Ætla mögulega að óska eftir gögnunum í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2019 12:53 Einar Þór Sverrisson, lögmaður Ara, og Ari Brynjólfsson, blaðamaður Fréttablaðsins. Vísir/vilhelm Lögmaður Ara Brynjólfssonar, blaðamanns Fréttablaðsins, mun mögulega fara fram á það í dag að Seðlabankinn afhendi Ara gögn um starfslokasamning Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ara í vil í máli Seðlabankans gegn honum í morgun. Seðlabankinn stefndi Ara til að fá úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá því í júlí síðastliðnum felldan úr gildi. Nefndin taldi Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar um námsstyrk sem Ingibjörg fékk þegar Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við hana starfslokasamning. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að Ingibjörg hafi fengið greitt á annan tug milljóna króna við starfslokin, bæði með launagreiðslum án kröfu um vinnuframlag og námsstyrk við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Spurði hvort sami leyndarhjúpur ríkti ef Ingibjörg hefði fengið gullstöng eða bíl Einar Þór Sverrisson lögmaður Ara segir í samtali við Vísi að niðurstaðan í dag hafi verið ánægjuleg. Þá muni Einar, fyrir hönd Ara, óska eftir því að Seðlabankinn afhendi gögnin. Það verði mögulega gert í dag. „Sú beiðni sem þeir settu fram um frestun réttaráhrifa er ekki í gildi lengur eftir að dómur er fallinn,“ segir Einar. Ekki fengust upplýsingar um það frá Seðlabankanum hvort bankinn hygðist áfrýja dómnum. Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans segir í svari við fyrirspurn Vísis að dómur héraðsdóms sé í skoðun. Engra frétta sé að vænta strax, m.a. vegna þess að seðlabankastjóri sé nú á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Spurði hvort sami leyndarhjúpur ríkti ef Ingibjörg hefði fengið gullstöng eða bíl Lögmenn í máli Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, tókust á um upplýsingalög og framgöngu Seðlabankans gagnvart „varðhundi almennings“, blaðamanninum, í Héraðsdómi Reykjaness dag. 4. október 2019 12:36 Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34 Segir það hvorki vera merki um mannvonsku né kúgunartilburði að vilja fara að lögum Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri í Seðlabanka Íslands, segir að með því að stefna Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, sé bankinn ekki að veitast að Ara persónulega. Verið sé að nýta ákvæði laganna til að fá túlkun dómstóls á lagaákvæðum sem deilt er um. 2. ágúst 2019 20:38 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Lögmaður Ara Brynjólfssonar, blaðamanns Fréttablaðsins, mun mögulega fara fram á það í dag að Seðlabankinn afhendi Ara gögn um starfslokasamning Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ara í vil í máli Seðlabankans gegn honum í morgun. Seðlabankinn stefndi Ara til að fá úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá því í júlí síðastliðnum felldan úr gildi. Nefndin taldi Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar um námsstyrk sem Ingibjörg fékk þegar Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við hana starfslokasamning. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að Ingibjörg hafi fengið greitt á annan tug milljóna króna við starfslokin, bæði með launagreiðslum án kröfu um vinnuframlag og námsstyrk við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Spurði hvort sami leyndarhjúpur ríkti ef Ingibjörg hefði fengið gullstöng eða bíl Einar Þór Sverrisson lögmaður Ara segir í samtali við Vísi að niðurstaðan í dag hafi verið ánægjuleg. Þá muni Einar, fyrir hönd Ara, óska eftir því að Seðlabankinn afhendi gögnin. Það verði mögulega gert í dag. „Sú beiðni sem þeir settu fram um frestun réttaráhrifa er ekki í gildi lengur eftir að dómur er fallinn,“ segir Einar. Ekki fengust upplýsingar um það frá Seðlabankanum hvort bankinn hygðist áfrýja dómnum. Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans segir í svari við fyrirspurn Vísis að dómur héraðsdóms sé í skoðun. Engra frétta sé að vænta strax, m.a. vegna þess að seðlabankastjóri sé nú á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Spurði hvort sami leyndarhjúpur ríkti ef Ingibjörg hefði fengið gullstöng eða bíl Lögmenn í máli Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, tókust á um upplýsingalög og framgöngu Seðlabankans gagnvart „varðhundi almennings“, blaðamanninum, í Héraðsdómi Reykjaness dag. 4. október 2019 12:36 Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34 Segir það hvorki vera merki um mannvonsku né kúgunartilburði að vilja fara að lögum Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri í Seðlabanka Íslands, segir að með því að stefna Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, sé bankinn ekki að veitast að Ara persónulega. Verið sé að nýta ákvæði laganna til að fá túlkun dómstóls á lagaákvæðum sem deilt er um. 2. ágúst 2019 20:38 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Spurði hvort sami leyndarhjúpur ríkti ef Ingibjörg hefði fengið gullstöng eða bíl Lögmenn í máli Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, tókust á um upplýsingalög og framgöngu Seðlabankans gagnvart „varðhundi almennings“, blaðamanninum, í Héraðsdómi Reykjaness dag. 4. október 2019 12:36
Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34
Segir það hvorki vera merki um mannvonsku né kúgunartilburði að vilja fara að lögum Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri í Seðlabanka Íslands, segir að með því að stefna Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, sé bankinn ekki að veitast að Ara persónulega. Verið sé að nýta ákvæði laganna til að fá túlkun dómstóls á lagaákvæðum sem deilt er um. 2. ágúst 2019 20:38