Maður, sem úrskurðaður var í fjögurra vikna gæsluvarðhald þann 17. september síðastliðinn, grunaður um að hafa hrint konu fram af svölum húss í Breiðholti, er laus úr haldi.
Þetta staðfestir Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.
Gæsluvarðhald yfir manninum rann út í gær. Eftir því sem Vísir kemst næst er málið enn til rannsóknar hjá lögreglu og er það rannsakað sem stórfelld líkamsárás.
Laus úr gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa hrint konu fram af svölum

Tengdar fréttir

Í gæsluvarðhald grunaður um að hafa hrint konu fram af svölum
Maðurinn sem handtekinn var í gærkvöldi, grunaður um að hafa hrint konu fram af svölum í Breiðholti, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. október.

Konan ekki í lífshættu eftir fallið fram af svölunum
Ekki er búið að ákveða hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir manni sem talinn er hafa hrint konu fram af svölum í Breiðholti í gærkvöldi.

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti
Hún var flutt á sjúkrahús og er alvarlega slösuð en sá sem talinn er hafa hrint henni var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu.