Mikil vinna í vændum á þingi Ari Brynjólfsson og Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. október 2019 07:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Vísir/vilhelm Ráðist verður í umfangsmestu jarðgangagerð til þessa ef endurskoðun samgönguáætlunar verður að veruleika. Alls ræddi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra um níu mismunandi jarðgangakosti á blaðamannafundi í Norræna húsinu í gær. Fram kom á fundinum að til ársins 2034 yrði fé til nýframkvæmda aukið úr 55,7 milljörðum í 68 milljarða króna milli áætlana, sem er hækkun upp á 22,5 prósent. Þá verða einnig aukin framlög til viðhalds og þjónustu. „Verður því hægt að ráðast í framkvæmdir fyrir 214 milljarða á næstu sjö árum, sem eru annars vegar nýjar framkvæmdir eða flýtiframkvæmdir sem eru að koma inn í pakkann,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er titringur innan ríkisstjórnarflokkanna vegna slælegrar kynningar Sigurðar Inga á málinu. Lásu bæði ráðherrar og stjórnarþingmenn um blaðamannafundinn í fjölmiðlum. Er endurskoðun áætlunarinnar nú inni í samráðsgátt stjórnvalda. „Mál fara oft inn í samráðsgátt án þess að hafa verið rædd í ríkisstjórn enda oft um að ræða pólitíska sýn ráðherrans,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Mál taki mjög oft miklum breytingum frá því þau fara í samráð á vefnum þar til þau eru lögð fram á Alþingi, bæði á grundvelli athugasemda sem koma fram eftir opið samráð en einnig eftir umræðu í þingflokkum.Þegar samgönguáætlun til næstu fimm ára var samþykkt á Alþingi í febrúar síðastliðnum var rætt um að langtímaáætlun í samgöngumálum yrði unnin í samráði. Kom það því flatt upp á stjórnarliða að lesa um fyrirhugaða kynningu ráðherra í fjölmiðlum og sjá svo endurskoðaða samgönguáætlun ráðherrans sem hvorki hefur verið rædd í ríkisstjórn né þingflokkum, í samráðsgáttinni. Þegar kvartað var undan verklagi ráðherra var boðað til fundar með þingmönnum og helstu áherslur í áætluninni stuttlega kynntar. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart að skoðanir um samgöngumál séu skiptar,“ segir Katrín aðspurð um ólgu í stjórnarflokkunum vegna málsins. Jón Gunnarsson, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, segir þingmenn hafa fengið 45 mínútna kynningu á endurskoðuðu samgönguáætluninni daginn fyrir blaðamannafundinn. Því gæti hann lítið tjáð sig um innihaldið á þessum tímapunkti. „Það gafst lítill tími þar til skoðanaskipta eða pælinga. Kynningin sem við fengum var í raun sú sama og var kynnt á fundinum,“ segir Jón. „Það er við margt að athuga þarna. Við eigum eftir að stilla þetta saman við samgönguáætlunina sem er í gildi og var samþykkt í febrúar.“ Margt þurfi að hafa í huga. „Það sem er nýtt í þessu er höfuðborgarpakkinn og hvernig hann spilar saman við þær gjaldtökuhugmyndir og flýtingu framkvæmda sem við vorum með á samgönguáætluninni úti á landi. Í þeirri áætlun var lagt til að fara hraðar og í meiri uppbyggingu en kemur fram í þessu varðandi uppbyggingu stofnbrauta á borð við Suðurlandsveginn, Reykjanesbrautina og Vesturlandsveginn,“ segir Jón. „Þarna er boðuð ein mesta jarðgangagerð í sögunni, þegar kemur að þessum göngum fyrir austan. Það er eitt sem þarf að skoða hvernig verður útfært. Svo er Sundabrautin eitt sem þarf að mínu mati að klára samhliða þessum höfuðborgarpakka.“ Býst hann við að málið komi fyrir nefndina um mánaðamót nóvember og desember. „Þetta verður mikil vinna í þinginu, að fara ofan í allar forsendur og skiptingu verkefna.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Fólk ruglað á Borgarlínunni Um fjórðungur er andvígur og álíka margir eru hvorki hlynntir né andvígir. 16. október 2019 06:30 Eina kynningin á uppfærðri samgönguáætlun „örkynning“ með litlum fyrirvara Þingmenn eru margir hverjir ósátir við skort á fyrirvara við kynningu uppfærðrar og endurskoðaðar samgönguáætlunar. 17. október 2019 21:55 Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun Gert er ráð fyrir að fjölmörgum framkvæmdum verði flýtt og framlög til vegagerðar verði aukin í uppfærðri og endurskoðaðri samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. 17. október 2019 10:37 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Ráðist verður í umfangsmestu jarðgangagerð til þessa ef endurskoðun samgönguáætlunar verður að veruleika. Alls ræddi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra um níu mismunandi jarðgangakosti á blaðamannafundi í Norræna húsinu í gær. Fram kom á fundinum að til ársins 2034 yrði fé til nýframkvæmda aukið úr 55,7 milljörðum í 68 milljarða króna milli áætlana, sem er hækkun upp á 22,5 prósent. Þá verða einnig aukin framlög til viðhalds og þjónustu. „Verður því hægt að ráðast í framkvæmdir fyrir 214 milljarða á næstu sjö árum, sem eru annars vegar nýjar framkvæmdir eða flýtiframkvæmdir sem eru að koma inn í pakkann,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er titringur innan ríkisstjórnarflokkanna vegna slælegrar kynningar Sigurðar Inga á málinu. Lásu bæði ráðherrar og stjórnarþingmenn um blaðamannafundinn í fjölmiðlum. Er endurskoðun áætlunarinnar nú inni í samráðsgátt stjórnvalda. „Mál fara oft inn í samráðsgátt án þess að hafa verið rædd í ríkisstjórn enda oft um að ræða pólitíska sýn ráðherrans,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Mál taki mjög oft miklum breytingum frá því þau fara í samráð á vefnum þar til þau eru lögð fram á Alþingi, bæði á grundvelli athugasemda sem koma fram eftir opið samráð en einnig eftir umræðu í þingflokkum.Þegar samgönguáætlun til næstu fimm ára var samþykkt á Alþingi í febrúar síðastliðnum var rætt um að langtímaáætlun í samgöngumálum yrði unnin í samráði. Kom það því flatt upp á stjórnarliða að lesa um fyrirhugaða kynningu ráðherra í fjölmiðlum og sjá svo endurskoðaða samgönguáætlun ráðherrans sem hvorki hefur verið rædd í ríkisstjórn né þingflokkum, í samráðsgáttinni. Þegar kvartað var undan verklagi ráðherra var boðað til fundar með þingmönnum og helstu áherslur í áætluninni stuttlega kynntar. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart að skoðanir um samgöngumál séu skiptar,“ segir Katrín aðspurð um ólgu í stjórnarflokkunum vegna málsins. Jón Gunnarsson, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, segir þingmenn hafa fengið 45 mínútna kynningu á endurskoðuðu samgönguáætluninni daginn fyrir blaðamannafundinn. Því gæti hann lítið tjáð sig um innihaldið á þessum tímapunkti. „Það gafst lítill tími þar til skoðanaskipta eða pælinga. Kynningin sem við fengum var í raun sú sama og var kynnt á fundinum,“ segir Jón. „Það er við margt að athuga þarna. Við eigum eftir að stilla þetta saman við samgönguáætlunina sem er í gildi og var samþykkt í febrúar.“ Margt þurfi að hafa í huga. „Það sem er nýtt í þessu er höfuðborgarpakkinn og hvernig hann spilar saman við þær gjaldtökuhugmyndir og flýtingu framkvæmda sem við vorum með á samgönguáætluninni úti á landi. Í þeirri áætlun var lagt til að fara hraðar og í meiri uppbyggingu en kemur fram í þessu varðandi uppbyggingu stofnbrauta á borð við Suðurlandsveginn, Reykjanesbrautina og Vesturlandsveginn,“ segir Jón. „Þarna er boðuð ein mesta jarðgangagerð í sögunni, þegar kemur að þessum göngum fyrir austan. Það er eitt sem þarf að skoða hvernig verður útfært. Svo er Sundabrautin eitt sem þarf að mínu mati að klára samhliða þessum höfuðborgarpakka.“ Býst hann við að málið komi fyrir nefndina um mánaðamót nóvember og desember. „Þetta verður mikil vinna í þinginu, að fara ofan í allar forsendur og skiptingu verkefna.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Fólk ruglað á Borgarlínunni Um fjórðungur er andvígur og álíka margir eru hvorki hlynntir né andvígir. 16. október 2019 06:30 Eina kynningin á uppfærðri samgönguáætlun „örkynning“ með litlum fyrirvara Þingmenn eru margir hverjir ósátir við skort á fyrirvara við kynningu uppfærðrar og endurskoðaðar samgönguáætlunar. 17. október 2019 21:55 Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun Gert er ráð fyrir að fjölmörgum framkvæmdum verði flýtt og framlög til vegagerðar verði aukin í uppfærðri og endurskoðaðri samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. 17. október 2019 10:37 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Fólk ruglað á Borgarlínunni Um fjórðungur er andvígur og álíka margir eru hvorki hlynntir né andvígir. 16. október 2019 06:30
Eina kynningin á uppfærðri samgönguáætlun „örkynning“ með litlum fyrirvara Þingmenn eru margir hverjir ósátir við skort á fyrirvara við kynningu uppfærðrar og endurskoðaðar samgönguáætlunar. 17. október 2019 21:55
Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun Gert er ráð fyrir að fjölmörgum framkvæmdum verði flýtt og framlög til vegagerðar verði aukin í uppfærðri og endurskoðaðri samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. 17. október 2019 10:37