Norðurslóðir voru C.S. Lewis afar hjartfólgnar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. október 2019 07:52 Douglas við afhjúpun styttu af ljóninu Aslan í Belfast. Vísir/getty Douglas Gresham er fæddur í Bandaríkjunum, alinn upp í Bretlandi en býr nú á Möltu. Hann varð stjúpsonur rithöfundarins C.S. Lewis átta ára gamall en móðir hans, Joy, lést aðeins fjórum árum síðar. Lewis ól hann upp og hefur Douglas síðan haldið minningu hans og verkum á lofti, meðal annars með framleiðslu Hollywood-mynda um Narníu. Douglas, sem er 73 ára, kemur til Íslands í dag og flytur ávarp á ráðstefnu um Lewis, verk hans og tengsl við Ísland. „Ég mun ræða um stjúpföður minn og tengsl hans við Íslendingasögurnar, kvæðin og norðurslóðir sem hann elskaði af öllu hjarta,“ segir Douglas. „Ef hann hefði verið nógu efnaður og haft nægan tíma hefði hann ferðast meira um þessar slóðir.“ Douglas á góðar minningar um C.S. Lewis, eða Jack eins og hann var kallaður á heimilinu. „Ég þekkti Narníubækurnar áður en ég hitti hann fyrst og bjóst við að sjá brynjuklæddan mann með sverð. En svo reyndist hann vera settlegur háskólakennari sem angaði af tóbaki,“ segir hann og hlær. „Hann var einstaklega ljúfur, með góða kímnigáfu og hafði gaman af lífinu. Hann gekk mér í föðurstað og kenndi mér meira en nokkur annar hefur gert.“ Hjónaband Joy og Jacks var ástríkt þótt það hafi verið stutt og um það var gerð kvikmyndin Shadowlands. Samband Jacks og Douglas breyttist ekki þegar Joy lést úr krabbameini árið 1960. Jack skrifaði bókina A Grief Observed um þá reynslu, sem Douglas segir bestu bók um sorgarferli sem til sé. „Allt minnti okkur á mömmu og hann grét reglulega, mun meira en ég gerði,“ segir Douglas. Að sögn Douglas hafa verkin aldrei verið vinsælli en einmitt nú og Narníubækurnar hafa verið þýddar á um 50 tungumál en Douglas sér um bú fjölskyldunnar og samskipti við útgefendur. C.S. Lewis er þekktastur fyrir ævintýrabækur en hann skrifaði einnig vísindaskáldskap, fræðirit, trúarleg rit og margt fleira. „Verk Jacks munu aldrei deyja, þau berast frá einni kynslóð til annarrar,“ segir Douglas. C.S. Lewis var mjög trúaður og skín það í gegnum öll hans verk, þar á meðal Narníubækurnar. „Í Narníu er ljónið Aslan, sem er táknmynd Jesú Krists. Ungt fólk skilur þetta mun betur en fullorðnir. Aslan býður sig fram til að deyja fyrir svikarann Edmund, eða Júdas, og rís svo upp frá dauðum.“ Douglas Gresham mun halda fyrirlestra og svara spurningum í dag og á morgun á Háskólatorgi, í Neskirkju, í Landsbókasafni og í Háskólabíói á ráðstefnu um C.S. Lewis í Reykjavík. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Norðurslóðir Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Douglas Gresham er fæddur í Bandaríkjunum, alinn upp í Bretlandi en býr nú á Möltu. Hann varð stjúpsonur rithöfundarins C.S. Lewis átta ára gamall en móðir hans, Joy, lést aðeins fjórum árum síðar. Lewis ól hann upp og hefur Douglas síðan haldið minningu hans og verkum á lofti, meðal annars með framleiðslu Hollywood-mynda um Narníu. Douglas, sem er 73 ára, kemur til Íslands í dag og flytur ávarp á ráðstefnu um Lewis, verk hans og tengsl við Ísland. „Ég mun ræða um stjúpföður minn og tengsl hans við Íslendingasögurnar, kvæðin og norðurslóðir sem hann elskaði af öllu hjarta,“ segir Douglas. „Ef hann hefði verið nógu efnaður og haft nægan tíma hefði hann ferðast meira um þessar slóðir.“ Douglas á góðar minningar um C.S. Lewis, eða Jack eins og hann var kallaður á heimilinu. „Ég þekkti Narníubækurnar áður en ég hitti hann fyrst og bjóst við að sjá brynjuklæddan mann með sverð. En svo reyndist hann vera settlegur háskólakennari sem angaði af tóbaki,“ segir hann og hlær. „Hann var einstaklega ljúfur, með góða kímnigáfu og hafði gaman af lífinu. Hann gekk mér í föðurstað og kenndi mér meira en nokkur annar hefur gert.“ Hjónaband Joy og Jacks var ástríkt þótt það hafi verið stutt og um það var gerð kvikmyndin Shadowlands. Samband Jacks og Douglas breyttist ekki þegar Joy lést úr krabbameini árið 1960. Jack skrifaði bókina A Grief Observed um þá reynslu, sem Douglas segir bestu bók um sorgarferli sem til sé. „Allt minnti okkur á mömmu og hann grét reglulega, mun meira en ég gerði,“ segir Douglas. Að sögn Douglas hafa verkin aldrei verið vinsælli en einmitt nú og Narníubækurnar hafa verið þýddar á um 50 tungumál en Douglas sér um bú fjölskyldunnar og samskipti við útgefendur. C.S. Lewis er þekktastur fyrir ævintýrabækur en hann skrifaði einnig vísindaskáldskap, fræðirit, trúarleg rit og margt fleira. „Verk Jacks munu aldrei deyja, þau berast frá einni kynslóð til annarrar,“ segir Douglas. C.S. Lewis var mjög trúaður og skín það í gegnum öll hans verk, þar á meðal Narníubækurnar. „Í Narníu er ljónið Aslan, sem er táknmynd Jesú Krists. Ungt fólk skilur þetta mun betur en fullorðnir. Aslan býður sig fram til að deyja fyrir svikarann Edmund, eða Júdas, og rís svo upp frá dauðum.“ Douglas Gresham mun halda fyrirlestra og svara spurningum í dag og á morgun á Háskólatorgi, í Neskirkju, í Landsbókasafni og í Háskólabíói á ráðstefnu um C.S. Lewis í Reykjavík.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Norðurslóðir Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Lífið samstarf Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira