglur blaðanna eru til staðar og menn hljóti að gæta sín á því að flytja og meta fréttir hlutlægt. „Þetta á ekki að vera neitt mál enda færi trúverðugleiki blaðsins fyrir lítið ef menn væru ekki að passa sig á þessu.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hvað vill nýr ritstjóri Fréttablaðsins upp á dekk? Davíð Stefánsson segist nálgast hina nýju stöðu af mikilli hógværð. 4. júní 2019 11:45 Hringbraut sameinast Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir hættir sem ritstjóri Fréttablaðsins. 18. október 2019 10:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Jón Þórisson er nýr ritstjóri Fréttablaðsins. Þetta var kynnt á starfsmannafundi blaðsins í morgun samhliða umfangsmiklum skipulagsbreytingum. Fréttablaðið og Hringbraut sameinast en Helgi Magnússon hefur keypt nánast allan hlut í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins. Jón á sjálfur smávægilegan hlut í Torgi en telur að eignarhlutur hans eigi ekki að tefla trúverðugleika blaðsins í hættu. Ólöf Skaftadóttir hverfur úr ritstjórastóli og í stuttu samtali við Vísi sagðist hún að kominn væri tími á breytingar hjá sér. „Ég vil óska nýjum eigendum og stjórnendum velfarnaðar.“Vændur um að vera blautur á bak við eyrun Jón segist, í samtali við Vísi, vera fullur tilhlökkunar að takast á við þetta verkefni. Hann segir engan vafa á því leika að í því felist mikil áskorun og ábyrgð. „En hér er gott fólk fyrir sem ég treysti á,“ segir Jón og lýsir því almennt að þessu fylgi góður hugur, að láta gott af sér leiða og rækja skyldur við lesendur. „Það frumskyldan. Að gefa út blað sem fólk hefur áhuga á að lesa og veita upplýsingar sem nauðsynlegt er að fólk fái.“Ólöf Skaftadóttir kveður Fréttablaðið eftir sjö ár. Hún óskar nýjum eigendum velfarnaðar.Í Facebookhópi sem heitir „Fjölmiðlanördar“, hvar áhugamenn um fjölmiðla koma saman og bera saman bækur sínar, nefnir Andrés Magnússon blaðamaður á Viðskiptablaðinu, sem skrifað hefur pistla um fjölmiðla árum saman, að nú sé það gengið eftir sem um hefur verið skrafað að undanförnu, að Helgi Magnússon hafi keypt blaðið allt. „Merkileg tilraun með að nú eru tveir ritstjórar á útbreiddasta dagblaði landsins, en báðir eru nýgræðingar í blaðamennsku,“ segir Andrés og vísar til Jóns og svo meðritstjóra hans Davíðs Stefánssonar.Hægt að finna reynslulausari menn „Ég veit ekki alveg hvað á að segja um það,“ segir Jón spurður um reynsluleysið. „Það er alveg rétt. Ég fékk þessa fréttabakteríu seint en ég var þá í laganámi. Það bar þannig til að ég fékk þá hugmynd að það gæti verið skemmtilegt tvist að vinna að blaðamennsku. En ég hef alltaf haft áhuga á fréttum, er fréttafíkill og reyni að dekka alla þá miðla sem ég kemst í,“ segir Jón og lét ekki sitja við orðin tóm. Hann gekk við svo búið á fund ritstjóra Morgunblaðsins en þetta var árið 2015.Andrés Magnússon, eini Íslendingurinn sem fjallar um fjölmiðla að staðaldri, telur það forvitnilega tilraun að láta tvo reynslulausa menn ritstýra stærsta blaði landsins.visir/vilhelm„Haraldur Johannessen tók mér mjög vel og við gengum frá ráðningu minni eða vist á Morgunblaðinu strax á þessum fyrsta fundi okkar. Ég skrifaði aðallega um viðskipti en gekk einnig daglegar fréttavaktir. Ég fullyrði að þetta sé eitt skemmtilegasta starf sem hægt er að komast í.“ Jón var í blaðamennskunni með námi og svo snéri hann sér að lögfræðistörfum en hann er einn aðstandenda Drangi lögmenn. „Ég hef verið að skrifa um lögfræði í framhaldinu, skrif sem birst hafa í Morgunblaðinu. Já, vissulega er hægt að finna reynslumeiri menn en það er líka hægt að finna menn sem hafa minni reynslu.“Lærði lögfræði og fór í blaðamennsku Að sögn Jóns á ráðning hans sér ekki langan aðdraganda. Ekki til þess að gera. Örfáir dagar eru síðan honum bauðst að taka að sér að ritstýra Fréttablaðinu. „Ég þurfti svosem ekki að hugsa mig lengi um en ég gerði það samt. Ég er af barnsaldri,“ segir Jón. En hann er 55 ára. Og hann segist hafa lært lögfræði fremur seint á sínum ferli.Ritstjórnarskrifstofur Fréttablaðsins standa við Lækjartorg en þangað munu nú starfsmenn Hringbrautar flytja sig og sitt hafurtask.„Ég þurfti að gera það upp við mig hvort ég liti svo á að ég væri að yfirgefa lögfræðina eða ekki. En, það er nú svo að menn eru ekkert að æviráða sig á ritstjórastól. Þannig að líklegt má telja að ég eigi möguleika á því að hverfa til baka í lögfræði ef þannig er og svo vonum við að vel takist til í millitíðinni.“ Spurður segir Jón ekki neitt frágengið í því sem snýr að sameiningu Fréttablaðsins og Hringbrautar. Enda eigi það eftir að fara fyrir samkeppnisyfirvöld og fjölmiðlanefnd, stofnanir sem þurfa að veita samþykki sitt. „Alþekkt er að undir sömu regnhlíf geti verið nokkrar vefslóðir sem birta fréttir og sérhæfa sig ef til vill í einhverjum tilteknum atriðum, en það er allt óútfært,“ segir Jón um hugsanlegan samruna hringbraut.is og frettabladid.is en margir líta til þess að framtíðarheimili fjölmiðla sé á netinu.Telur fregnir af andláti prentsins stórlega ýktar Kunnara er en frá þurfi að segja að prentmiðlar hafa átt í vök að verjast á undanförnum árum og áratugum. „Ég skal ekki segja. Á mínum sokkabandsárum var stundum sungið Video killed the radiostar,“ segir Jón um spádóma um yfirvofandi dauða prentmiðlanna.Hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir hafa nú að mestu dregið sig út úr rekstri fjölmiðla.fbl/vilhelm„Sá spádómur gekk ekki eftir. Það hefur verið talað um að hlaðvarpið myndi drepa línulega dagskrá útvarps. Það hefur ekki gengið eftir. Spádómar um dauða dagblaða í pappírsformi eiga ekki við rök að styðjast. En auðvitað þarf að hafa fyrir þessu og það er meðal annars hlutverk okkar að efnið sé aðgengilegt og áhugavert. Ég hef ekki þungar áhyggjur af því. Fréttablaðið býr við einstaka stöðu. Það er prentað í tæplega 80 þúsund eintökum og ber þannig höfuð og herðar yfir keppinauta sína; eintakafjölda, upplag og lestur.“Sóknarbolti spilaður Og Jón ætti að þekkja það, hafandi verið í samkeppni við Fréttablaðið á Morgunblaðinu. „Jájá, en það er mikill metnaður á ritstjórnum allra miðla að gefa út metnaðarfull blöð og fjölmiðla.“ Erfiðleikarnir birtast reyndar víða, til að mynda samþykkti Reykjavíkurborg á dögunum að dreifa sérstaklega límmiðum til borgarbúa til að setja á hurðir sínar hvar fjölpóstur og fríblöð eru afþökkuð. Jón dæsir þegar þetta er nefnt en þetta hlýtur að koma sérlega illa fyrir Fréttablaðið.Helgi Magnússon ætlar að spila sóknarbolta en hann hefur nú komið inn í fjölmiðlarekstur af fullum þunga.Guðmundur KristinnStendur til að minnka prentun á blaðinu eða á að bregðast einhvern veginn við þessum óvæntu aðgerðum borgaryfirvalda?„Nei, það stendur ekki til að minnka blaðið, öðru nær. Það verður spilaður sóknarbolti eins og Helgi Magnússon hefur orðað það. Menn eru einhuga um að gera þetta sem best svo vöxtur og viðgangur Fréttablaðsins verði sem mestur og bestur.“Á lítinn hluta í blaðinu sjálfur Jón segir að ekki sé vert að kynna einhverjar ritstjórnarlegar áherslubreytingar á tímamótum sem þessum. Ekkert liggur fyrir um það og hann er að setja sig inn í það hvernig hlutirnir ganga fyrir sig inni á ritstjórninni. „Svo verðum við bara að sjá til.“Blaðamenn Fréttablaðsins voru kallaðir á fund í morgun og þeim kynntur nýr ritstjóri. Baldur Guðmundsson er hættur á blaðinu, Sunna Karen Sigurþórsdóttir er ritstjóri frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson er reynslumestur blaðamanna á Fréttablaðinu og Þórarinn Þórarinsson sem einkum hefur skrifað á nýjan vef blaðsins að undanförnu.fbl/eyþórFram kemur að þó Helgi Magnússon sé aðaleigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, á Jón einnig hlut í félaginu. Hann segir þann hlut smáan og það eigi eftir að koma betur í ljós hversu mikill sá hlutur er meðal annars vegna þess að ófrágengið er hvernig samruna Hringbrautar og Fréttablaðsins. En, nú hefur lengi verið talað um hið svokallaða eigendavald og sjálfstæði ritstjóra. Hvernig fer þetta saman. „Ég held að þetta fari vel saman. Í fyrsta lagi sýnir þetta trú þeirra sem þarna koma að borði á viðfangsefninu og telji menn að mögulegt sé að gefa út blað sem skili dálitlum hagnaði, í það minnsta. Það gerist ekki nema gefið sé út blað sem fólk vill lesa. Það er þá þannig að blaðið sé í slíkri útbreiðslu að tekjur standi að minnsta kosti til jafns við kostnað.“Telur eignarhaldið ekki tefla trúverðugleika í hættuEn, varðandi sjálfstæði ritstjórnar? Getur því verið fyrir að fara ef einn eigenda miðilsins er ritstjóri?„Ég held að það sé engin meiri hætta á því þó þarna eigi menn einhvern hlut. Ég sé ekki að það þurfi að þvælast neitt fyrir. Fréttirnar eru unnar af blaðamönnum, það sem fréttnæmt ratar í blaðið og þar eiga hagsmunir eigenda ekki að trufla neitt.“ En, þetta snýr kannski að því að lesendur geti treyst því að fréttirnar séu alfarið fluttar af hlutlægni, að þar séu engir hagsmunir fremur en að það sé svo í pottinn búið. Þetta er spurning um hæfi?„Já, þá má ekki gleyma því að ritstjórarnir eru tveir. Menn þurfa þá að gæta sín á því að ef þeir telja að ástæða sé að draga efi um hæfi þeirra í einhverju tilteknu máli, þá skáka þeir sér úr því.“ Jón segist hafa velt þessu fram og til baka. Siðareglur blaðanna eru til staðar og menn hljóti að gæta sín á því að flytja og meta fréttir hlutlægt. „Þetta á ekki að vera neitt mál enda færi trúverðugleiki blaðsins fyrir lítið ef menn væru ekki að passa sig á þessu.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hvað vill nýr ritstjóri Fréttablaðsins upp á dekk? Davíð Stefánsson segist nálgast hina nýju stöðu af mikilli hógværð. 4. júní 2019 11:45 Hringbraut sameinast Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir hættir sem ritstjóri Fréttablaðsins. 18. október 2019 10:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Hvað vill nýr ritstjóri Fréttablaðsins upp á dekk? Davíð Stefánsson segist nálgast hina nýju stöðu af mikilli hógværð. 4. júní 2019 11:45
Hringbraut sameinast Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir hættir sem ritstjóri Fréttablaðsins. 18. október 2019 10:00