Margt sem má bæta við fæðingarorlof Andrés Ingi Jónsson skrifar 16. október 2019 16:45 Í gær fékk ég mjög áhugavert og efnismikið svar við fyrirspurn um fæðingar- og foreldraorlof (sjá hér). Þar er hægt að sjá helstu tölur um skiptingu eftir kyni, tekjum, stöðu fólks í námi og utan vinnumarkaðar o.s.frv., undanfarin fimm ár. Nokkur atriði stökkva á mig við fyrstu sýn. Sameiginlegur réttur foreldra er nánast eingöngu nýttur af mæðrum. Í kringum 90% mæðra fullnýta sameiginlegu mánuðina, en ekki nema 11% feðra nýta eitthvað af honum. Þetta kemur ekki á óvart og sýnir hversu rétt skref það er að draga úr sameiginlega réttinum samhliða lengingu fæðingarorlofs, líkt og stefnt er að, en á næstu tveimur árum er planið að fara úr 3-3-3-kerfi yfir í 5-5-2. Kannski þyrfti að skoða enn róttækari skref, þ.e. að tólf mánaða fæðingarorlofi yrði skipt jafnt á milli foreldra, en enginn sameiginlegur tími skilinn eftir. Þá er mjög áberandi að um 700 feður og 100 mæður taki ekki fæðingarorlof, en skv. svarinu er algengasta ástæðan sú að það hefur einfaldlega ekki sótt um. Hvaða hópar skyldu þetta vera og hverjar eru ástæðurnar? Þetta kallar á frekari rannsókn, t.d. til að sjá hvort hér finnist einstaklingarnir sem fréttist reglulega af, sem hafa misst rétt til fæðingarorlofs vegna tímabundins náms erlendis eða annarra ástæðna. Á meðan 90 prósent mæðra nýta allan sameiginlega réttinn er áhugavert að tveir hópar skera sig sérstaklega úr. Annars vegar þær mæður sem eru utan vinnumarkaðar og fá fæðingarstyrk, en þar taka ekki nema 68 prósent eitthvað af sameiginlega tímanum. Hins vegar eru það láglaunakonur, sem sömuleiðis nýta sameiginlega réttinn minna en mæður að meðaltali. Mér þykir líklegt að þarna færi foreldrar sameiginlega réttinn yfir á það foreldri sem fær meira út úr honum, til að halda tekjum heimilisins uppi, enda er fæðingarstyrkurinn ekki nema 78 þúsund krónur og 80 prósentin sem láglaunakona fær af lágum launum er mjög lág upphæð. En það kæmi ekki á óvart að þessar mæður væru eftir sem áður heima hjá nýfæddu barninu, launalausar. Staða þeirra sem fá minnst út úr fæðingarorlofskerfinu vekur upp spurningar um lágmarksgreiðslur, sem við þurfum að spyrja okkur í tengslum við þá heildarendurskoðun sem er í gangi. Það er ákveðinn styrkleiki fæðingarorlofskerfisins að það er fjármagnað í gegnum tryggingargjald fólks á vinnumarkaði, en fyrir vikið er hætt við að það beri meira keim af því að vera vinnumarkaðsúrræði en félagslegt stuðningskerfi. Fólk sem fer í fæðingarorlof úr ágætlega launaðri vinnu þarf ekki að hafa áhyggjur af miklu tekjutapi vegna fæðingar. En öðru gegnir um fólkið á lægstu laununum og þau sem á einhvern hátt passa illa inn í kerfið og fá aðeins lágmarksstyrkina. Þar er hætt við að fyrstu mánuðir nýbakaðra foreldra litist af miklum fjárhagsáhyggjum. Á næstu árum verður fæðingarorlof lengt upp í 12 mánuði, sem kostar um 4 milljarða á ári, og hækkun hámarksgreiðslu í orlofi mun kosta 6 milljarða á ári þegar hún er að fullu komin til framkvæmda. Hvernig væri að hækka fólk á fæðingarstyrk upp í ígildi lágmarkslauna, sem kostar skv. svarinu tæpa 2 milljarða?Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Andrés Ingi Jónsson Börn og uppeldi Félagsmál Fæðingarorlof Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í gær fékk ég mjög áhugavert og efnismikið svar við fyrirspurn um fæðingar- og foreldraorlof (sjá hér). Þar er hægt að sjá helstu tölur um skiptingu eftir kyni, tekjum, stöðu fólks í námi og utan vinnumarkaðar o.s.frv., undanfarin fimm ár. Nokkur atriði stökkva á mig við fyrstu sýn. Sameiginlegur réttur foreldra er nánast eingöngu nýttur af mæðrum. Í kringum 90% mæðra fullnýta sameiginlegu mánuðina, en ekki nema 11% feðra nýta eitthvað af honum. Þetta kemur ekki á óvart og sýnir hversu rétt skref það er að draga úr sameiginlega réttinum samhliða lengingu fæðingarorlofs, líkt og stefnt er að, en á næstu tveimur árum er planið að fara úr 3-3-3-kerfi yfir í 5-5-2. Kannski þyrfti að skoða enn róttækari skref, þ.e. að tólf mánaða fæðingarorlofi yrði skipt jafnt á milli foreldra, en enginn sameiginlegur tími skilinn eftir. Þá er mjög áberandi að um 700 feður og 100 mæður taki ekki fæðingarorlof, en skv. svarinu er algengasta ástæðan sú að það hefur einfaldlega ekki sótt um. Hvaða hópar skyldu þetta vera og hverjar eru ástæðurnar? Þetta kallar á frekari rannsókn, t.d. til að sjá hvort hér finnist einstaklingarnir sem fréttist reglulega af, sem hafa misst rétt til fæðingarorlofs vegna tímabundins náms erlendis eða annarra ástæðna. Á meðan 90 prósent mæðra nýta allan sameiginlega réttinn er áhugavert að tveir hópar skera sig sérstaklega úr. Annars vegar þær mæður sem eru utan vinnumarkaðar og fá fæðingarstyrk, en þar taka ekki nema 68 prósent eitthvað af sameiginlega tímanum. Hins vegar eru það láglaunakonur, sem sömuleiðis nýta sameiginlega réttinn minna en mæður að meðaltali. Mér þykir líklegt að þarna færi foreldrar sameiginlega réttinn yfir á það foreldri sem fær meira út úr honum, til að halda tekjum heimilisins uppi, enda er fæðingarstyrkurinn ekki nema 78 þúsund krónur og 80 prósentin sem láglaunakona fær af lágum launum er mjög lág upphæð. En það kæmi ekki á óvart að þessar mæður væru eftir sem áður heima hjá nýfæddu barninu, launalausar. Staða þeirra sem fá minnst út úr fæðingarorlofskerfinu vekur upp spurningar um lágmarksgreiðslur, sem við þurfum að spyrja okkur í tengslum við þá heildarendurskoðun sem er í gangi. Það er ákveðinn styrkleiki fæðingarorlofskerfisins að það er fjármagnað í gegnum tryggingargjald fólks á vinnumarkaði, en fyrir vikið er hætt við að það beri meira keim af því að vera vinnumarkaðsúrræði en félagslegt stuðningskerfi. Fólk sem fer í fæðingarorlof úr ágætlega launaðri vinnu þarf ekki að hafa áhyggjur af miklu tekjutapi vegna fæðingar. En öðru gegnir um fólkið á lægstu laununum og þau sem á einhvern hátt passa illa inn í kerfið og fá aðeins lágmarksstyrkina. Þar er hætt við að fyrstu mánuðir nýbakaðra foreldra litist af miklum fjárhagsáhyggjum. Á næstu árum verður fæðingarorlof lengt upp í 12 mánuði, sem kostar um 4 milljarða á ári, og hækkun hámarksgreiðslu í orlofi mun kosta 6 milljarða á ári þegar hún er að fullu komin til framkvæmda. Hvernig væri að hækka fólk á fæðingarstyrk upp í ígildi lágmarkslauna, sem kostar skv. svarinu tæpa 2 milljarða?Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun