Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2019 12:17 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga um þúsund bandaríska hermenn frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á Sýrlenska Kúrda sé mikið áhyggjuefni. Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafi verið bæði loðin og aulaleg. Utanríkisráðherra segir að ákvörðun Bandaríkjanna um að draga her sinn í burt af svæðinu hafi verið misráðin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom á fund utanríkismálanefndar í morgun þar sem innrás Tyrkja á yfirráðasvæði Kúrda í Norður-Sýrlandi sem hófst í síðustu viku var til umræðu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd óskaði eftir því að ráðherra kæmi fyrir nefndina. „Mér fannst nú ráðherra ekkert sérstaklega skýr, hann var nú svona meginhluta fundarins í hlutverki fréttaþular og fór yfir það sem hefur verið að gerast síðustu daga,“ segir Logi.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelmTvennt áhugavert hafi þó komið fram á fundinum að mati Loga. „Ég kallaði eftir því að Ísland áteldi Bandaríkin fyrir þeirra þátt í því að atburðarásin hófst, líkt og Bretar hafa gert, og mér finnst að horfa fram hjá því sé náttúrlega bara að hundsa aðstæður eins og þær eru. Ráðherra færðist undan og vildi ekkert staðfesta um það hvort að það yrði gert.“Viðbrögð Íslands „misráðin og aulaleg“ Íslensk stjórnvöld hafi þó send yfirvöldum vestanhafs bréf þar sem málið hafi verið harmað. Þá var spurt á fundi utanríkismálanefndar í morgun hvort þetta myndi hafa áhrif á nýlega endurnýjaðan fríverslunarsamning við Tyrki. „Ráðherra taldi að það hefði ekkert verið rætt og væru engin fordæmi fyrir slíku. Þannig að mér finnst viðbrögð okkar vera hálfloðin og aulaleg,“ segir Logi. Íslensk stjórnvöld fordæmdu aðgerðir Tyrkja í síðustu viku með formlegum hætti en Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi komið skoðun sinni á framfæri við bandarísk yfirvöld. „Teljum að þessi ákvörðun hafi verið mjög misráðin. Það er líka mín skoðun að Bandaríkjamenn, sem stærsta og öflugasta lýðræðisríki heims, hafi hlutverki að gegna á alþjóðavettvangi. Það eru ekki allir þeirrar skoðunar en það er mín skoðun og ég styrkist bara í henni,“ segir Guðlaugur Þór.Kemur til greina af þinni hálfu að endurskoða fríverslunarsamning við Tyrki? „Stóra málið er núna á þessum tímapunkti, það er að reyna að lágmarka þann skaða sem að nú þegar hefur orðið og gerum hvað við getum, með þeim þjóðum sem að standa okkur næst, í að beita Tyrkjum þrýstingi til að svo megi verða,“ svarar Guðlaugur Þór. Alþingi Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Utanríkismál Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafi verið bæði loðin og aulaleg. Utanríkisráðherra segir að ákvörðun Bandaríkjanna um að draga her sinn í burt af svæðinu hafi verið misráðin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom á fund utanríkismálanefndar í morgun þar sem innrás Tyrkja á yfirráðasvæði Kúrda í Norður-Sýrlandi sem hófst í síðustu viku var til umræðu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd óskaði eftir því að ráðherra kæmi fyrir nefndina. „Mér fannst nú ráðherra ekkert sérstaklega skýr, hann var nú svona meginhluta fundarins í hlutverki fréttaþular og fór yfir það sem hefur verið að gerast síðustu daga,“ segir Logi.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelmTvennt áhugavert hafi þó komið fram á fundinum að mati Loga. „Ég kallaði eftir því að Ísland áteldi Bandaríkin fyrir þeirra þátt í því að atburðarásin hófst, líkt og Bretar hafa gert, og mér finnst að horfa fram hjá því sé náttúrlega bara að hundsa aðstæður eins og þær eru. Ráðherra færðist undan og vildi ekkert staðfesta um það hvort að það yrði gert.“Viðbrögð Íslands „misráðin og aulaleg“ Íslensk stjórnvöld hafi þó send yfirvöldum vestanhafs bréf þar sem málið hafi verið harmað. Þá var spurt á fundi utanríkismálanefndar í morgun hvort þetta myndi hafa áhrif á nýlega endurnýjaðan fríverslunarsamning við Tyrki. „Ráðherra taldi að það hefði ekkert verið rætt og væru engin fordæmi fyrir slíku. Þannig að mér finnst viðbrögð okkar vera hálfloðin og aulaleg,“ segir Logi. Íslensk stjórnvöld fordæmdu aðgerðir Tyrkja í síðustu viku með formlegum hætti en Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi komið skoðun sinni á framfæri við bandarísk yfirvöld. „Teljum að þessi ákvörðun hafi verið mjög misráðin. Það er líka mín skoðun að Bandaríkjamenn, sem stærsta og öflugasta lýðræðisríki heims, hafi hlutverki að gegna á alþjóðavettvangi. Það eru ekki allir þeirrar skoðunar en það er mín skoðun og ég styrkist bara í henni,“ segir Guðlaugur Þór.Kemur til greina af þinni hálfu að endurskoða fríverslunarsamning við Tyrki? „Stóra málið er núna á þessum tímapunkti, það er að reyna að lágmarka þann skaða sem að nú þegar hefur orðið og gerum hvað við getum, með þeim þjóðum sem að standa okkur næst, í að beita Tyrkjum þrýstingi til að svo megi verða,“ svarar Guðlaugur Þór.
Alþingi Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Utanríkismál Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Sjá meira