Skjólstæðingarnir vilji frekar fá þjónustu heima hjá sér en að liggja inn á deildum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. október 2019 17:07 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri staðfestu samkomulagið og samstarfsyfirlýsinguna við undirritun í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstarfið marka tímamót og engan vafa leika á því að það muni efla og bæta þjónustu geðheilsuteymanna við notendur. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Reykjavíkurborg hafa gert með sér samstarfsyfirlýsingu ásamt samningi sem kveður á um þátttöku þjónustumiðstöðva velferðarsviðs í verkefnum geðheilsuteyma heilsugæslunnar í Reykjavík. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að um nýmæli sé að ræða. „Það er svolítið verið að brjóta niður múra og byggja brýr með því að auka samstarf geðheilsuteyma með þátttöku borgarinnar. Það er verið að sjá til þess að þeir starfsmenn sem eru að sinna sömu sjúklingum séu saman og vinni saman að betra heilbrigðiskerfi og betri þjónustu fyrir sjúklingana,“ segir Óskar sem bætir við. „Þetta er í sjálfu sér mjög víða í gangi innan heilbrigðiskerfisins en með óformlegum hætti, eins og samstarf skóla og heilsugæslu eða heilsugæslu og annars stigs þjónustu en hér er fyrst og fremst verið að formgera þetta, sem eru svolítil tímamót. “ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri staðfestu samkomulagið og samstarfsyfirlýsinguna við undirritun í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstarfið marka tímamót og engan vafa leika á því að það muni efla og bæta þjónustu geðheilsuteymanna við notendur. Óskar segir að verkefnið sé að fyrirmynd geðheilsuteymis Breiðholts. „Þetta byrjaði í rauninni upp í Breiðholti með geðheilsuteymi Breiðholts þar sem fyrst var borgin eingöngu með þetta og síðan færðist þetta yfir í heilsugæsluna og svo er verið að efla þjónustuna enn frekar með auknu samstarfi, þar er svona grunnurinn að þessu.“Heldurðu að skjólstæðingarnir muni finna fyrir þessu?„Já, ég held það. Geðheilsuteymin eru sérstaklega góð með þetta í huga. Þau eru að sinna fólki og koma í veg fyrir að það leggist inn á spítalann, þar af leiðandi er þetta annars stigs þjónusta sem er svona mitt á milli hefðbundinnar heilsugæslu og sjúkrahússþjónustu. Með því að efla samtarf á milli borgarinnar, sveitarfélaganna, sjúkrahússins og heilsugæslunnar þá getum við tryggt það að halda sjúklingunum lengur heima og síðar inn á deildum. Það hefur sýnt sig að fólkið okkar er ánægt með það. Sjúklingarnir eru ánægðir með að þurfa ekki að liggja inn á deildum eins og var meira í gamla daga þegar Kleppur var og hét sem nánast einhvers konar heimili fólks og Kópavogshæli og svoleiðis staðir.“Vilja skjólstæðingarnir frekar vera heima?„Já sækja þjónustuna, eða fá þjónustuna heim, allt eftir þörfum einstaklingsins til þess að bæta líðan hans. Það hefur sýnt sig að það er jafn góð þjónusta eða betri og fólk er ánægðara með þetta heldur en að vera upp á deildum. Með auknu samstarfi á milli eininganna getum við gert þessa þjónustu ennþá betri,“ segir Óskar. Alþingi Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Reykjavíkurborg hafa gert með sér samstarfsyfirlýsingu ásamt samningi sem kveður á um þátttöku þjónustumiðstöðva velferðarsviðs í verkefnum geðheilsuteyma heilsugæslunnar í Reykjavík. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að um nýmæli sé að ræða. „Það er svolítið verið að brjóta niður múra og byggja brýr með því að auka samstarf geðheilsuteyma með þátttöku borgarinnar. Það er verið að sjá til þess að þeir starfsmenn sem eru að sinna sömu sjúklingum séu saman og vinni saman að betra heilbrigðiskerfi og betri þjónustu fyrir sjúklingana,“ segir Óskar sem bætir við. „Þetta er í sjálfu sér mjög víða í gangi innan heilbrigðiskerfisins en með óformlegum hætti, eins og samstarf skóla og heilsugæslu eða heilsugæslu og annars stigs þjónustu en hér er fyrst og fremst verið að formgera þetta, sem eru svolítil tímamót. “ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri staðfestu samkomulagið og samstarfsyfirlýsinguna við undirritun í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstarfið marka tímamót og engan vafa leika á því að það muni efla og bæta þjónustu geðheilsuteymanna við notendur. Óskar segir að verkefnið sé að fyrirmynd geðheilsuteymis Breiðholts. „Þetta byrjaði í rauninni upp í Breiðholti með geðheilsuteymi Breiðholts þar sem fyrst var borgin eingöngu með þetta og síðan færðist þetta yfir í heilsugæsluna og svo er verið að efla þjónustuna enn frekar með auknu samstarfi, þar er svona grunnurinn að þessu.“Heldurðu að skjólstæðingarnir muni finna fyrir þessu?„Já, ég held það. Geðheilsuteymin eru sérstaklega góð með þetta í huga. Þau eru að sinna fólki og koma í veg fyrir að það leggist inn á spítalann, þar af leiðandi er þetta annars stigs þjónusta sem er svona mitt á milli hefðbundinnar heilsugæslu og sjúkrahússþjónustu. Með því að efla samtarf á milli borgarinnar, sveitarfélaganna, sjúkrahússins og heilsugæslunnar þá getum við tryggt það að halda sjúklingunum lengur heima og síðar inn á deildum. Það hefur sýnt sig að fólkið okkar er ánægt með það. Sjúklingarnir eru ánægðir með að þurfa ekki að liggja inn á deildum eins og var meira í gamla daga þegar Kleppur var og hét sem nánast einhvers konar heimili fólks og Kópavogshæli og svoleiðis staðir.“Vilja skjólstæðingarnir frekar vera heima?„Já sækja þjónustuna, eða fá þjónustuna heim, allt eftir þörfum einstaklingsins til þess að bæta líðan hans. Það hefur sýnt sig að það er jafn góð þjónusta eða betri og fólk er ánægðara með þetta heldur en að vera upp á deildum. Með auknu samstarfi á milli eininganna getum við gert þessa þjónustu ennþá betri,“ segir Óskar.
Alþingi Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira