Arion banki hættir að styðja Startup Reykjavík Helgi Vífill Júlíusson skrifar 16. október 2019 07:00 Einar Gunnar Guðmundsson stýrði Startup Reykjavík fyrir hönd Arion banka. Arion banki hyggst hætta fjárstuðningi við Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn, samkvæmt heimildum Markaðarins. Bankinn hefur stutt við verkefnið frá árinu 2012 í samstarfi við Icelandic Startups sem er rekið án hagnaðarsjónarmiða og aðstoðar frumkvöðla við að koma sprotafyrirtækjum á koppinn. Startup Reykjavík er tíu vikna viðskiptahraðall og þátttakendur fá 2,4 milljónir króna frá Arion banka í skiptum fyrir sex prósenta hlut í sprotafyrirtækinu. Einar Gunnar Guðmundsson, forsvarsmaður frumkvöðlamála Arion banka, mun í kjölfarið láta af störfum. Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs, sagði í samtali við Markaðinn að málið væri í skoðun innan bankans. Frá árinu 2012 til ársbyrjunar 2019 nam heildarfjárfesting Arion banka í Startup Reykjavík 176 milljónum króna. Í sumar höfðu 78 fyrirtæki farið í gegnum hraðalinn. Eignir Startup Reykjavík Invest, sem samanstóðu af 48 sprotum, námu 313 milljónum króna við árslok 2018. Bókfært virði byggir á viðskiptum annarra með hlutafé fyrirtækjanna. Að öðrum kosti eru fyrirtækin metin út frá líkum á árangri. Mest munar um rúmlega fjögurra prósenta hlut í Authenteq, sem skapar rafræn skilríki, sem metinn er á 110 milljónir króna. Þá er tæplega fjögurra prósenta hlutur í Activity Stream, sem framleiðir næstu kynslóðar viðskiptahugbúnað, metinn á 41 milljón króna og rúmlega þriggja prósenta hlutur í Florealis, sem framleiðir jurtalyf og lækningavörur, metinn á 32 milljónir króna. Á meðal annarra fyrirtækja í eignasafninu eru Klappir Grænar lausnir, sem skráð er á First North-hliðarmarkað Kauphallarinnar, Travelade og Wasabi Iceland. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Nýsköpun Tengdar fréttir Bankastjóri Arion segir stöðu bankans sterka þrátt fyrir afkomuviðvörun Benedikt Gíslason segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu bankans þrátt fyrir afkomuviðvörun í gærkvöldi þar sem eignir bankans sem eru til sölu voru færðar niður um þrjá milljarða króna. 15. október 2019 12:36 Arion og Landsbankinn lækka vexti Bæði Arion banki og Landsbankinn hafa nú farið að fordæmi Íslandsbanka og lækkað vexti sína í nokkrum lánaflokkum. 11. október 2019 11:10 Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. 14. október 2019 23:20 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Arion banki hyggst hætta fjárstuðningi við Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn, samkvæmt heimildum Markaðarins. Bankinn hefur stutt við verkefnið frá árinu 2012 í samstarfi við Icelandic Startups sem er rekið án hagnaðarsjónarmiða og aðstoðar frumkvöðla við að koma sprotafyrirtækjum á koppinn. Startup Reykjavík er tíu vikna viðskiptahraðall og þátttakendur fá 2,4 milljónir króna frá Arion banka í skiptum fyrir sex prósenta hlut í sprotafyrirtækinu. Einar Gunnar Guðmundsson, forsvarsmaður frumkvöðlamála Arion banka, mun í kjölfarið láta af störfum. Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs, sagði í samtali við Markaðinn að málið væri í skoðun innan bankans. Frá árinu 2012 til ársbyrjunar 2019 nam heildarfjárfesting Arion banka í Startup Reykjavík 176 milljónum króna. Í sumar höfðu 78 fyrirtæki farið í gegnum hraðalinn. Eignir Startup Reykjavík Invest, sem samanstóðu af 48 sprotum, námu 313 milljónum króna við árslok 2018. Bókfært virði byggir á viðskiptum annarra með hlutafé fyrirtækjanna. Að öðrum kosti eru fyrirtækin metin út frá líkum á árangri. Mest munar um rúmlega fjögurra prósenta hlut í Authenteq, sem skapar rafræn skilríki, sem metinn er á 110 milljónir króna. Þá er tæplega fjögurra prósenta hlutur í Activity Stream, sem framleiðir næstu kynslóðar viðskiptahugbúnað, metinn á 41 milljón króna og rúmlega þriggja prósenta hlutur í Florealis, sem framleiðir jurtalyf og lækningavörur, metinn á 32 milljónir króna. Á meðal annarra fyrirtækja í eignasafninu eru Klappir Grænar lausnir, sem skráð er á First North-hliðarmarkað Kauphallarinnar, Travelade og Wasabi Iceland.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Nýsköpun Tengdar fréttir Bankastjóri Arion segir stöðu bankans sterka þrátt fyrir afkomuviðvörun Benedikt Gíslason segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu bankans þrátt fyrir afkomuviðvörun í gærkvöldi þar sem eignir bankans sem eru til sölu voru færðar niður um þrjá milljarða króna. 15. október 2019 12:36 Arion og Landsbankinn lækka vexti Bæði Arion banki og Landsbankinn hafa nú farið að fordæmi Íslandsbanka og lækkað vexti sína í nokkrum lánaflokkum. 11. október 2019 11:10 Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. 14. október 2019 23:20 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Bankastjóri Arion segir stöðu bankans sterka þrátt fyrir afkomuviðvörun Benedikt Gíslason segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu bankans þrátt fyrir afkomuviðvörun í gærkvöldi þar sem eignir bankans sem eru til sölu voru færðar niður um þrjá milljarða króna. 15. október 2019 12:36
Arion og Landsbankinn lækka vexti Bæði Arion banki og Landsbankinn hafa nú farið að fordæmi Íslandsbanka og lækkað vexti sína í nokkrum lánaflokkum. 11. október 2019 11:10
Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. 14. október 2019 23:20