Rick Perry kynnir afsögn viku eftir að hafa verið spurður í Svartsengi Kristján Már Unnarsson skrifar 17. október 2019 23:50 Rick Perry í Svartsengi: "Ég verð ekki orkumálaráðherra að eilífu.“ Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, hefur tilkynnt Donald Trump forseta að hann hyggist segja af sér embætti. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá þessu í kvöld og höfðu tíðindin eftir ónafngreindum embættismanni. Sagt var að Perry hefði rætt þetta við forsetann um borð í Air Force One í dag en þeir flugu saman í forsetaflugvélinni til Texas. Donald Trump staðfesti svo fréttirnar sjálfur í kvöld. „Við erum þegar búnir að finna mann í stað hans,“ sagði Trump við fréttamenn en hann var að hefja kosningaherferð í Texas. „Rick hefur unnið frábært starf. En það var kominn tími,“ sagði Trump. Orðrómur hefur gengið um nokkurt skeið um að Perry hyggist segja af sér embætti en hann hefur með beinum hætti blandast inn í Úkraínu-mál Donalds Trumps. Trump gaf þó til kynna að brotthvarf orkumálaráðherrans tengdist ekki Úkraínumálinu heldur hefði Perry ýjað að þessu fyrir hálfu ári. „En hann er með mjög stór áform. Honum á eftir að farnast mjög vel. Við höfum eftirmann hans, við munum tilkynna það fljótlega,“ sagði forsetinn. Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, svarar spurningum fréttamanna í Svartsengi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Orkumálaráðherrann var á Íslandi í síðustu viku til að flytja erindi á Hringborði Norðurslóða en heimsótti einnig orkuverið í Svartsengi. Fréttamaður Stöðvar 2 lagði þá þessa spurningu fyrir Perry: Það hafa verið vangaveltur um að þú sért á leið úr embætti. Munt þú enn verma stólinn í lok þessa árs? „Það hafa verið fréttir um þetta núna í níu mánuði, að ég sé á leiðinni út. Einhvern daginn, ef þeir halda áfram að segja þetta, munu þeir hafa rétt fyrir sér. Ég verð ekki orkumálaráðherra að eilífu,“ svaraði Rick Perry í Svartsengi fyrir viku. Hér má sjá Perry svara spurningunni í frétt Stöðvar 2 frá heimsókninni: Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Perry segir norðurslóðir barmafullar af orkuauðlindum Orkumálaráðherra Bandaríkjanna segir norðurslóðir barmafullar af auðlindum eins og gasi sem megi nýta á skynsaman hátt íbúunum þar og heimsbyggðinni til hagsbóta. Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump um nýtingu auðlinda í Alaska sé gott dæmi um þetta. 11. október 2019 12:30 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Orkumálaráðherra Bandaríkjanna sér á báti við Hringborð norðurslóða Orkumálaráðherra Bandaríkjanna nefndi loftslagsbreytingar ekki á nafn í ávarpi sínu við setningu Hringborðs norðurslóða í dag en skaut föstum skotum að ríkjum sem hann sagði boðflennur á norðurslóðum. Forystufólk annarra ríkja lagði hins vegar áherslu á að þjóðir heims tækju höndum saman til að vinna gegn loftslagsbreytingunum. 10. október 2019 20:30 Rick Perry varði Donald Trump með kjafti og klóm í Svartsengi Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, segir jarðhitann guðsgjöf til Íslendinga og að flestar þjóðir myndu gefa allt til að geta nýtt slíka auðlind til að hita upp hús sín og framleiða rafmagn. 9. október 2019 20:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, hefur tilkynnt Donald Trump forseta að hann hyggist segja af sér embætti. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá þessu í kvöld og höfðu tíðindin eftir ónafngreindum embættismanni. Sagt var að Perry hefði rætt þetta við forsetann um borð í Air Force One í dag en þeir flugu saman í forsetaflugvélinni til Texas. Donald Trump staðfesti svo fréttirnar sjálfur í kvöld. „Við erum þegar búnir að finna mann í stað hans,“ sagði Trump við fréttamenn en hann var að hefja kosningaherferð í Texas. „Rick hefur unnið frábært starf. En það var kominn tími,“ sagði Trump. Orðrómur hefur gengið um nokkurt skeið um að Perry hyggist segja af sér embætti en hann hefur með beinum hætti blandast inn í Úkraínu-mál Donalds Trumps. Trump gaf þó til kynna að brotthvarf orkumálaráðherrans tengdist ekki Úkraínumálinu heldur hefði Perry ýjað að þessu fyrir hálfu ári. „En hann er með mjög stór áform. Honum á eftir að farnast mjög vel. Við höfum eftirmann hans, við munum tilkynna það fljótlega,“ sagði forsetinn. Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, svarar spurningum fréttamanna í Svartsengi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Orkumálaráðherrann var á Íslandi í síðustu viku til að flytja erindi á Hringborði Norðurslóða en heimsótti einnig orkuverið í Svartsengi. Fréttamaður Stöðvar 2 lagði þá þessa spurningu fyrir Perry: Það hafa verið vangaveltur um að þú sért á leið úr embætti. Munt þú enn verma stólinn í lok þessa árs? „Það hafa verið fréttir um þetta núna í níu mánuði, að ég sé á leiðinni út. Einhvern daginn, ef þeir halda áfram að segja þetta, munu þeir hafa rétt fyrir sér. Ég verð ekki orkumálaráðherra að eilífu,“ svaraði Rick Perry í Svartsengi fyrir viku. Hér má sjá Perry svara spurningunni í frétt Stöðvar 2 frá heimsókninni:
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Perry segir norðurslóðir barmafullar af orkuauðlindum Orkumálaráðherra Bandaríkjanna segir norðurslóðir barmafullar af auðlindum eins og gasi sem megi nýta á skynsaman hátt íbúunum þar og heimsbyggðinni til hagsbóta. Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump um nýtingu auðlinda í Alaska sé gott dæmi um þetta. 11. október 2019 12:30 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Orkumálaráðherra Bandaríkjanna sér á báti við Hringborð norðurslóða Orkumálaráðherra Bandaríkjanna nefndi loftslagsbreytingar ekki á nafn í ávarpi sínu við setningu Hringborðs norðurslóða í dag en skaut föstum skotum að ríkjum sem hann sagði boðflennur á norðurslóðum. Forystufólk annarra ríkja lagði hins vegar áherslu á að þjóðir heims tækju höndum saman til að vinna gegn loftslagsbreytingunum. 10. október 2019 20:30 Rick Perry varði Donald Trump með kjafti og klóm í Svartsengi Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, segir jarðhitann guðsgjöf til Íslendinga og að flestar þjóðir myndu gefa allt til að geta nýtt slíka auðlind til að hita upp hús sín og framleiða rafmagn. 9. október 2019 20:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58
Perry segir norðurslóðir barmafullar af orkuauðlindum Orkumálaráðherra Bandaríkjanna segir norðurslóðir barmafullar af auðlindum eins og gasi sem megi nýta á skynsaman hátt íbúunum þar og heimsbyggðinni til hagsbóta. Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump um nýtingu auðlinda í Alaska sé gott dæmi um þetta. 11. október 2019 12:30
Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15
Orkumálaráðherra Bandaríkjanna sér á báti við Hringborð norðurslóða Orkumálaráðherra Bandaríkjanna nefndi loftslagsbreytingar ekki á nafn í ávarpi sínu við setningu Hringborðs norðurslóða í dag en skaut föstum skotum að ríkjum sem hann sagði boðflennur á norðurslóðum. Forystufólk annarra ríkja lagði hins vegar áherslu á að þjóðir heims tækju höndum saman til að vinna gegn loftslagsbreytingunum. 10. október 2019 20:30
Rick Perry varði Donald Trump með kjafti og klóm í Svartsengi Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, segir jarðhitann guðsgjöf til Íslendinga og að flestar þjóðir myndu gefa allt til að geta nýtt slíka auðlind til að hita upp hús sín og framleiða rafmagn. 9. október 2019 20:30